Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 12
Björgvin Benediktsson. ekkert í hvað það gekk illa að sturta niður en þá var veskið í klósettinu. Seðlarnir voru bara teknir og hengdir uppá snúru til þerris. J: Hvenær byrjar þú hérna, Óli? O: Eg byrja hér í mars 1966. J: Byrjarðu þá sem nemi? Ó: Nei, ég kláraði að læra í Leiftri og vann í nokkra mánuði í fyrirtæki sem hét Bikarbox sem var niðri á Vatnsstíg en sótti svo um vinnu héma og fékk hana og byrjaði í Odda uppi á Grettisgötu og náði síðasta árinu þar og ég man alltaf eftir því að eitt fyrsta verkið sem ég lenti í að prenta var Biblían og af einhverjum haugslitnum stereotýpu klissjum og þetta voru ijórar og fimm til- réttingar sem þurfti til að ná letr- inu upp og svo var þetta prentað á næfurþunnan pappír. Þetta var rosaleg vinna og einhver hefði orðið pirraður í dag yfir öllum þeim tíma sem fór í að koma forminum af stað. En þetta var mjög skemmtilegur tími. Þ: Ég efast nú um að menn í dag viti hvað tilréttingar eru. Helgi Kr. Jónsson var algjör sérfræðingur í tilréttingum. Ó: Ég hef oft sagt það að ég lærði ekki prentverk fyrr en ég kom í Odda og fékk Helga við hliðina á mér. Hann tók mig í gegn og kenndi mér hvernig átti að gera þetta. Tilréttingar, þá er pappír á sílendemum á prent- vélinni í mörgum lögum og svo setti maður inn jafnmargar arkir og þurfti til að fá letrið til þess að verða alveg slétt og eins og í þessu tilfelli þá voru settar fjórar arkir inn af þeim pappír sem maður ætlaði að prenta á og svo var þrykkt af og þá sá maður | 12 ■ PRENTARINN hvar vantaði meiri pressur undir og þá var límdur næfurþunnur pappír og skorinn út. Það var byrjað á því að fara inn í sérstakan skáp sem var með ljósi og þar horfði maður á örkina og teiknaði aftan á hana og það var kalkipappír undir þannig að þetta kom réttum megin á. Og svo þurfti maður að skera og þegar voru ljósmyndir þá þurfti maður að líma undir dekkstu fletina og kanske létta á jöðrun- um af því þetta voru allt zink klissjur, til að fá ekki brúnirnar skarpar. Þetta var mikil vinna að undirbúa svona. Þetta kunni ég ekkert þegar ég kom í Odda. Þótt ég hefði klárað námstímann í Leiftri þá var þar maður, Oliver Guðmundsson og hann var algjör snillingur í að stilla setjaravélina og maður þurfti aldrei að tilrétta, satsinn var alltaf sléttur og finn. Þ: Ég held að það sé hluti af velgengninni í gegnum tíðina að menn voru ekkert að stytta sér leið í þessu. Það er rosalega freistandi að sleppa tilréttingum og keyra bara. Menn lögðu mikið upp úr þessu og eyddu töluverð- um tíma í svona nostur en voru svo aftur þekktir fyrir gæði fyrir bragðið á þessum tíma og menn hafa reynt að halda i það. Ó: Þetta var ekki bara í bóka- prentuninni heldur líka í eyðu- blöðunum. Þegar ég kem í Odda þá voru komnar þessar rúlluvélar sem prentuðu samhangandi eyðu- blöð og mesta vandamálið í þeim var að fá satsinn til að vera kjurran því þetta var sett upp í blýstrikum og kvaðrötum og kvaðratarnir voru blýkubbar sem voru settir til að fá réttu stærðina, þeir áttu það til að skríða til og þeir gengu upp og fóru þá að Ragnar Kristjánsson og Elis Stefánsson. prentast líka. Þetta kostaði mikla nákvæmni í uppsetningu. Það mátti engin spenna vera á þessu. Mér er alltaf minnisstætt að Ingimar Jónsson var á þessum vélum og hann hafði lent í nriklu basli með einhvern form sem var allur út í blýlínum úr setjaravél- um og koparstrikum og það var alltaf eitthvað að koma upp og þá þurfti náttúrulega að stoppa og þá þurfti að skera í sundur vegna þess að strekkingin fór þá af pappírnum en venjan var að hafa 500 stykki í pakka út af tölvun- um en þetta var allt komið í smá búta. Þá sagði karlinn „Þegar ég er orðinn gamall maður og hættur að geta hugsað þá ætla ég að verða handsetjari." L: Oddi hefúr ábyggilega fengið mikið af verkum í gegnum tíðina vegna þess hve vel þar var prentað. Ó: Mesta byltingin í prentinu var þegar við fórum á Bræðra- borgarstíginn og fyrsta offsetvélin kom. Þá þurfti ekkert að tilrétta lengur. Þetta var allt innifalið. J: Raggi, þú varst eitthvað í þessu? R: Jú, mig minnir að ég hafi byrjað í Odda í maí '69 og þá með tilkomu offsetvélarinnar. Þá var ég að læra offsetprentun og átti eftir níu mánuði, var búinn að læra hæðarprentun. Ég er fyrsti maðurinn sem fer úr hæðar- prentun og yfir í offsetið Ó: Og kallaður Júdas og svikari af trukkurunum. Að þú skyldir taka þátt í þessu vatnssulli. R: Já ég man eftir því að Baldur Eyþórsson réð mig með því for- orði að ef lítið yrði að gera í offsetinu þá mætti hann færa mig yfir í trukkið. Það skeði nú aldrei en ég upplifði þarna mjög skemmtilega tíma í breytingum i prentinu. J: Var mikill rígur á milli? R: Já það voru Grafíska sveinafélagið og Hið íslenska prentarafélag og það var mikill rígur þarna á milli en við höfðum gífúrlega mikið að gera. Þegar vélin var keypt þá var ekki við- snúningsbúnaður í henni, það var ekki búið að fullþróa hann, svo þetta var bara annars vegar prentun. Þ: Þetta var eina vélin sem var hægt að finna á þeim tíma sem

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.