Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 6
Bókmenntirnar bjarga mannslíf-
um, á því er enginn vafi. Það er
alltaf ákveðinn hluti manna í
hverju samfélagi sem fæðist með
þá gáfu að geta veitt úr loftinu
sögur, ljóð og hugmyndir og
hefur alveg stjórnlausa þörf fyrir
að koma þeim frá sér. Aður fyrr
fór slíkt fólk á vergang, eða þá að
hugmyndirnar kölkuðust í heilan-
um og andinn hreinlega bognaði
undan öllum óortu ljóðunum. I
dag verða bókmenntirnar farveg-
ur fyrir slíkar manneskjur, menn
geta byggt upp heima og brotið
þá niður, skapað persónur sem
kljást við drauma og þrár og
hvatir og tilfinningar sem lesand-
inn samsamar sig við og þegar
best tekst til þá kemst fólk að því
að bókin bjargaði ekki aðeins lífi
höfundarins heldur lesandans
lika. Bækumar setja hluti í sam-
hengi, gera hið óskiljanlega skilj-
anlegt og stundum öfugt, hið
skiljanlega óskiljanlegt, hið
staðnaða og venjubundna verður
fáránlegt. Bókmenntir eru mátt-
ugt tæki, raunveruleikinn er nefni-
lega stórlega ofmetinn. Skáldin
geta speglað samtímann, endur-
skrifað fortíðina, gert hana glæsta
eða hræðilega eftir því sem þeim
sýnist. Gott skáld getur kippt fót-
unum undan raunveruleikanum
með nokkrum pennastrikum.
Hvað var borgin annað en sollur
og pestarbæli áður en Tómas
byrjaði að yrkja? Það fer allt eftir
þvi hvernig við orðum hlutina.
En það er auðvitað ekki vanda-
| 6 ■ PRENTARINN
herskyldan
Andri Snær Magnason
laust að gefa út bók. Það er þó
skárra en að vera til dæmis kvik-
myndagerðarmaður. Ef ég hefði
valið þá braut væri ég ennþá að
berjast við að fá 3 milljarða til að
koma Sögunni af bláa hnettinum
upp á tjaldið og þá ætti ég eftir
að fá 10 milljarða til að hola
Hraundranga að innan fyrir tökur
á nýjustu sögu minni. Þannig
væru bókmenntirnar í dag ef
prentararnir hefðu ekki komið
okkur til bjargar. Hefðu prentarar
ekki komið til sögunnar væri ég
ennþá að safna fyrir sútun á 100
kálfskinnum til að skrifa niður
þótt ekki væri nema eitt eintak af
nýjustu skáldsögunni minni og
allir myndu súpa hveljur þegar ég
segði þeim að draumurinn minn
væri að gefa hana út í 1000 ein-
tökum. 1000 eintök? Það eru
100.000 kálfar! Þú ert geðveikur!
Þótt maður hafi handfjatlað
bækur alla ævi þá skildi maður
aldrei þann galdur sem fór ífam
inni í prentsmiðjunni og vissi í
rauninni alls ekki hvernig bók varð
til þótt maður hefði að vísu ein-
hvem grun um það. Eins og margir
hafði ég verið að semja ljóð og
smásögur frá unglingsárum, vissi
innst inni að þetta væri brautin sem
ég vildi fara. Eg féll í læknisfræði
og féll síðan aftur í persónuleika-
prófi flugumferðarstjóra og þá lá
beinast við að fara í íslensku og fá
rými til að halda áfram skriftum.
Sögumar hlóðust upp og haustið
1995 var ég kominn með handrit
að smásagnasafni og ljóðabók og
það var að duga eða drepast, láta
þetta daga uppi í skúffunni minni
eða láta reyna á heimsfrægðina.
Eg mannaði mig upp og arkaði
upp í Mál og menningu til að
hitta Halldór Guðmundsson út-
gáfustjóra. Þetta var mánudags-
morgunn í október, Halldór var
þreytulegur að sjá og ég fann að
hann var dálítið sorgmæddur að
hitta þama enn eitt ungmennið
sem kæmi þangað í þeim eina
tilgangi að láta hafna sér, hann
tók með semingi við handritinu,
talaði urn erfiðleika í samfélag-
inu, niðurskurð, blankheit, lágt
gengi krónunnar, verðbréfavísi-
tölu, viðskiptajöfnuð, vöruskipta-
jafnvægi og eitthvað fleira. Hann
opnaði síðan stóran skáp svo
brakaði í og skellti handritinu
ofan á það sem mér sýndist vera
metersþykkur bunki af brostnum
draumum, síðan stundi hann án
þess að líta upp, talaðu við okkur
eftir nokkra mánuði ef þú hefur
ekki fengið svar.
Hann var ekki beinlínis dóna-
legur en eftir því sem ég var
kominn lengra niður Laugaveg-
inn þá miklaði ég fyrir mér tóm-
lætið og dónaskapinn og gæði
handritsins sem ég kom með
hinsvegar og hugsaði sem svo:
„Hvernig getur hann leyft sér að
taka svona á móti manni sem
hann veit ekkert hvað býr í?"
Þannig að ég ákvað á þeirri
stundu að láta prenta ljóðabókina
í jafn miklum gæðum og Mál og
menning hefði gert það, afhenda
Halldóri verkið og segjast vilja fá
handritið að smásögunum til
baka. Eg æfði í huganum ýmis
tilbrigði við ffasa sem ég ætlaði
að nota til að koma út eins og
sannur töffari og ég ákvað líka að
það væri einmitt gott að gefa út
sjálfur. Þórður Helgason skáld og
kennari og vinur foður míns hafði
gefið út allar sínar ljóðabækur
sjálfur, þannig hafði Einar Már
byrjað og í rauninni flest skáld á
íslandi sem náðu einhverju ntáli.
Það væri eiginlega herskylda
íslenskra skálda.
Mér fannst samt stimpillinn,
„Bókin er gefin út á kostnað höf-
undar“ alltaf eitthvað aumkunar-
verður þannig að ég bjó til for-
lagsnafh til að menn héldu að ein-
hver annar en höfundurinn hefði
haft trú á bókinni. Forlagsnafnið
átti að vera traust og virðulegt,
gamalgróið, ef ekki kunnuglegt:
Nykur hét forlagið með mynd af
hesti með aftursnúna hófa. Eg
plataði hann Gogga í Litlaprenti
til að prenta gripinn vegna þess að
hann er giftur inn í móðuríjöl-
skyldu mína og þar af leiðandi
eini prentarinn sem ég þekki.
Þar með varð ekki aftur snúið,
ljóðin sem alltaf höfðu verið að
taka breytingum fimm árin þar á
undan urðu fost og óbreytileg og
stóðu skyndilega gegnumlýst á
filmu á ljósborði á meðan kápan
rann úr vélinni hjá þeim og fyrr
en varir var allt komið niður í
Flatey í bókband þar sem maður
kom reglulega til að þrýsta verk-
inu gegnum flöskuhálsinn og svo
skyndilega stendur maður heima í
stofu, 100.000 krónum fátækari en
þremur kössum rikari af ljóða-
bókinni „Ljóðasmygl og skálda-
rán“. Þvílík vitleysa! Maður hafði
varla svo mikið sem sýnt nokkr-
um manni verkin sín og er skyndi-
lega með 400 stykki á stofugólf-
inu, maður hafði varla svo mikið
sem sagt frá því að maður væri að
yrkja yfirleitt, hvað þá staðið upp
á mannamótum til að lesa en
þarna varð ekki aftur snúið. Ef ég
vildi fá þennan 100.000 kall aftur
varð ég að gjöra svo vel að
pranga verkinu inn á að minnsta
kosti 100 manns. Mér leið eins