Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 4
Briddsmót FBM hélt sitt árlega briddsmót (tvímenning) þann 9. nóvember, spilað var á fimm borðum. Keppnisstjóri var Guðmundur Aldan. Sigurvegarar mótsins urðu þeir Trausti Finnbogason og Flaukur Hannesson með 101 stig. í öðru sæti Guðmundur Aldan og Sigurður Sigurjónsson með 99 stig og í þriðja sæti þeir Sveinn Þorvaidsson og Gísli Steingrímsson með 96 stig. ASÍ samhykkir aðiid FBM í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu um aðiid að ASÍ samþykkti trún- aðarráð félagsins að senda inn aðildarumsókn. Þann 10. desember s.l. samþykkti miðstjóm ASÍ einróma umsókn FBM frá og með þeim degi og leggur til við ársfund á næsta ári að aðildin verði staðfest. Félagsmenn samþykktu að sækja um aðild að Alþýðusambandi íslands í allsherjarpóstatkvæðagreiðslu í nóvember. Félagið hefur staðið utan sambands launafólks allt frá sameiningu þriggja félaga í Félag bókagerðarmanna árið 1980. Á kjörskrá voru 1186 og greiddu 450 atkvæði eða tæplega 38%. Atkvæði skiptust á eftirfarandi hátt: Já sögðu 347 eða 77,1% og nei sögðu 91 eða 20,2%, auðir og ógildir voru 12 eða 2,7%. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar um atkvæðagreiðsluna þurfti samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða til að aðild teldist samþykkt. Sæmundur Árnason t.h. afhendir Grétari Þorsteinssyni forseta ASÍ umsókn FBM 19. nóvember s.l. Haraldur Haraldsson. Ögmundur Kristinsson skákmeistari FBM 2003. HraðBkákmót Árlegt skákmót FBM var haldið þriðjudaginn 16. desember. 8 þátttakendur mættu til leiks. Ögmundur Kristinsson vann mótið glæsilega með fullu húsi vinninga eða 14 vinningum af 14 mögu- legum, í öðru sæti var Georg Páll Skúlason með 10 vinninga og Jón Úlfljótsson var í þriðja sæti nteð 10 vinninga. Tefldar voru 5 mínútna skákir, allir við alla, tvöföld umferð. Jólakatfi Eldri félagsmenn FBM og rnakar þeirra komu saman í félags- heimilinu sunnudaginn 14. desember í jólakaffi. Boðið var uppá lifandi músik og upplestur úr nýútkominni bók um Dalamenn. Jakob Viðar Guðmundsson, prentsmiður og prentnemi í Odda, spilaði ásamt Snorra félaga sínum við góðar undirtektir gesta. Óskar Guðmundsson las uppúr bókinni Steinólfur. 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.