Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 9
Sl. sumar tóku fimm nemar á upplýsinga- og fjölmiðlabraut þátt í verkefninu Roskilde On- Line 2003 í Danmörku. Tilgangur þeirra var að vinna við Hróars- kelduhátíðina. Prenttæknistofnun, menntamálaráðuneytið og Nordisk Grafisk Union styrktu verkefnið. Alls var 21 þátttakandi frá fjórum löndum: íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Ferðin sem slík var hugsuð sem nokkurs kon- ar starfsnám þar sem þessi 21 manns hópur átti að setja upp og uppfæra reglulega fréttaheima- síðu um menninguna í kringum Hróarskeldu-hátíðina sjálfa. Verk- efninu var skipt í þrennt, hver vinnutöm vika í senn. Verkefnið er aðgengilegt til skoðunar á www.livecamp.dk Fyrsta vikan gekk út á að koma fólki í skilning um hvað væri að eltast við í þessu verkefni, skipt- ing niður í hópa og svo ensku- kennsla eða meira út í þá sálma að kenna fólki að skrifa mann- sæmandi greinar á ensku, þ.e.a.s. upphaf, uppbyggingu, endi, niður- stöðu, viðhorf og þannig hluti. Meira svona almenns eðlis, hlutir sem voru til þess að smyrja hjólin áður en allt færi í gang og gera einfalda beinagrind að sjálfri heimasíðunni. I annarri vikunni var hópnum skipt aftur, í þrjá hópa. Forritun (programming), grafísk hönnun (design) og innihald (content). Öll sú vika fór í það að hver hóp- ur fyrir sig vann eingöngu á sínu sviði við að koma upp heimasíð- unni og þá auðvitað í samvinnu við hina hópana. Þriðja vikan fór svo í að klára alla lausa enda áður en hátíðin byrjaði. Svo þegar hátíðin byrjaði var aftur skipt í upphaflega hópa þar sem fjórir voru saman í hóp, þ.e.a.s. einn frá hverju landi (ffisk- andi niðurröðun). Meginverkefni allra yfir sjálfa Hróarskelduhátíð- ina var að hver hópur átti að fara á vettvang og framleiða þijár til fjór- ar greinar hver fyrir sig á hverjum degi og koma þeim á heimasíðuna. Verkefnið sem slíkt leið svo- lítið fyrir það að það var nú fram- kvæmt í fyrsta sinn en miðað við reynsluleysi af svona verkefnunt og hversu erfitt er að setja upp og framkvæma almennilega á svona stuttum tíma þá tel ég að verkefn- ið hafi tekist vel. Hróarskeldu- hátíðin er vitaskuld hrikalega skemmtilegur vettvangur fyrir svona verkefni og hægt er að segja með vissu að verkefnið verður í framtíðinni bara stærra, flottara og viðameira. Þannig get ég með vissu og öryggi mælt með því að senda út fleiri íslend- inga í næstu Roskilde-Online verkefni og get ég jafnvel trúað því að Danirnir þurfi á okkur að halda, því allavega í þessari ferð vorum við Islendingarnir burðarásarnir í þessu verkefhi. Greinin er byggð á skýrslu Hermanns H. Hermannssonar, nema í Borgarholtsskóla. Myndir tók Eggert Jóhannesson, nemi í 1R. PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.