Prentarinn - 01.10.1999, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.10.1999, Blaðsíða 19
tari súpudisk fyrir skáldsögu sína Undir Helgahnúk. Arsæll var lengi í stjóm Félags bókbandsiðnrekenda og heiðurs- félagi var hann í Iðnaðarmannafé- lagi Reykjavíkur. Hann var einn af stofnendum Veiði- og loðdýrafélags Islands, sem stofnað var 1931. Honum var umhugað um að auka dýralíf ís- lands og gerði tilraunir með flutn- ing á ýmsum dýrum til landsins. Vöktu mikla athygli grænlensku sauðnautin, sem komu hingað beita kröftum sínum að bóksöl- unni og útgáfustarfsemi sinni en hafa handband áfram sem hliðar- grein enda fluttust flestir sveinar hans með tækjum til Acta, sem var þá í Mjóstræti 6 en fluttist 1932 í bakhús Laugavegar 1. Upp úr kreppunni varð bókaverslun Ársæls gjaldþrota. Hann hafði komið sér upp góðu bókasafni en seldi það á uppboði árið 1931 og bókalagerinn árið 1935 en tveim árum áður, eða 1933, hafði hann selt húseign sína á Laugavegi 4 Band eftir Arsœl Amason íHandritadeild Þjóðarbókhlöðu. Breiði munstur- bekkurinn er gerður með koparrúllu sem Arsœllfékk smíðaða í Svíþjóð fyrir Landsbókasafnið og er nafn safiisins grafið í rúlluna. Á meðan Ársœll starf- aði við Landsbókasafnið batt hann nokkrar gamlar og dýnnœtar bœkurfyrir safnið í svart alskinn og skreytti þœr með því að þrykkja rúllunni í spjöld bókanna, en hafði einungis titilinn á kilinum gylltan. 1929, og þvottabirni fékk hann nokkrum árum síðar. Var reyndar mikil skömm að ferðinni til Grænlands eftir sauðnautunum. Ársæll áleit, að með því að flytja þau til Islands væri unnið þarft verk, því þau væru í útrýmingar- hættu. En aðferðin við að ná þremur lifandi kálfum, sem létust eftir stutta dvöl hér á landi, var að skjóta öll fullorðnu dýrin í hjörð- inni eða tuttugu talsins. Þáttaskil urðu í bókbandsstarf- seminni hjá Ársæli árið 1925, en þá seldi hann prentsmiðjunni Acta, er síðar varð prentsmiðjan Edda, flest tæki og verkfæri vinnustofunnar, en með því varð Acta ein stærsta bókbandsvinnu- stofa landsins ásamt Félagsbók- bandinu. Ársæll hefur viljað ein- og fluttist þá bókbandið í kjallara á horni Bankastrætis og Ingólfs- strætis og var þar til 1951. Ársæll snerti ekki á bókbandi þann tíma, nema kannski fyrstu árin, heldur einbeitti sér að þýðingum og út- gáfu. Sá Magnús S. Jónsson um vinnustofuna og vann það betra handband er þangað barst. Varð hann fyrst meðeigandi Ársæls en keypti síðan vinnustofuna þegar Ársæll hætti störfum og flutti á heimili sitt á Hverfisgötu 102. Ársæll hóf að binda inn að nýju síðustu árin sem hann lifði, á heimili sínu á Sólvallagötu 31, en hafði þá algerlega týnt niður sinni fomu kunnáttu. Hann lést 9. janúar 1961. Sigurþór Sigurðsson Ef einhver skyldi vera í vafa um hvað það er sem ég kalla Prent- smiðjublöðin, þá get ég frætt hann á því, að það eru blöð sem hafa verið og eru gefin út í hinum ýmsu prentsmiðjum landsins af starfsfólki þeirra. Við getum tekið sem dæmi „ísafoldar-Grána“. Gefið út af starfsmönnum fsa- foldarprentsmiðju 1955-73, 1.-16. árg. Þetta er dæmi um blað sem er löngu hætt að koma út og er orðið þó nokkuð fágætt. Þó fæst ennþá hrafl hjá fornbókasöl- um, ef vel er leitað, en okkur vantar sárlega nokkur blöð. Dæmi um blað sem er gamalt og enn kemur út er „Saltarinn". Gef- ið út af Starfsmannafélagi Odda og hér áður fyrr Sveinabókbands- ins. 1. árg. kom út 1967. í bók- inni „íslensk tímarit í 200 ár“ segir um Saltarann: „Gamanblað. Eitt tölublað á ári“. En af hverju er ég að tala um þetta? Jú, einn góður vinur minn sagði við mig fyrir einum tveimur til þremur árum: „Það er nauð- synlegt fyrir ykkur hjá Bókasafni FBM, eða jafnvel skylda ykkar, að reyna að safna saman öllum helstu gömlu prentsmiðjublöðun- um eins og „Eddupóstinum" og fleiri blöðum. Þau eiga hvergi annars staðar heima en hjá ykkur á bókasafninu.“ Síðan þetta var sagt við mig hef ég reynt að hafa allar klær úti til þess að útvega safninu þessi blöð. En það vantar herslumuninn með ýmis þeirra. Aðeins tvö prentsmiðjublöð voru til „komplett", þegar ég byrjaði á þessu. Það var „Depill", blað Prentsmiðjunnar Hóla, það gaf Magnús heitinn Þorbjörnsson, og „Glundroðinn“, blað Prentsmiðju Þjóðviljans, sem Helgi heitinn Hóseasson prentari gaf bókasafn- inu. Nú ætla ég að biðla til ykkar, góðir bókagerðarmenn, og biðja ykkur að athuga í öllum hugsan- legum skúmaskotum, bæði í prentsmiðjunum og jafnvel heirna hjá ykkur, og hafa samband við mig, ef þið finnið einhverjar af þessum gersemum. Ég gæti nefnt ykkur miklu fleiri blöð en hér að framan eru nefnd, sem okkur vantar, t.d. Smáfuglinn, Hálf- Tímann, Skúbbið, Tjöru-póstinn o.fl., o.fl. Svo hef ég heyrt að blað hafi verið gefið út á Akur- eyri. Látið heyra í ykkur! Símar: 553-8887 eða 899-72-44. Eins er hægt að hafa samband við skrif- stofu FBM ef þið náið ekki í mig. Svanur Jóhannesson PRENTAR I N N ■ 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.