Prentarinn - 01.12.2003, Síða 17

Prentarinn - 01.12.2003, Síða 17
lesson. ivanui Grétar Sigurðsson. irtþórsson ag tdili ir Jóhannesson ' 1 órleifur HjörtþqrsSfn Jam-klúbburinn er klúbbur nokkurra bókbindara sem hafa það að áhugamáli að viðhalda handverkinu í bók- bandinu. Þessi félagsskapur var stofnaður 1. október árið 1989 og hefur hann tekið þátt í bókbandskeppnum og sýn- ingum víða. Til klúbbsins var stofnað eftir námskeið í bók- bandi, gerð spjaldapappírs o.fl. sem haldið var í Iðnskól- hun verður opnuð 15. septem- ber 2004 í Stokkhólmi og geng ur hún svo á milli Norðurland- anna og verður í Reykjavík í maí-júlí 2005. anum í Reykjavík haustið 1989 á vegum Félags bókagerðar- manna. Leiðbeinendur voru tveir danskir listamenn á þessu sviði, þeir Jacob Lund og Arne Moller Pedersen og er nafn klúbbsins dregið af upphafsstöfum þeirra. Kom fram áhugi í klúbbnum á þvi að halda félagsskapnum áfram og varð úr að húsnæði bókbandsdeildar Iðnskólans var fengið til afnota, með aðstöðu til vinnu fyrir þá sem það vildu. Þau hittast einu sinni í mánuði og bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu og heimsóttum við þau eitt kvöldið og fengum að taka nokkrar myndir og spurðum jafnframt tíðinda og þá kom fram að það helsta sem er á dagskrá er norræna bókbandskeppnin, en Sigurþór Sigurðsson og Ragnar Einarsson. Helsti viðburðurinn á þessu ári er það að Konunglega sænska bókasafnið hefur beðið Sigurþór Sigurðsson um að binda fyrir sig eina bók, sem hann er þegar búinn að taka á móti, en þeir ætla að safna bókbandi eftir bestu bókbindara á Norðurlönd- um. Síðan hefur hann fengið boð frá þeim um að halda þar fyrirlestur. Sigurþór hefur oft tek- ið þátt í heimskeppnum í bók- bandi sem m.a. Frakkar og Italir hafa staðið að, en þetta hefur ekki farið mjög hátt nema í okkar hópi. Þess má að lokum geta að bók- bandsdeildin við Iðnskólann tók til starfa aftur um áramótin 2002- 2003 eftir að hafa legið i dvala um tveggja ára skeið. Jakob Viðar Guðmundsson PRENTARINN ■ 17

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.