Prentarinn - 01.10.1999, Blaðsíða 17
leggja henni lið eða sýna henni
fram á hollustu á ýmsan hátt t.d.
með því að andmæla henni ekki,
hlæja að uppátækjum hennar eða
örva hana tii dáða á annan óbein-
an hátt. Eftir því sem ofar dregur
í goggunarröðinni kemur þó fram
nýtt óöryggi hjá einstaklingunum
í hópnum, sem felst í aukinni
hættu á að falla (aftur) neðar í
goggunarröðina, eða fyrir þá sem
efstir eru að missa völd sín ef tek-
ið er feilspor. Þannig verða með-
limir hópsins að viðhalda völdum
sínum eða klifri upp á við og
hópurinn er fastur í neti óöryggis
og vanlíðanar. I hópnum myndast
síðan hópbundnar hegðunarreglur
(norm), sem halda honum enn
fastar í þessum viðjum og að lok-
um er það einungis utanaðkom-
andi stjórnun eða aðstoð, sem get-
ur hjálpað honum út úr þessum
vítahring. Allir meðlimir hópsins
eru fastir í netinu og það að gera
tilraun til að brjótast út úr því
eykur hættuna á að falla niður
goggunarröðina og þá jafnvel
lenda neðst í henni og eiga þar
með á hættu að verða veikastur í
hópnum. Allir skynja hættuna af
þeirri stöðu við þessar aðstæður
og forðast hana eins og heitan
eldinn.
Þegar þannig er komið fyrir
hópi er mikil hætta á að einelti
myndist í honum. Valdabaráttan
og þörfin fyrir að upphefja sjálfan
sig á kostnað annarra leggur
grunninn að því. Fórnarlambið er
þá ætíð valið úr neðstu þrepum
goggunarraðarinnar og hópurinn
finnur eitthvað til að benda fóm-
arlambinu á að það eigi ekki
heima í hópnum. Það getur verið
eitthvað við útlit einstaklingsins,
hegðun hans eða aðstæður. Eina
leiðin er þvf að fórnarlambið hafi
ekki styrk til að verja sig og að
hægt sé að koma fram við það
með hegðun sem segir: „Þú ert
öðru vísi en við og átt því ekki
heima með okkur.“ Einelti bygg-
ist þannig á vissan hátt á því að
styrkja hópinn innbyrðis með því
að halda þeirri skoðun á lofti að
um sé að ræða „okkur og þig“.
Þrennt græðist á þessu fyrir
meirihlutann. I fyrsta lagi gerir
það þeim sem ofar era í goggun-
arröðinni kleift að komast enn
ofar með því að ýta fómarlamb-
inu niður hana og raða öðram
hópmeðlimum á milli sín og fóm-
arlambsins. I öðra lagi verður til
ákveðin (sjálfs)blekking um sam-
stöðu og öryggi innan hópsins,
a.m.k í efstu þrepum gogg-
unarraðarinnar. I þriðja lagi styrk-
ir slíkt athæfi stöðu og eykur
styrk þeirra sem í efstu þrepunum
eru, þar sem þetta bendir öðram
en fórnarlambinu á hvað bíði
þeirra, ef þeir halda sig ekki á
mottunni.
Af framanskráðu sést að einelti
er félagslegt fyrirbæri, sem stjórn-
ast af því að um vanlíðan er að
ræða í hópnum. Það stafar ekki af
því að einstaklingar séu vondir
eða veikir og eina leiðin til að
bregðast við því er að takast á við
stjórnun hópsins. Það er nefnilega
eitt meginhlutverk stjórnanda að
stjórna þannig að í hópnum ríki
vellíðan. Það leiðir til mests ör-
yggis, ánægju og afkasta hópsins.
Ef einelti kemur upp í hópi og
einungis er tekið á málinu út frá
einstaklingunum, geranda og/eða
fórnarlambi, leiðir það ekki til
breytinga á stjórnun hópsins eða
hópgerðinni og hættan á að aðrir
fari inn í hlutverk þessara einstak-
linga og sagan endurtaki sig er
ákaflega mikil. Þó er ekki hægt
að útiloka að hópgerðin breytist
óvart við slíkar aðgerðir. Þá er
það og augljóst að sé fórnarlamb-
ið tekið út út hópnum og flutt í
annan hóp fer það eftir því hvort í
nýja hópnum rrkir vellíðan eða
vanlíðan, hvernig fómarlambinu
reiðir af þar. Nýliði er alltaf
veikasti einstaklingurinn í hópn-
um og getur því auðveldlega aftur
lent í fórnarlambshlutverkinu í
nýja hópnum, sé þörf fyrir einelti
í þeim hópi.
Það er undir stjórnanda hóps,
leiðtoga hans eða kennara komið,
hvort í hópnum ríkir vellíðan eða
vanlíðan. Það er stjómandans að
stjórna með þeim hætti að vellíð-
an ríki og það er hans að bregðast
þannig við, ef upp kemur vanlíð-
an, t.d. vegna utanaðkomandi
áhrifa, að hópurinn nái aftur jafn-
vægi og vellíðan. Stjómanda ber
að stjórna hópi þannig að ekki
myndist í honum þörf fyrir ein-
elti. Það er ekki nóg fyrir hann að
velta fyrir sér viðbrögðunum við
einelti þegar það er komið í fullan
gang.
PRENTARINN ■ 17