Prentarinn - 01.12.2003, Side 11

Prentarinn - 01.12.2003, Side 11
samt hafa orðið miklar breytingar frá því að ég byrjaði og breyting- arnar eru helstar þær að nú eru miklu afkastameiri vélar og fullkomnari. Fyrst þegar ég byrjaði var miklu meiri handa- vinna. Nú er komin bindigerðar- vél sem gerir bindin. Allar bækur voru settar inn i höndum. Nú er þetta allt vélrænt, svo það er bylting frá því sem var og eins var með pökkunina. Aður var öllum bókum pakkað í sellófan handvirkt en nú eru plastpökk- unarvélar sem gera þetta allt. Þ: Þetta er bara bylting, ef maður horfir á hvernig þetta var gert áður þegar allt var meira og minna gert í höndum. Nú er þetta nánast samfelld vélavinnsla frá saumaskapnum og út í gegn um plastpökkunina. Það er ekki verið að stafla og umstafla sömu bók- irrni aftur og aftur eins og var gert. E: Vinnsla á bók byggðist á mörgum verkþáttum. Fyrst var að gera bindið og svo að taka bókina upp, sauma og límbera og þetta var allt gert handvirkt og svo þurfti að skera bókina og svo var hún sett í ákveðna vél sem rúnnaði og gerði falsinn á kjölinn og síðan var límdur kjölkragi og grisja þar yfir og svo sett í bindi og pressur og allt var þetta gert í höndunum. Ó: Þetta var alltaf sett í press- urnar seinni part dags og tekið úr á morgnana. E: Stærsta upplagið á þessum árum og stærsta verkið fyrir hver jól var Alistair McLean, 10.000 eintök og þótti risaupplag. Ég man líka eftir einu blaði sem var í stóru upplagi og þurfti að hefta og það var heft með gamla laginu í heftivél sem var fótstigin og bara með einum klamma. Örkun- um var stungið saman á borðum og var ein stúlka sem hefti stans- laust. Þetta var Æskan og upp- lagið var 18.000 eintök. Eftir að bókalínan kom þá varð algjör bylting. Núna rennur þetta bara inn í vélina og eftir eina mínútu er allt tilbúið. K: Svo var nú vinna við að búa til bindið sjálft. Það þurfti að líma horn á og gera sér kjöl og klæðningu. Ó: Ég held nú að margir af þessum gömlu bókbindurum Starfsfólk Odda árið 1966. myndu svitna ef þeir sæju hvernig bruðlað er með fólíurnar hérna niðri. Aður var allt nýtt eins og hægt var. J: Hvenær byijar þú héma, Kristín? K: I október '61 þá byrja ég á bókbandinu. J: En hvernig stóð á því að þú endaðir uppi á skrifstofu? K: Ég fór fyrst á símann og síminn var uppi á skrifstofu og svo leiddi bara eitt af öðru. J: Það hafa nú orðið tækni- breytingar í skrifstofuhaldi eins og öðru. K: Stimpilkortin voru tekin 1 hverri viku og taldir saman tím- arnir og þá var alltaf borgað út einu sinni í viku og allt í bein- hörðum peningum og það var nú vegna þess að eftir að við fluttum hingað uppeftir var svo langt í alla banka. Það þurfti að telja í öll umslögin og svo er það 1988 þegar staðgreiðslan er tekin upp að það er farið að borga út mánaðarlega. R: Þetta hefur verið ævintýra- leg vinna að telja í öll þessi umslög. K: Þetta var unnið á fimmtu- dögum og svo var farið í bankann á fostudagsmorgni og þar taldi ég í umslögin með fólkinu í bankan- um. Þau í bankanum vildu að það væri einhver frá okkur líka svo það var tvítalið i öll umslög. Og svo var bara keyrt hingað upp- eftir með fullan bíl af umslögum og svo labbaði maður um og dreifði þeim. Þá þekkti maður fólkið miklu betur. Núna þekkir maður bara nöfnin en ekki öll andlitin. Þetta er aðeins öðruvísi í dag. L: Þetta hafa nú verið tölu- verðar upphæðir sem þú ferðaðist með. Varstu aldrei smeyk við að ferðast með alla þessa peninga? K: Þær voru nú farnar að verða svolítið hræddar um mig þarna í Búnaðarbankanum undir það síðasta, að ég væri ein á ferð. R: Þetta var nú á þeim árum þegar maður sá einhvem pening. Nú eru bara kortin. E: Já og nú eru öll mánaðamót þann 18. L: Og ef það yrði breytt aftur yfir í vikulaun þá ætti maður aldrei fyrir Visa-reikningnum. R: Þetta hefur allt breyst ótrú- lega mikið. Þjóðfélagið er orðið allt miklu tæknivæddara. K: Ætli séu nema svona 15 til 20 ár síðan við tölvuvæddumst fyrir alvöru. Ó: En með allri þessari tölvu- væðingu detta út ýmis skemmti- leg ævintýri eins og þegar einn góður Oddaverji var nýbúinn að fá útborgað og þurfti að fara á klósettið og lét ekkert frá sér veskið og svo þegar næsti maður fór á klósettið á eftir skildi hann Ómar Örn Kristvinsson. PRENTARINN ■ 11

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.