Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 5
Samhentur hópur í Litla^ JEfDrent Litlaprent er ein rótgrónasta prentsmiðja landsins, stofnuð 1963 og mun stærri en margir halda. Litlaprent er staðsett á Skemmuvegi 4, í 1100 fermetra húsnæði í sama húsi og nýja Byko verslunin. Töluverð endurnýjun á tækjabúnaði hefur átt sér stað hjá Litlaprenti á síðustu árurn og óhætt er að segja að prentsmiðjan hafi nú á að skipa einurn besta tækjakosti landsins miðað við stærð. Þar ber helst að nefna fjögurra lita Heidelberg Speedmaster prentvél ásamt glænýrri brotvél og risaprentara. Hjá iý’rirtækinu starfa 14 starfsmenn og hefur verið ágætis gróska hjá starfsmannafélaginu. Árlega hefur verið farið eitthvað út á land í vorferðir, ásamt því að minni uppákomur hafa verið skipulagðar.T.d. á Litlaprent lið í utandeildinni í keilu þennan veturinn og stefnt er að því að halda næstu árshátíð á erlendri grundu á komandi hausti. Eins og myndirnar hér á síðunni sýna þá hefur ýmislegt verið brallað í þessum ferðum og margt gert sér til gamans. Meðfýlgjandi myndir eru teknar í síðustu vorferð, en hún var farin í bústaði félagsins í Miðdal og heppnaðist vonum framar. Hópnum var skipt í tvö lið og keppt í „Sörvævor Miðdalur 2003“ þar sem rnenn spreyttu sig í ýmsurn greinum.Við skulum leyfa myndunum að njóta sín ... Starfsfólk Litlaprents, efri röð frá vinstri: Styrmir B. Kristjánsson, Helgi Valur Georgsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Magnús Þór Sveinsson, Jónína Ketilsdóttir, Óskar Jakobsson, Georg Guðjónsson, Ómar Kristjánsson. Neðri röð: Garðar Jónsson, Birgir Már Georgsson, Heiga Sigurðardóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Björk Guðmundsdóttir og Erling Sigurðsson. Farið yfir reglurnar fyrir körfuboltann. \h : Byrjað var á reiðtúr hjá Eldhestum. Hér sýnir Hróðmar hvað snýr fram og aftur á fáknum. Anna, Styrmir og Harpa slappa af í sófanum. Omar, Oskar og Magnús hylla fánann.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.