Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 15

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 15
Arie Von Tilborg deildarstjóri margmiðlunarsviðs GLR við eina af Einn af kennurum GOC við prenthermi stofnunarinnar. tölvustofum skólans. Menntamál á framhalds- skólastigi, VBGI Á þeirra vegum er eftirfarandi: • Prófhefndir (certification committees) • Mat á fyrra námi • Þróun á námi á framhaldsskólastigi í grafískum greinum • Stikla/brú milli menntastiga Starfslvsingar hjá starfsfólki í prentiðnaði (Vocational conipe- tence profiles) Slíkar starfslýsingar eru gerðar reglulega, á þriggja ára fresti eða svo. Það er gert til þess að kom- ast að því hvort starfsgreinar séu inni á sínu sviði. Starfslýsingarn- ar eru einnig notaðar til að upp- færa kröfur í iðnnámi. Sérffæði- nefhdir úr iðnaðinum semja þær starfslýsingar en menntamála- ráðuneytið borgar fyrir vinnuna. GOC tekur út fyrirtæki og metur hvort þau séu hæf til þess að taka nema í vinnustaðanám. Þar þarf að vera leiðbeinandi sem er á launum hjá fyrirtækinu. Eng- inn sjóður er til styrktar lærdóms- fyrirtæki. Spurt var hvort fyrirtæki yrðu oft fyrir því að missa nema þegar þeir ljúka námi. Því var til svarað að fyrirtækin yrðu að finna leiðir til að halda starfsfólki með því að gera vel við það. Ef áhugi er að halda í starfsmanninn er yfirleitt búið að ná samningum um áframhaldandi vinnu þegar náms- samningur er úti. Atvinnumarkaðurinn Félagsfræðingur sinnir rannsókn- um á vinnumarkaðnum í grafíska geiranum. Spurningin var „em- ployability" þar sem starfshæfni starfsmanna er skoðuð og reynt að bæta það sem betur má fara. GOC gefur út blað á þriggja mánaða fresti þar sem tekin eru fyrir mál sem skipta starfsmann- inn máli. Félagsmenn njóta tiltekinnar leiðsagnar, s.s. þjálfunar fyrir starfsmannaviðtöl, og við fyrstu skrefin í tölvum. Starfsmenn eldri en 40 ára eiga kost á starfsþróun- arviðtölum á kostnað atvinnurek- andans (bundið í kjarasamningi). „Fyrirtæki sem menntaumhverfi“ GOC útbýr þjálfunaráætlanir fyrir fyrirtæki og veitir starfs- mannastjóra ráðgjöf um ýmis mál. Flvert fyrirtæki, sem óskar eftir þjálfunaráætlun, fær tvo fría daga við vinnu við menntastefnu fyrirtækja. Ekkert samningsbund- ið fri er fyrir starfsmenn þegar þeir sækja námskeið. Meginmarkmið verkefnisins eru að: • Auka starfshæfni • Breikka sjóndeildarhringinn, auka fjölbreytni í störfum • Veita starfsþróunarráðgjöf, 40 ára og eldri eiga rétt á slíkri aðstoð • Búa fólk undir frammistöðu- viðtöl • Námskeið í samskiptum starfs- fólks og stjómenda Starfsmenn 55 ára og eldri þurfa ekki að vinna eftirvinnu og em ekki gjaldgengir í vaktavinnu. I sumum tilvikum hefur verið geng- ið of langt í að vemda starfs- manninn að mati fulltrúa GOC. Goðsagnir um eldri starfsmenn: • Minni framleiðni -> rangt • Meira frá vinnu -> gæti verið rétt, t.d. alvarleg veikindi • Vita minna um tækni -> mismunandi • Vilja fara fyrr á eftirlaun -> rangt, sumir vilja vinna áfram en fá ekki Kvnningarmál Stjórnendur GOC hafa tekið þá ákvörðun að öll hönnun sé unnin á auglýsingastofu sem hannaði útlit stofnunarinnar. Starfsmenn verða að fylgja staðli sem settur hefur verið hvað varðar allt efni sem stofnunin sendir frá sér. Sem dæmi má nefna að glærur, sem starfsmenn nota sem kynningar- efni, em allar byggðar á sama sniðmátinu. Fagmenntun á öllum skólastigum Listaháskólinn HKU HKU er háskóli á hönnunarsviði sem útskrifar nemendur með BA gráðu og býður MA nám í sam- vinnu við Open University of England. Skólinn starfar í Utrecht og í Hillversum. Utibúið í Hill- versum var heimsótt en þar eru miðlunargreinar kenndar. Stað- setning skólans helgast af því að Samkomusalur HKU er mjög skrautlegur. PRENTARINN ■ 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.