Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 8
Dimma limm Dimmalimm íslensku myndskreytivcrðlaunin 2003 (slensku myndskreytiverölaunin Dimmalimm 2003 voru veitt í Gerðubergi í annað sinn mánudaginn 8. desember við hátíðlega athöfn. Erindi dómnefndar Dimmalimm- verðlaunanna við afhendingu þeirra. Bókauppskera ársins 2003 sýnir ótvírætt að við höfum eignast vaskan hóp texta- og myndhöf- unda sem hefur öll tök á þeirri list að segja bæði smáfólki og eldri börnum sögur og ævintýri. Ef verk þessa hóps eru borin saman við frásagnir og myndir í þeim bókum erlendra starfs- bræðra þeirra sem íslenskaðar hafa verið á undanfornum árum, sést að við þurfum ekki að bera minnsta kinnroða fyrir íslenskri barnabókaútgáfu. Dómnefnd vegna Dimmalimm- verðlaunanna, sem í sátu Aðal- björg Þórðardóttir frá Félagi ís- lenskra teiknara, Kalman le Sage de Fontenay frá Myndstefi og undirritaður fyrir hönd Gerðu- bergs, gaumgæfði hátt á þriðja tug nýrra myndskreyttra bóka fyrir börn og unglinga. Markmið nefndarinnar var að hafa uppi á bókum þar sem myndir og texti ynnu saman, mynduðu órofa heild í frásögninni. Þar með duttu óhjákvæmilega út ýmsar bækur með ágætu lesefni og glæsilegum kápum eftir íslenska listamenn, þar sem myndefnið birtist fyrst og fremst sem eins konar viðauki við textann eða uppfylling, ekki samofið frásögninni. Eitt er einkenni á þeim fimm barnabókum sem dómnefhd þótti mest til um, nefnilega að sami aðili vélar þar bæði um texta og myndir. Ef til vill er þar komin uppskriftin að hinni fúllkomnu barnabók. Og þótt ein þessara bóka, teiknimyndasagan Blóðregn eftir Ingólf Öm Björgvinsson og Emblu Yr Bárudótmr, sé að sönnu byggð á Njálu, þá eru áðurnefndir höfúndar ábyrgir fyrir gagngerri umritun hins sögufræga texta. Aðrar bækur á þessum úrvalslista em Mánasteinar í vasanum eftir Brian Pilkington, Eg vildi að ég væri eftir Önnu Cynthiu Leplar, Eggið eftir Áslaugu Jónsdóttur og Leyndarmálið hennar ömmu eftir Björk Bjarkadóttur, en sérhver þessara bóka heftir sinn sérstaka stíl og opnar lesendum leið inn í nýjan heim. I leiðinni er sjálfsagt að geta þess að allar bækurnar fimm era ættaðar úr barnabóka- deild Máls og menningar, sem hlýtur að teljast rós í hnappagat þess forlags. Dómnefnd vegna Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunanna, hefúr í ár ákveðið að veita Brian Pilkington verðlaunin, 300.000 krónur, fyrir bamabókina Mána- steinar í vasanum. Þessi bók ber ýmis þau einkenni sem gert hafa Brian Pilkington að einum ástsæl- asta höfúndi mynda í íslenskum bamabókum frá upphafi. Má þar helst nefna frábærlega vandaðan og auðþekkjanlegan frásagnarstíl hans, grundvallaðan á ítarlegri heimildavinnu, næmt auga hans fýrir hinu skoplega og ævintýralega í hversdagslegri tilveru og ríkulegt skynbragð hans á dramatíska ffarn- vindu í hverjum bókartexta sem hann er með undir. Síðast en ekki síst má nefna mannúðlegan boð- skapinn sem birtist í myndum hans, þar sem veröldin er iðulega skoðuð frá sjónarhóli þeirra sem ekki eiga sér málsvara. Sýningin „Þetta vilja börnin sjá!“ er á neðri hæð Gerðubergs og myndir Brians eru meðal þeirra mynda sem á sýningunni eru. Sýningin stendur til 11. janú- ar og er öllum opin. Að verðlaununum standa: Penninn, Félag íslenskra bókaút- gefenda, Myndstef, Gerðuberg og Félag íslenskra teiknara. Við ósk- um Brian Pilkington til hamingju með verðlaunin. 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.