Prentarinn - 01.10.1999, Blaðsíða 6
Sveinbjörn Hjálmarsson
Xplor - vettvangur fagmanna
Það var rnér gleðiefni þegar
Georg Páll Skúlason kom að
máli við mig og falaðist eftir
grein um samtökin Xplor
Intemational og vona ég að
þessi skrifmín verði ein-
hverjum til fróðleiks.
Alþjóðasamtökin Xplor eru
tuttugu ára og hafa sinnt fræðslu-
og kynningarmálum þeirra sem
starfa í skjalavistun og stafrænni
vinnslu og prentun skjala. Mark-
mið samtakanna er að halda ráð-
stefnur fyrir einstaklinga og fyrir-
tæki þar sem mönnum gefst kost-
ur á að læra það nýjasta í raf-
rænni gagnavinnslu og hitta fólk
sem starfar innan sama geira. I
upphafi skilgreindu samtökin
hlutverk sitt sem það að auðvelda
skjalanotkun og prentvinnslu
gagna. Skipti þá engu hvernig
skjalið var saman sett, prentað á
pappír, geymt á seguldiski, eða
sent sem rafboð um símalínu. Eft-
ir því sem tækninni hefur fleygt
fram hafa samtökin lagað sig að
breyttum aðstæðum.
Netið breytir eðlilega starfsemi
samtakanna, því það auðveldar öll
samskipti og eykur alþjóðlegt
hlutverk Xplor.
Aðalráðstefna Xplor
Intemational er haldin ár hvert
vestur í Bandaríkjunum. í ár var
hún haldin í Los Angeles. Ráð-
stefnuna sóttu 15.000 gestir frá 40
löndum. I þá 5 daga sem ráðstefn-
an stóð yfir voru í boði fyrir ráð-
stefnugesti 350 fyrirlestrar sem
spönnuðu allt það helsta sem er
að gerast í rafrænni gagnavinnslu.
Einnig kynntu 240 fyrirtæki vörur
sínar og þjónustu.
Þann 15. október í fyrra var
haldin fyrsta kynningar- og náms-
stefna Norðurlandadeildar Xplor
á Grand Hótel í Reykjavík. Á ráð-
stefnuna mættu 65 manns frá
prentiðnaði, tölvudeildum fyrir-
tækja og stofnana og fólk sem
fæst við hönnun gagna og sölu
hugbúnaðar og vélbúnaðar fyrir
gagnavinnslu og prentun.
Jimmy Lundback, þáverandi
forseti Norðurlandadeildar Xplor,
kynnti samtökin ásamt Adriana
Kegley frá Evrópuskrifstofu
Xplor. Einnig voru tveir fyrirles-
arar, Dave Nesbit frá Xerox og
Finn Mogensen frá i-data
Intemational, sem fjölluðu um
möguleika í stafrænni prentun,
vistun og prentun gagna. Ráð-
stefnunni lauk svo með léttum
veitingum þar sem ráðstefnugest-
6 ■ PRENTARINN
um gafst kjörið tækifæri að skipt-
ast á skoðunum.
Norðurlandadeild Xplor stend-
ur fyrir einni eða fleiri ráðstefn-
um á ári hverju. I ár hefur verið
ákveðið að halda svokallað Xplor
2000 Road Show (farandfundi)
sem byrjar í Kaupmannahöfn 7.
febrúar, fer þaðan til Sollentuna I
Svíþjóð 8. febrúar, næsti áfanga-
staður er Osló 9. febrúar og ráð-
stefnunni lýkur svo í Reykjavík
11. febrúar.
Aðalþema ráðstefnunnar er
One to One Access (bein sam-
skipti). Tveir eða fleiri erlendir
fyrirlesarar verða með fyrirlestra
á öllum stöðunum.
1 Reykjavík verður ráðstefnan
haldin í Versölum, Hallveigarstíg
1, og byrjar kl. 9.00 og stendur til
kl. 17.00. Fyrirlesarar eru Tony
Kenton frá IT-IQ Bretland, sem
fjallar um nýjustu strauma í
prentiðnaði, og einn af framá-
mönnum Nokia, sem fjallar um
nútíma fjarskiptatækni, þar á eftir
fylgja þrír fyrirlestrar sem betur
verða auglýstir síðar. Eftir hádegi
verður kynning frá eftirtöldum
framleiðendum: Indigo, Hewlett-
Packard, IBM, Xerox, og Heidel-
berg/Digital-Kodak á vélbúnaði
Sveinbjörn og Sue Lach.
fyrir það nýjasta í stafrænni
prentun.
Þetta er því kjörið tækifæri fyr-
ir fólk í prentiðnaði að kynna sér
það nýjasta í samskiptatækni og
rafrænni prentun gagna en rafræn
prentun mun hafa mjög mikil
áhrif á prentiðnaðinn á komandi
árum.
Þeir sem vilja fá frekari upplýs-
ingar geta farið inn á heimasíðu
Xplor International
www.xplor.org, haft samband við
Sveinbjöm Hjálmarsson í síma
533 5252 eða sent tölvupóst til:
sveinbjom@umslag.is
Sveinbjörn Hjálmarsson
Höfimdur rekur fyrirtœkið Umslag ehfi
Hann var kosinn forseti Norður-
landadeildar Xplor í byrjun árs og
var valinn maður samtakanna 1999
(Xplorer of the year 1999).