Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 3
Leiðari Kjarasamningar Félagsmenn í Félagi bókagerðar- manna samþykktu í allsherjar- atkvæðagreiðslu, sem fram fór í byrjun nóvember, að sækja um aðild að Alþýðusambandi íslands. Þegar niðurstaða lá fyrir sam- þykktu stjórn og trúnaðarráð félagsins að senda inn aðildarum- sókn þar sem óskað yrði eftir beinni aðild að ASÍ. Umsókn okkar var lögð fyrir miðstjórn sambandsins og sam- þykkt á miðstjórnarfundi þann 10. desember. Eg vænti þess því nú að 23 ára deilum innan félagsins um ASÍ sé lokið með fullri sátt allra félags- manna. Með aðild fáum við nú fullan aðgang að starfsemi sam- bandsins til hagsbóta fyrir okkur öll. Framundan eru kjarasamningar og fulltrúar okkar í stjórn og trúnaðarráði eru að vinna að mótun kröfugerðar sem lögð mun verða fyrir félagsfundi. Nú er hún loksins komin, launakönnunin sem við höfum lengi beðið eftir. Þann drátt sem hefúr orðið á könnuninni má að miklu leyti rekja til þess að erfitt hefur verið að fá fyrirtækin til að taka þátt í henni og nokkur fyrir- tæki hafa alls ekki skilað skýrsl- um og eru því ekki með í þessari launakönnun. I könnuninni eru launaupplýsingar starfsmanna í FBM að undanskildum verkstjór- um, nemum og millistjórnendum. Þá eru félagsmenn í FGT einnig undanskildir í könnuninni. Ljóst er samkvæmt þessari launakönn- un að lítið launaskrið hefúr orðið síðustu ár innan okkar starfs- greina, það eru í raun aðeins samningsbundnar launahækkanir sem mælast til hækkunar. Stjórn FBM telur að rétt sé að stefna að því sem áður að raun- laun verði ein af þeim kröfum sem settar verði fram sem launa- kröfur í komandi samningum. Einnig er brýnt að endurskoða ákvæði okkar í kjarasamningi um vaktavinnu, þar sem dagblöð eru nú með útgáfu 7 daga vikunnar og nánast allir lögskipaðir frídag- ar eru unnir. Þama þarf að gera nýjan vaktavinnusamning til að ekki verði ffekari árekstrar á milli starfsfólks og vinnuveitenda en orðið hafa. Crunnmenntun Nú hefur starfsgreinaráð í upp- lýsinga- og fjölmiðlagreinum gengið frá og samþykkt nýtt nám í okkar iðngreinum, þ.e. bók- bandi, prentsmíð (grafískri miðl- un) og prentun. Nýmælið er að verklegt nám hefst strax eftir grunnskóla með þriggja anna námi í framhaldsskóla og síðan velja nemar sérfaglega önn, sem er ein önn í verknámsskóla. Að loknu þessu tveggja ára námi opnast miklir möguleikar. Ef val- ið er nám í prentsmíð, prentun eða bókbandi tekur við 12 mán- aða starfsþjálfun á vinnustað er lýkur með sveinsprófi. Einnig er hægt að fara beint áfram til stúdentsprófs ef nemi óskar þess, hvort sem er fyrir eða eftir starfs- þjálfun. Sveinspróf gefur rétt til ffekara náms svo sem listaskóla, tækniskóla, meistaranáms og Margmiðlunarskóla Iðnskólans. FBM er fyrsta iðnfélagið sem hefur stigið það stóra skref að gera iðnnám í okkar greinum að þriggja ára námi. Er það í takt við nútímann að rétt sé að gera nemendur sem fyrst fullgilda á vinnumarkaði. Sú saga hefur komist á kreik að við í FBM séum að leggja til að nemar í starfsþjálfún verði ólaunaðir á vinnustað, geti verið á námslánum. Þessi saga er að hluta tilkomin vegna þess að full- trúi blaðamanna í starfsgreinaráði hefur lagt þetta til í umræðum innan starfsgreinaráðs, en skoðun hans hefur hingað til ekki fengið hljómgrunn innan starfsgreina- ráðs. Ég get fullyrt að FBM mun ekki samþykkja að sú leið verði farin. I okkar kjarasamningi eru sérákvæði um laun nema og í komandi kjarasamningum mun- um við leggja fram nýjar tillögur um kjör nema, m.a. vegna þess að nú verða nemar í starfsþjálf- un á vinnustað í eitt ár eftir skóla en ekki bundnir vinnustaðnum í fjögur ár. Það sem er nýmæli í komandi kjarasamningum er að FGT sem er deild innan FBM, er með laus- an kjarasamning við sína við- semjendur, þ.e. SÍA. Þar munum við ásamt stjórn FGT gera nýjan kjarasamning. Ekki er tímabært að greina hér frá sérkröfum félagsins. Þær munu verða til umfjöllunar á fundum trúnaðarráðs og síðan á félagsfundum. Eftir síðustu uppá- komu Alþingis vegna aukinna eftirlauna og kauphækkana til formanna stjómmálaflokka, sem eru margföld mánaðarlaun verka- fólks og reikningurinn sendur á launþegana, hefur ASÍ skorað á aðildarfélögin að setja fram nýja kröfu í lífeyrismálum. Við mun- um að sjálfsögðu vinna að kröfúgerð um aukin lífeyrisrétt- indi til okkar félagsmanna. SÁ, des. 2003. prentarinn ■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Bragi Guðmundsson Jakob Viðar Guðmundsson Ester Þorsteinsdóttir Sævar Hólm Pétursson Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Helvítica Ultra Compress, Stone, Times, Ganimond o.fl Blaðið er prentað á 135 g Ikonofix silk. Prentvinnsla: Plötuútkeyrsla: Trendsetter Prentvél: Man Roland 4ra lita. Gutenberg prentnrinni Ágústa S. Þórðardóttir hönnuður á íslensku auglýsingastofunni á heiðurinn af útliti for- síðu og baksíðu Prentarans. Jafnframt hannaði Ágústa kápuna á dagbók FBM og hefur hún séð um það undan- farin ár. PRENTARINN ■ 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.