Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 4
/ o Hörður Kristjánsson Prentsmiðjan Oddi hf. var stofnuð 9. október 1943 og fögn- uðu starfsmenn því 61 árs afmæli íyrirtækisins á árshátíð. Fyrir- tækið hefur tekið miklum breytingum frá stofnun og þessa dagana er verið að móta stefnuna varðandi framtíðarsókn þess. Þar er mjög horft til aukinnar útrásar og þá ekki síst á mögulega sókn í sölu hágæðaprentverks í Banda- ríkjunum. Útflutningur á prent- verki er í dag um 10% af veltu Odda hf., en þar er þó ekki verið að tala um fyrirtækjasamstæðuna í heild. Vandvirkni að leiðarljósi Það var stofnendum Odda mjög í mun strax í upphafi að prent- smiðjan fengi á sig orð fyrir vönduð vinnubrögð og skapaði sér traust á markaðnum. Þetta hefur verið haft að leiðarljósi allar götur síðan og í dag býður Oddi alhliða lausnir í skrifstofu- haldi fyrirtækja en ekki eingöngu prentverk eins og starfsemi félagsins snerist nær eingöngu um lengi vel. Prentverkið er þó enn meginstoð fyrirtækisins og er Oddi í hópi fullkomnustu og fjöl- hæfustu prentsmiðja á Norður- löndum ásamt því að reka öfluga söludeild með skrifstofuvörur. Starfsmenn Odda eru nú um 230 talsins. Þegar mest var störfuðu þar nærri 260 manns, en þar hefur störfum fækkað með auk- inni tæknivæðingu, ekki síst i bókbandinu. Fjöldi fyrirtækja Prentsmiðjan Oddi hf. er móður- félag í samsteypu margra sjálf- stæðra prentfyrirtækja. Þar má nefna dótturfélagið Gutenberg ehf. sem varð til við samruna Steindórsprents-Gutenbergs og prentsmiðjunnar Grafíkur, sem áður var G.Ben-Edda prentsmiðja hf. Þar innan dyra er líka Offset sem var sameinað Gutenberg og sinnir m.a. stafrænni prentþjón- ustu. Oddi á líka Kassagerðina hf., að stærstum hluta en hún varð til við samruna Umbúða- miðstöðvarinnar hf. og Kassa- gerðar Reykjavíkur árið 2000. Þá á Oddi meirihlutann í Miða- prentun h.f. sem sérhæfir sig í prentun límmiða og vörumiða. Starfsmenn samstæðunnar í heild eru á fimmta hundraðið og í fyrra var velta samstæðunnar tæpir 4,7 milljarðar króna. Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda hf., segir stærstu vendi- punktana í sögu fyrirtækisins tengjast mjög þeim tæknibylting- um sem átt hafa sér stað, ekki hvað síst tölvuvæðingunni. Veðjað á tölvupappírinn „Það var ábyggilega mikill vendi- punktur á sjötta áratugnum eða 1954, þegar menn fóru út í fram- leiðslu á samhangandi tölvueyðu- blöðum. Þá vissu menn nánast ekkert hvað það var og engin önnur prentsmiðja sá neina fram- tíð í þessu. Þetta skref var samt stigið og var auðvitað stórt fyrir fyrirtæki sem ekki var mjög öflugt og ekki það stærsta á markaðnum,“ segir Þorgeir. „Þetta var ákveðin sérhæfing sem farið var út í og gekk auð- vitað hægt til að byrja með. Þetta reyndist þó, eins og menn spáðu hér, eiga mikla framtíð fyrir sér. Það var vaxandi notkun á sam- hangandi eyðublöðum, fyrst hjá ýmsum ríkisstofnunum. Þetta færðist svo út til flestallra fyrir- tækja í landinu eftir að þau fóru að taka tölvur í sína þjónustu. Við vorum mjög lengi þeir einu sem gátu sinnt þessari þjón- ustu, en smám saman komu auðvitað fleiri inn í þá fram- leiðslu. I mínum huga var þessi ákvörðun á sínum tíma mjög mikill vendipunktur. í dag er þróunin allt önnur. Nú er þetta að þróast úr því að vera samhangandi eyðublöð fyrir tölvur yfir í það að vera laus eyðublöð fyrir tölvuprentara.“ Offsetbyltingin Þorgeir nefnir aðra tæknibyltingu sem varð í prentverkinu sjálfu þegar farið var úr hæðarprentinu eða blýþrykki yfir í offset- prentun. „Það var gert mjög myndarlega hjá okkur. Keypt var tveggja lita prentvél í stóru formati sem gat prentað á örkina báðum megin í einu. Þetta var algjör bylting á markaðnum hér. I framhaldi af þessu var farið að huga að því að kaupa fjögurra lita prentvél til landsins. Fram undir 1980 höfðu öll helstu lit- prentuðu verkefnin verið prentuð erlendis vegna þess að ekki var til hérlendis sú tækni að prenta alla fjóra litina í einu. Við keypt- um nýja fjögurra lita prentvél á sama tíma og við fluttum hingað upp eftir í nýtt hús að Höfða- bakka 3-7, sem við fluttum inn í árið 1981. í nýja húsinu var vél- vætt bæði í prentuninni og bók- bandinu. Kaupin á prentvélinni voru mjög stórt skref, mikil framþróun og bylting. Þama gat maður séð strax hvort litimir voru eins og til var ætlast um leið og örkin kom út úr vélinni. Efasemdir vélaframleiðandans Þegar við vorum að semja um kaupin á þessari prentvél, sem var með nýjustu tækni þess tíma, þá reyndu vélaframleiðendumir að sannfæra okkur um það að það væri ekki þörf fyrir svona prentvél á þessum litla markaði. Við höfðum aldrei lent í því áður að þurfa að berjast fyrir því að fá að kaupa vélbúnað. Þarna vom menn alveg sannfærðir um það að þessi litli markaður hér bæri ekki svona vél. Báru þeir þetta saman við það að algjörlega frá- leitt væri að hver 250 þúsund manna bær í Þýskalandi væri með eina svona vél. Við höfðum þetta þó í gegn og það reyndist full þörf fyrir þessa vél þegar ffam liðu stundir. í dag eru marg- ar slíkar vélar hér á markaðnum.“ Afkastageta langt umfram þarfir - Eru vélaframleiðendur þá hœtt- ir að spyrja ykkur í dag hvort þið þurfið nokkuð á nýjum vélum að lialda? „Já, við erum ekki spurðir um slíkt lengur. Nú er auðvitað allt önnur staða og afkastagetan á niarkaðnum gífurleg. Sem dæmi er afkastagetan með tilkomu nýju Morgunblaðsvélarinnar margföld og langt umfram þarfir. Og það á markaði sem var ofmettaður fyrir. Það er því eðlilegt að Morgun- blaðið þurfi að leita sér að verk- efnum víða í þessa fínu vél. 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.