Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 19
 Canon plötu, filmu eða annarra efna þar sem mannshöndin kemur nálægt). Sem dæmi getur maður prentað eitt eintak af Prentaranum í full- um gæðum beint frá tölvu án allra hjálparefna. Til eru fjölmargar vélar, tól og tæki sem menn vilja skilgreina sem „stafrænar prentvélar“ og prent þeirra sem „stafræna prent- un“ en stafrænar prentvélar eru margar og misjafnar hvað varðar gæði og eíhisnotkun. Vélarnar eru allt frá arka-, rúllu- eða iðn- aðarvélum sem prenta á ýmis efni svo sem plast fyrir parket- prentun og húsgögn sem sjá má inni á fjölda heimila. Efnisnotkun er einnig misjöfn og ýmis efni/tækni eru notuð til flutnings tóners, bleks, farva og annarra efna að prentfleti. Ink-jet, Spray Jet, Continuous ink/Electronlnk, Thermal, solid ink, Toner. Ink-jet: Bleksprautu prentari sem sprautar bleki á blaðið eða efnið. Continuous ink: Farvi/blek flutt á móttækilegan flöt sem áffarn flyst á blaðið eða efnið. Thermal: Litur fluttur með filmu yfir á blaðið eða efnið, þrykkt á með hita, yfirleitt rúllu- vélar sem flytja einn lit í einu. Solid ink: Svipuð tækni og notuð er við ink-jet prentara. Toner: Sérstök tromla er raf- hlaðin og dregur að sér toner og flytur á pappír eða efnið. Einnig: Dye Sublimation, og wax/resin transfer sem eru svipuð tækni og thermal. Stafræn ógn eða ekki - með tilkomu stafrænna prentvéla hefur prentun aukist til muna, stafræn tækni hefur gjörbreytt prentmarkaðinum. Því er hún ekki ógn heldur vaxtarbroddur sem enginn ætti að Iáta ffam hjá sér fara. Markaðurinn hefur stækkað með tilkomu stafrænnar prentunar. Sem dæmi: lítil upplög í lit, markpóstur, risaprentun, borðaprentun og prentun við pöntun er staðreynd sem við sáum ekki fyrir 7 árum. Helstu breytingar nú og næstu tvö ár Meiri hraði. Meiri gæði, áferð mun líkjast eða verða sú sama og offsetprentun. Lægri rekstrarkostnaður. Ný kynslóð af tóner, tóner og framkallari saman. Minna viðhald. Öruggara register. Betri og hraðvirkari rippar. Hewlett Packard, Xerox, Xeikon, Océ hafa gefið út yfir- lýsingu um að þeir muni verða tilbúnir í sölu lausblaðavéla sem keyra 8.000-12.000 blöð á klukkutíma og rúlluvéla sem keyra 18.000 blöð á klukkutíma innan tveggja ára. Stafræn prentun Ef prenta á: Bók í 10-100 eintökum Hraðþjónusta innan 8 tíma Persónuprentun Upplag undir 200 stk. Upplag 500-2000 stk. Upplag yfir 5000 stk. Offset nei nei nei nei j á / n e i já 5 nei. 2 já. Stafrænt já já já já já nei 5 já. 1 nei. PRENTARINN ■ 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.