Prentarinn - 01.11.2004, Síða 3

Prentarinn - 01.11.2004, Síða 3
Frá því við gerðum nýjan kjara- samning, 17. maí 2004, hefur nokkuð borið á því sem ég vil kalla ólæsi nokkurra prentsmiðju- eigenda og íyrirsvarsmanna atvinnurekenda, sem lýsir sér í því að þeir virðast ekki skilja eða kannski vilja ekki skilja ákvæði kjarasamnings, eilífir útúrsnún- ingar á ákvæðum kjarasamnings. T.d. segja viðkomandi: Hér eru ekki tekin vetrarfrí, hér er ekki greitt orlof á vaktavinnu, hér tiðkast ekki að menn taki auka- vinnu út í fríi, hveijum datt það eiginlega í hug að greiða þyrfti 8 tíma íyrir 7 tíma kvöldvakt, hvaða nýja rugl er þetta eiginlega með 33% og 45% álag í vaktavinnu? Eða hin sígilda upphrópun sem heyrst hefúr í rúman áratug: Eg krefst þess að menn séu á tækni- legu námskeiði í vetrarorlofi, það er útilokað að hægt sé að frílysta sig erlendis í vetrarorlofi. Ég held reyndar að ég muni sakna þess í raun þegar allir atvinnurekendur skilja það að lokum að starfsmaður ræður til hvers hann eða hún notar sitt vetrarorlof án afskipta atvinnu- Jakob Hvar skráir niaður sig í lestrarprófið? rekanda. Eða nýjasta upphrópun- in: Hvernig haldið þið að það sé hægt að reka fyrirtæki ef menn eru að dunda sér við að vera í fæðingarorlofi í marga mánuði? Eða: A ég að borga mönnum fúllt kaup fyrir að vera á ein- hverjum námskeiðum? Þá hafa nokkrir fundið þá snjöllu lausn að ráða fólk í verktakavinnu. Enn aðrir sjá sér leik á borði með því að bjóða aukahækkun sem felst í því að starfsmenn afsala sér kjarasamningsbundnum ákvæð- um, þ.e. launahækkun er á kostnað launþegans. Þetta og margt fleira er það sem við er að glíma dagsdaglega í viðskipmm við nokkra forsvarsmenn atvinnu- rekenda. Þó verður að taka fram að allflestir eru vel að sér í texta- skilningi og vel læsir og það eru ekki þeir sem ég er að tala um. Nú er spumingin: Hvernig á að auka skilning hinna á ákvæðum kjarasamnings FBM og SA? Ákvæði í kjarasamningi eru rétt- indi og skyldur okkar félags- mönnum til handa, sem við höfum samið um. Ég ætla hér og nú að setja fram í texta helstu ákvæði sem nokkrir prentsmiðjueigendur eða forsvars- menn þeirra virðast ekki skilja, í von um að við þann lestur öðlist þeir skilning á því að þau ákvæði sem eru í kjarasamningi eru það sem þeim ber að fara eftir: - Oski starfsmaður með 9 ára starfsreynslu að taka vetrarorlof, þá verði sumarorlof 20 dagar og vetrarorlof 10 dagar. Oski starfs- maður með 10 ára starfsreynslu eða meira að taka vetrarorlof þá verði sumarorlof 23 dagar og vetrarorlof 10 dagar. Vetrarorlof skal veitt á tímabilinu 1. október til 1. maí. - Vetrarorlof skal starfsmaður nota til að auka þekkingu sína, þýðir ekki að þekkingin sé bund- in við vinnustaðinn. - Vaktavinna, þar gilda ákvæði um jafnaðarálag frá 20% í 27%, svo og ný ákvæði um einstakar unnar kvöld- og næturvaktir sem bera 33% og 45% álag og styttri vinnutími. - Frí í stað aukavinnu. Heimilt er með samkomulagi starfsmanns og vinnuveitanda að starfsmaður salni frídögum vegna unninnar yfirvinnu á þann hátt að yfir- vinnutímar komi til uppsöfnunar en yfirvinnuálag sé greitt út næsta útborgunardag. Uppsafnaðir frí- tímar skv. framangreindu skulu veittir í hálfúm og heilum dögum utan annatíma í starfsemi fyrir- tækis í samráði við starfsmann. - Orlof í vaktavinnu er 10,64% miðað við 25 daga orlofsrétt og 12,07% miðað við 28 daga orlofsrétt. Það á við með sama hætti og orlof á aukavinnu. - Fæðingarorlof er samkvæmt lögum uni fæðingar- og foreldra- orlof nr. 95/2000. - Endurmenntun: Bókagerðar- menn skulu eiga kost á að sækja eftirmenntunamámskeið á vegum Prenttæknistofnunar til að fylgjast með breytingum í bókagerðar- greinum og skulu þau falla að starfsemi fýrirtækisins. Við það skal miðað að árlega geti þeir varið allt að 24 dagvinnustundum til námskeiðssetu án skerðingar á föstum launum, þó þannig að a.m.k. helmingur námskeiðsstunda sé í þeirra eigin tíma. Jafrit bóka- gerðarmaður sem og vinnuveitandi getur haft frumkvæði að nám- skeiðum. Tími til námskeiðssetu skal valinn með hliðsjón af verk- efnastöðu viðkomandi fyrirtækis - Óheimilt er að greiða starfs- mönnum undir kjarasamningi, það þarfnast í raun ekki rök- stuðnings. - Ekkert fyrirtæki, sem þessi samningur gildir við, má ráða til vinnu við framleiðslustörf starfs- fólk, sem ekki er þá þegar með- limir FBM, nema það gerist félagar þess samtímis. Með von um að þeir sem ég er að glíma við um einföldustu atriði í kjarasamningi FBM og SA fari framvegis eftir samningnum. Nóvember 2004. Sœmundur Árnason. prentnrinn I MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Hrafnhildur Ólafsdóttir Jakob Viðar Guðmundsson Pétur Marel Gestsson Sævar Hólm Pétursson Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Helvítica Ultra Compress, Stone, Times, Garaniond o.fl Blaðið er prentað á 135 g Ikonofix silk. Prentvinnsla: Plötuútkeyrsla: Trendsetter Prentvél: Man Roland 4ra lita. Gutenberg yreninriNi ■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Loftur Ólafur Leifsson grafískur hönnuður FÍT sigraði í forsíðukeppni Prentarans en forsíðan var framlag hans í keppnina. Loftur starfar a Skaparanum. PRENTARINN ■ 3

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.