Prentarinn - 01.10.1999, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.10.1999, Blaðsíða 9
Konur og karlar á öllum aldri í öllum starfsgreinum geta fengið of háan blóðþrýsting. Eina leiðin til þess að vera viss er að láta mæla í sér blóðþrýstinginn. Það er einfalt verk og algjörlega sárs- aukalaust. Dulinn, of hár blóð- þrýstingur getur leitt til slags eða alvarlegra hjartasjúkdóma. En það er hægt að hafa áhrif á hann. Hér eru fáein ráð sem gætu hjálpað til við að halda blóðþrýstingi eðli- legum. • Láttu mæla blóðþrýsting þinn reglulega. Ef hann er of hár skaltu fara eftir ráðum heimil- islæknis. Ef hann leggur til að þú takir lyf skaltu taka þau samviskusamlega. • Hættu að reykja. • Haltu þér í daglegri, líkam- legri þjálfun. • Dragðu úr áfengisneyslu eða hættu henni alveg. • Reyndu að halda þig sem næst kjörþyngd. • Dragðu úr saltneyslu. Viljirðu hugsa vel um hjartað skaltu fylgjast með blóðþrýstingi þínum. 4. Stundaöu líkamsþjálfun Það leikur enginn vafi á því að reglubundin líkamsþjálfun örvar starfsemi lungna, hjarta og æða. Þannig fær líkaminn meiri orku til daglegra nota og kannski líka meiri umframorku ef svo ber und- ir. Sterkara og hæfara hjarta gerir okkur einnig auðveldara að bregðast við sveiflum í álagi dag- legs lífs sem og skyndilega auknu álagi. Reglubundin líkamsrækt hjálpar til við að halda eðlilegri líkamsþyngd og við að halda kól- esteróli og blóðþrýstingi í eðii- legu ástandi. Hér koma fáein ráð til þeirra sem vilja halda líkaman- um í betra formi: • Rösklegar göngur eru góð byrjun. Sund, skauta- eða skíðaferðir, dans, hjólreiðar, allt gefur þetta mjög góða hreyfingu. Aðalatriðið er þó að velja sér hreyfíngu sem er aðgengileg og skemmtileg. Aríðandi er að sú hreyfing sem valin er hæfi aldri og ástandi hvers og eins. Gott er að byrja rólega en leggja smám saman meira á sig. Lágmark er að stunda hreyf- ingu af þessu tagi í minnst tuttugu mínútur hverju sinni, þrisvar í viku. • Notaðu stigana frekar en lyft- umar. • Farðu úr strætisvagninum áður en hann kemur á þína stöð og gakktu afganginn af leiðinni heim. • Legðu bílnum í stæði sem er nokkuð frá heimilinu frekar en í það stæðið sem næst er. • Farðu í matvörubúðina í næsta hverfi heldur en þá búðina sem næst er og gakktu frekar en að aka í .búðina eða senda bömin þangað. Hér er lag til að finna aftur hvað líkamsrækt getur verið skemmtileg. Hjartans vegna skaltu halda henni áfram og ekki hætta! 5. Geföu þér tíma til ab slaka á Hugsir þú vel um hjartað skaltu gefa þér tíma til að slaka á og vinna þannig gegn streitu hins daglega lífs. Þótt streitan sé óhjá- kvæmileg staðreynd í lífi okkar þá þarf hún ekki endilega að vera slæm. Hún á gjarnan þátt í mestu daglegu afköstum margra. En ef streitan verður íþyngjandi er hún orðin einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Þótt streitu verði ekki útrýmt má vel ráða við hana. Hér koma nokkur ráð til þess: • Vertu meðvituð(aður) um streituvalda í vinnunni, á heimili og í fn'tíma. Gerðu þér grein fyrir því hvenær þú ert útkeyrð(ur), spennt(ur) eða uppstökk(ur). Reyndu að komast hjá slíku ástandi eða draga úr því. Ef það gengur ekki, reyndu þá að aðlagast því betur. • Reyndu að tileinka þér slök- unartækni, aðferðir til að draga úr streitu og reyndu að stunda hreyfingu. Ef allur lífsstfll þinn er þrunginn streituálagi þá gætir þú þurft að gera á honum róttækar breytingar. Það er hægt að minnka streitu- álagið í IiTinu, jafnvel þótt ekki verði sigrast á því. Greinin birtist í Hjartavemd, 1. tbl. 1998, og birtist hér með góðfúslegu leyfi Hjartavemdar. Við viljum vekja athygli á heimasíðu hennar: www.hjarta.is PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.