Prentarinn - 01.12.2002, Qupperneq 13

Prentarinn - 01.12.2002, Qupperneq 13
Mig lattgar að spyrja þig út í rauðu strikin svokölluðu. ASÍ var eins og nokkurs konar verð- lagslögga. Hvað gerði það að verkutn að þetta gekk upp? Fyrst og siðast samstaðan og góður andi í hreyfingunni. Það er engin launung að Alþýðusam- bandið hefur gengið í gegnum erfitt tímabil. Astandið er hins vegar gerbreytt núna. Það hefur skilað sér í auknum slagkrafti og styrk. Ég held að fyrst og síðast hafi það verið þetta breytta and- rúmsloft sem gerði okkur mögu- legt að láta þetta ganga upp. Er eitthvað svona í gangi núna? Við erum alltaf á vaktinni varð- andi verðlagsmálin. Við stöndum fyrir öflugu verðlagseftirliti, sem við vinnum í samstarfi við ýmsa aðila, meðal annars aðildarfélög Alþýðusambandsins. Við höfum haft verulegar áhyggjur af ýmsum verðlagshækkunum sem hafa ver- ið boðaðar undanfarið og höfum áhyggjur af því að þær eigi eftir að raska stöðugleikanum. Opin- berir aðilar, ríki og sveitarfélög hafa verið þar fremst í flokki. Síðan höfum við nú í nokkur misseri verið að vinna að því sem við höfum kallað þjóðarsátt um velferðarkerfið. Við höfum kallað til liðs við okkur fjöldann allan af aðilum og viðað að okkur miklu magni upplýsinga. Nú er verið að vinna úr þessu og móta stefnu sem náðst gæti víðtæk sátt um í þjóðfélaginu öllu. Nti er verið að tala tiin að kaupináttur launa hafi aukist en eftir síðasta „verðbólguskot" jukust t.d. greiðslur manns seni skuldar 4,5-5 milljónir í hús- nœðislán úr 29.000 á mánuði í 36.000 kr. og svoleiðis verður það hjá honum ncestu 20 árin að minnsta kosti. Eru svona hlutir teknir inn í dteinið þegar rauðti strikin eru reiknuð út? Aðferðimar við verðlagsmæl- ingarnar eru flóknari en svo að hægt sé að afgreiða þær í stuttu viðtali. í stuttu máli er þó hægt að segja það þannig, að reynt sé að taka tillit til allra þeirra þátta sem hafa áhrif á afkomu heimilanna. Vafalaust eru þær tölur sem þú nefnir réttar, en ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hversu mikið greiðslubyrðin hefði hækk- að ef ekki hefði verið gripið í taumana. Nú var Þjóðhagsstofnun lögð niður fyrir stuttu og ASÍ nýtti sér þjónustu hennar mikið. Þjóðhagsstofnun var óháð stofnun en nú eiga allir þjáð- hagsreikningar að fara frain í ráðuneytuin þar sem hlutirinir eru gerðir á flokkspólitískum forsendum. Er það rétt að gerð- ur hafi verið samningiir þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður og ASÍ tryggðar greiðslur? Efsvo er, er ekki verið að gera ASI f/ár- hagslega háð ríkisvaldinu? Það er rétt, við áttum lögvarinn rétt til að nýta þjónustu Þjóðhags- stofnunar. Við lýstum alla tíð mikilli andstöðu við að hún yrði lögð niður og það var alltaf ljóst að við gætum ekki sótt okkar upplýsingar og útreikninga í fjár- málaráðuneytið. Þegar fyrir lá, að ríkisstjórnin ætlaði að leggja stofnunina niður, varð samkomu- lag við ríkisstjórnina um að verja ákveðinni upphæð í að reka öfl- uga hagdeild hér á skrifstofu Al- þýðusambandsins. Ég lít þannig á, að það muni miklu frekar styrkja sjálfstæði okkar - úr því Þjóðhagsstofnun var lögð niður - en veikja það. Hefur ASÍ einhverja stefnu í umhverfismálum? Alþýðusambandið hefur ekki samþykkt eina stefnu sem nær utan um allt. Það er hins vegar ljóst að við teljum að það beri að umgangast náttúru og umhverfi af nærgætni og virðingu. Um leið erum við þeirrar skoðunar að nýta beri auðlindir okkar eftir því sem kostur er, en alls ekki hvað sem það kostar. Við leggjum höfuð- áherslu á að fara beri að öllum leikreglum sem settar hafa verið, t.d. hvað varðar umhverfismat og þau ferli sem mál skuli fara í. Efnislega myndum við okkur afstöðu í hverju máli fyrir sig, ef þörf og ástæða er til. Töhun aðeins um Evrópumál. Telurðu að EES-samningurinn hafi verið til bóta fyrir okkur atvinnulega séð? Ég er ekki í neinum vafa um það að EES-samningurinn hefur fært íslensku launafólki mikla ávinninga, einkum í félags- og réttindamálum. Nú tökum við við ógrynni af allskyns reglum og reglugerðum frá Brussel án þess að hafa nokkur áhrifþar á. Eigum við að stíga skrefið til fulls og ganga í Evrópusambandið? Ég held að þarna gæti ákveðins misskilnings. Það er nefnilega engan veginn svo að við höfum engin áhrif. Þau eru raunar miklu meiri en flestir gera sér grein fyr- ir. í gegnum þátttöku okkar í Evr- ópusambandi verkalýðsfélaga tök- um við þátt í margskonar samn- ingagerð við evrópsku atvinnu- rekendasamtökin um atriði sem síðan eru felld í lög og reglur Evrópusambandsins. Margt af því tekur síðan gildi hér á landi, vegna aðildar okkar að EES. Við höfum því í mörgum tilvikum bein áhrif á lagasetningu á Evr- ópuvettvangi, sem er talsvert meira en ríkisstjórn Islands getur státað af. Þessi áhrif eru ekki síst raunveruleg, af því að við tökum síðan virkan þátt i samstarfi Norðurlandaþjóðanna í samtökum launafólks á Norðurlöndunum (NFS) og þar koma menn sér oft- ast niður á sameiginlega niður- stöðu í þeim málum sem eru til umfjöllunar á Evrópuvettvangi. Varðandi inngöngu í Evrópu- sambandið, þá vísa ég til þeirrar umræðu sem hefur farið fram á vettvangi Alþýðusambandsins síð- astliðin misseri. Hún er enn í full- um gangi og meðan svo er tel ég ekki tímabært að ég kveði upp úr um mína skoðun í því máli með afgerandi hætti. PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.