Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 2
Hlutfall prentunar innanlands dregst saman Prentstaður íslenskra bóka Bókasamband íslands hefur gert könnun á prentstað islenskra bóka sem birtust i Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2003. Heildarfjöldi bókartitla er 539 eða rúmlega 11% fleiri en var árið 2002 sem voru 479. Könnunin sýnir að hlutfall prentunar innanlands hefúr dregist saman milli ára um 5%. Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum. Eftirfarandi niðurstöður eru úr þeim samanburði: Skoðað var hvert hlutfall prent- unar innanlands og erlendis er eftir flokkum. Eftirfarandi niður- stöður eru úr þeim samanburði: • Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 142; 44 (31%) prentaðar á Islandi og 98 (69%) prentaðar erlendis. • Skáldverk, íslensk og þýdd og ljóð, eru 92; 54 (58,7%) prentaðar á íslandi og 38 (41,3%) prentaðar erlendis. • Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 189; 152 (80,4%) eru prentaðar á Islandi og 37 (19,6%) prentaðar erlendis. • Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 116; 82 (70,7%) prent- aðar á íslandi og 34 (29,3%) prentaðar erlendis. Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka prentaðra í hverju landi og hlutfall af heild, jafnframt eru til samanburðar tölur fvrir árið 2002: Áriö 2002 Fjöldi titla % ísland 320 66,8 Danmörk 92 19,2 Lettland 18 3,8 Kína 15 3,1 Singapore 11 2,3 Ítalía 7 1,5 Slóvenía 5 1,1 Malasía 3 0,6 Þýskaland 2 0,4 Svíþjóð 2 0,4 Belgía 1 0,2 Eistland 1 0,2 Spánn 1 0,2 Noregur 1 0,2 Samtals 479 100% Fjöldi titla % ísland 332 61,6 Danmörk 81 15,0 Kína 26 4,8 Ítalía 17 3,2 Slóvenía 16 3,0 Singapore 15 2,8 Lettland 13 2,4 Spánn 11 2,0 Svíþjóð 8 1,5 Malasía 3 0,6 Þýskaland 3 0,6 Tékkland 3 0,6 Belgía 3 0,6 Finnland 3 0,6 Bretland 2 0,4 Noregur 1 0,2 Frakkland 1 0,2 Taiwan 1 0,2 Samtals 539 100% Látinn iélagi Hugsjónamaður Mar Guðrún G. Guðnadóttir, fædd 30. janúar 1930. Varð félagi 1. september 1944. Guðrún vann við aðstoðarstörf í bókbandi frá 1944 þar til hún tók sveinspróf í bókbandi í júní 1977. Vann í Arnarfelli frá 1945-1990, þá í G.Ben, G.Ben Eddu og síðan í Grafík, þar til hún lét af störfum sökum aldurs 1997. Guðrún tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum, var formaður kvennadeildar BFÍ1974-1981, starfaði í trúnaðar- ráði BFÍ og úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta. Guð- rún átti sæti (fyrstu stjórn FBM 1981-1985 og síðan í trúnaðarráði FBM til ársins 2000. Guðrún lést þann 10. nóvember 2003. 2 ■ PRENTARINN Louis Andersson, einn af áhrifamestu baráttumönnum danskra prentiðnaðarmanna, lést þann 4. júní s.l., 87 ára gamall. Louis fæddist í Randers 1915. Hann var formaður Kaupmannahafnardeildar Dansk Typograf-Forbund frá 1962 til 1979, en á þessum árum unnust margir og merkir sigrar í baráttu danskra prentiðnaðarmanna. Það er ekki ofsögum sagt að hlutur Louis var afgerandi í þessari baráttu. Fáum var lagið sem honum að sameina félagana í réttindabaráttunni og má segja að Louis hafi orðið goðsögn í lifanda lífi. Svo stórt hlutverk lék hann og svo mikillar virðingar naut hann meðal danskra prentiðnaðarmanna. Okkur íslenskum prentiðnaðarmönnum reyndist hann afar vel og var alltaf tilbúinn að aðstoða okkur, hvort heldur var á hinum norræna vettvangi prentiðnaðarmanna ellegar þegar við þurftum á upplýsingum og ráðum að halda í réttindabaráttu okkar. Louis lét ekki einungis að sér kveða í verkalýðsbaráttunni. Hann hafði mikinn áhuga á menningarmálum og sögu og hann skrifaði um tíma sögulega pistla í danska Prentarann. Auk þess var Louis mikill áhugamaður og málsvari danskrar tungu. Með þessum fáu orðum vil ég votta Louis virðingu mína og þakklæti fyrir þau samskipti sem ég átti við hann. Minningin um Louis mun lifa með bókagerðarmönnum og störf hans nýtast okkur um ókomin ár. - Magnús Einar Sigurðsson, Skárv, júni 2003.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.