Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 5
Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda hf Þarna eru þeir með vélar, frá- gangsbúnað og tækni sem gerist ekki fullkomnari. Það er alveg klárt að það eru ekki fyrir hendi verkefni hérlendis til að fullnægja þessari vél. Þeir leita þó auðvitað inn á markaðinn hér sem þýðir enn harðari samkeppni. Einnig eru þeir að leita að möguleikum erlendis." - Þú nefnir harða samkeppni, er mikill slagur á prentmarkaðn- um í dag? „Já, það er mikill slagur vegna þessarar rniklu afkastagetu hér innanlands. Svo finnum við líka verulega fyrir erlendri samkeppni frá ýmsum Evrópulöndum, ekki síst frá Eystrasaltslöndum og jafnvel Asíu. Útlendingar sjá alla- vega fulla ástæðu til að leggja áherslu á þennan markað og eru með sölumenn hér.“ Samkeppni mætt með útrás - Hvernig hafið þið mœtt þessu? „Við höfiim bæði mætt þessu með því að ná ffam aukinni hag- kvæmni í framleiðslunni hér innanlands og síðan með því að reyna að leita út fyrir landstein- ana. Við rekum prentsmiðju í Póllandi, sem er reyndar fyrst og fremst í blaðaprentun og sinnir nær eingöngu pólska mark- aðnum. Við erum ekki að láta framleiða fyrir okkur þar nema í mjög litlum mæli. Síðan erum við með sölufyrirtæki í Banda- ríkjunum. Þar erum við að selja það sem við teljum vera verkefni sem við erum góðir í. Það er að segja hágæða prentun í tiltölulega litlum upplögum. Það eru lítil upplög á þeirra mælikvarða en svipuð upplög og við erum vanir hér heima. Á sýningu sem Félag íslenskra teiknara opnar í dag í tilefni af 50 ára afmæli sínu, þá erurn við með sérstakt herbergi með sýnishom- um af bókum sem við höfum verið að ffamleiða fyrir Ameríku- menn. í mörgum tilfellum mjög skemmtilega hannaðar og öðru- vísi bækur en hefðbundnar teljast hérlendis. Þar er m.a. bók fyrir bandaríska gluggaverksmiðju sem átti 100 ára afmæli og er bundin inn í kápu með gler- spjöldum. Möguleikarnir í Ameríku I Bandaríkjunum höfum við lagt áherslu á þá sem eru að leita að vandaðri vinnu eins og söfn og gallerí. Það eru mjög margir slíkir aðilar á þessum stóra Ame- ríkumarkaði og feiknalegir mögu- leikar. Það virðist þó erfitt að komast þarna inn. Við erum samt búnir að vera þarna í nokkuð mörg ár og erum komnir með sambönd sem hjálpa okkur mikið. Þar erum við búnir að kynna okkur og sannfæra fólk um að það sé hægt að prenta á ís- landi. Einnig höfum við reynt að kynna hvað ísland er og hvar landið er á hnettinum. Við höfum t.d. verið að prenta fyrir Guggen- heim safnið og Smithsonian stofnunina og ýmis gallerí sem þekkt eru þar í landi. Þetta hefur stutt okkur mjög mikið í að selja okkar vinnu.“ Þorgeir segir ekkert skorta á samkeppnina á prentmarkaði í Bandaríkjunum. Hún sé hins veg- ar mest í framleiðslu á prentverki í milljónaupplögum, en ekki eins í þeim geira sem Oddi er bestur í, þ.e. minni upplögum af háum gæðastandard þar sem verðlagn- ingin er hærri. Þar hefur Oddi séð möguleika, og stefnir greini- lega af meiri krafti inn á þann rnarkað. Fjarlægðin ffá Bandaríkjunum getur að mati Þorgeirs stundum verið vandamál, en á það beri að líta að Island sé t.d. ekkert lengra frá austurströnd Bandaríkjanna en fjarlægðin er milli stranda í Bandaríkjunum sjálfum. Fjar- lægðin og flutningstíminn hái prentun á íslandi því ekki mikið. Auðvitað komi þó upp verkefni þar sem skilatíminn er naumur og kalla á að notast sé við flugfragt- ina. Oftast er þó um skipaflutn- inga að ræða. Oddi Printing í New York Söluskrifstofan Oddi Printing Corp. var stofnuð í New York 1989 og þar er Árni Sigurðsson við stjórn með sölufulltrúann Charles B. Gershwin sér við hlið. Þorgeir segir að þeir hafi verið að velta fyrir sér möguleikum á að auka starfsemina í Bandaríkjun- um m.a. vegna ofmettunar á markaðnum hér heima. Það sé einfaldlega þörf á að leggja meiri vinnu í að reyna að ná auknum verkefnum erlendis frá. Hug- myndin er að fjölga þar sölu- mönnum og þá verða væntanlega fengnir í það Bandaríkjamenn sem þekkja alla staðhætti vel. Þorgeir segir að Bandaríkja- mönnum þyki það greinilega svolítið sérstakt að koma til íslands og taka út prentþjónustu hér á landi. Þeir sem hafi komið einu sinni vilji svo gjaman koma affur. Oddi í Póllandi Prentsmiðjan Oddi Poland var stofhuð í Póllandi 1995. Er prent- smiðjan rekin í samvinnu við pólska aðila. Oddi Poland fékk í sumar svokallaða Approved Partner viðurkenningu frá við- skiptaráðinu í Posnan. Viður- kenningin sem útleggst á íslensku „Viðurkenndur viðskiptafélagi," er veitt fyrirtækjum sem sýna heiðarlega og ábyrga viðskipta- hætti. Gömlu vélar Blaðaprents hf. sem Oddi yfirtók 1986, voru fluttar til Póllands á sínum tírna og eins nýrri blaðaprentvélasam- stæða sem Oddi nýtti til prent- unar á lokaferli gömlu flokks- blaðanna. Þessar vélar eru enn í fullri notkun við blaðaprentun en Þorgeir segir að prentsmiðjan sé jafhhliða að fikra sig yfir í aðra prentun. Nú er verið að huga að stækkun á Odda Poland. Hann segir þó ekki um það að ræða að verið sé að flytja prentverk frá íslandi til Póllands. Fremur reyni Oddi að sækja prentverk erlendis PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.