Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 7
og vændiskonu sem er að fara á fjörurnar við sinn fyrsta kúnna. Eg gekk niður í bæ með 20 eintök í tösku og ætlaði á Sólon en einhverra hluta vegna gekk ég framhjá Sólon og var kominn upp hálfan Laugaveginn þegar ég sneri við og herti upp hugann, það var að duga eða drepast. Einhverra hluta vegna hitti ég ekki á Sólon og var kominn niður á Lækjargötu þegar ég sneri aftur við, gekk upp Bankastrætið, snaraði upp hurð- inni á Sólon, gekk að fyrsta borð- inu þar sem einhveijir leikarar sátu og rétti þeim gripinn. Þeir opnuðu bókina, flettu auðvitað upp á versta ljóðinu, uppfyll- ingarljóðinu sem var næstum dottið út í síðustu próförk en fékk að fljóta með svo bókin næði 48 síðum. Einn maður las það upphátt. Eg roðnaði og sýndi þeim annað sem væri betra, þau lásu það, jú sei sei, það var skárra, þau jánkuðu og keyptu verkið, kannski af samúð írekar en ljóðaáhuga. Þetta var hræðilegt en ég fann hvemig siggið myndaðist, fyrsta skrefið hafði verið tekið, ég varð harðari, þoldi meira grín og gagnrýni og tómlæti og gerðist ósvífnari. Dúkkaði upp alveg „óvænt“ í saumaklúbbi hjá mömmu og losnaði við 10 ein- tök, sendi alla síðan með 10 eintök í vinnuna í umboðssölu, gott ef ég var ekki kominn með vísi að píramídasölu! Enginn slapp, fjarskyldar frænkur fengu óvæntar hringingar, peningamir streymdu inn og bækurnar skófluðust út og skyndilega þurfti að prenta aðrar 400 bækur og þá varð ekki aftur snúið. Maður var kominn í bransann, sat eins og mafíósi og taldi peninga við eldhúsborðið, harðsvíraður ljóðabraskari með 300.000 kall í skókassa og rétt fyrir jólin gekk ég niður Laugaveginn og hitti á töfrastund, seldi 30 bækur á klukkustund, var skyndilega með 30.000 kall í vasanum og fór strax inn í næstu búð og keypti rándýran kjól handa konunni minni í jólagjöf. Ég var ríkur, ég var grand og gráðugur. Aldrei aftur skyldi ég leggja hellur fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Seinna hef ég horft upp á kunn- ingja slysast til að fara að selja Herbalife eða sambærilegar vörur. Þeir líta ekki lengur á fólk sem félagsskap heldur mögulega viðskiptavini, þeir afþlána samtöl og kaffisopa þar til þeir finna tækifærið til að selja manni vör- una. Þannig var ég. Allir voru mögulegir kúnnar, ljóðneytendur, handritið mitt en þá bað hann mig um að hinkra aðeins, einhveijir voru búnir að sjá ljóðabókina og einn væri að lesa yfír smásögurnar og þótt ég væri kominn á bragðið þá freistaði manns virðingarstimp- illinn: Mál og menning. A undanfömum ámm hef ég hitt unga höfunda ffá ýmsum heimshornum, meðal annars unga norræna höfunda sem voru í rit- höfundaskóla í Svíþjóð. Ég spurði þá út í ljóðabransann hjá þeirn, hvað menn væru að selja mörg eintök í svona stórum löndum. Svörin vom á svipaða leið, ljóðabækur hjá bókaforlögum seljast í 200-300 ein- tökum. Maður hálf stundi, hvort sem það voru gamlar frænkur eða gamlir kunningjar, nágrannar eða vinafólk foreldra minna þá beið ég alltaf eftir sölu- tækifærinu. Ég var orðinn harðari bisnessmaður en vinir mínir sem voru hálfhaðir með viðskipta- fræðina. Ég hafði gengist undir herskyldu íslenska skáldsins, eld- skírnina og eftir það gengur mað- ur óttalaus inn í þessa hít sem islenskt bókmenntasamfélag er. Ég fór um síðir upp í Mál og menningu til að láta Halldór út- gáfustjóra fá ljóðabókina og sækja 200 -300 bækur í 9 milljóna rnanna landi! Hveijar eru líkurnar á því að hitta lesanda? Hafa þá vinir ykkar og ættingjar lesið bókina? Nei, var oftar en ekki svarað. Einhver ungskáldanna voru að leita að útgefanda og ef þau fyndu ekki útgefanda ætluðu þau að finna sér eitthvað annað að gera. Ég spurði eins og vonlegt var, af hverju gefurðu ekki út sjálfur? Hugmyndin hafði ekki hvarflað að þeim. Einn spurði, má maður gera það? Eins og það væri eitthvert ríkiseinkaleyfi á prentun. Aðrir sögðust ekki hafa látið sér detta það í hug, sögðu að það væri eflaust ekki talið vinsælt, það væri asnalegt, það væri bara ekki inni í myndinni. Sumir sögðust ekki leggjast svo lágt að koma nálægt sölumennsku eða slíku skrumi. Ég hugsaði aðeins út í þetta og áttaði mig á því hvað herskylda íslenska skáldsins er hollur skóli. Menn tala oft um firringuna í nútímanum þegar fólk hefur ekki yfirsýn yfir framleiðsluferlið, menn skrúfa eina skrúfu í eitt- hvað en vita ekki hvort það er stóll eða borð en hérna fær mað- ur yfirsýnina strax. Maður ræðir við prentarann, setjarann og bók- bindarann, maður hannar útlitið eða finnur einhvern til að gera það, maður borgar og selur og dreifir og hefur allt á sinni könnu. Maður veit hvað þetta er harður bransi. Maður þarf að vekja á sér athygli og veiða les- endur og maður þéttselur sínum nánasta ranni. Hver einasti kjaftur í seilingarfjarlægð hefur fengið í hendur ljóðabók og menn hafa skoðun á henni, gefa manni bein viðbrögð. Maður finnur strax að skáldið þarf ekki að yrkja út í tómið. Maður getur ekki sett upp merkissvip og sagst vera hafinn yfir alþýðuna, kápu- hönnun eða sölumennsku. Þegar maður kemur síðan inn í stórt forlag þá lætur maður ekki plata sig, maður veit hvað hlutirnir kosta, lamineruð kápa, saumaður kjölur, fræst og límt, spjöld eða kilja. Ég held að þessi menning, ljóðskáldið sem gefur sjálft út sína fyrstu bók, sé verðmætari en menn gera sér grein fyrir, þarna verður til samband og samhengi sem virðist vera sjaldgæft í okkar verkskipta heimi. Prentarinn neyðist til að eiga við draum- lynda fólkið sem verður jafnvel í framtíðinni ein af sterkustu stoð- um þess iðnaðar sem hann lifir á og skáldið skynjar samhengið í samfélaginu, gangverkið og alla vinnuna sem innt er af hendi áður en orðin komast úr höfði manns til lesenda. Ljóðskáldið getur borið höfuðið hátt og finnst það vera hluti af samfélagi og at- vinnugrein, gott ef ekki undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar. PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.