Prentarinn - 01.11.2004, Page 13

Prentarinn - 01.11.2004, Page 13
Hvernig var það með þig, þú byrjaðir í klassik? Eg byijaði á að leika Gamla Nóa á melódíku í Tónskóla Emils Adolfssonar. Eg skipti svo yfír í orgel og lék ýmislegt eins og bítla- lög, poika og léttklassísk verk. Ég fór aldrei í gegnum þetta hefð- bundna klassíska nám því ég hatði svo ákveðnar hugmyndir um að það væri svo leiðinlegt, ekki tónfistin sjálf heldur það að vera klassískur pianisti. Ég var bara að þessu til gamans og ætlaði aldrei að spila fyrir neinn nema sjálfa mig. - Hvað varð til þess að þú fórst að spila djass? Það kom að því að ég þurfti annað hvort að skipta yfir í píanó og klassík eða kirkjutónlist. Hvorugt hljómaði sérstaklega aðlaðandi í eyrum 14 ára ung- lings svo að ég hætti í bili. Ég hafði mikinn áhuga á tónlist og var að leita að einhverju ... keypti mér DX-7 hljómborð, spilaði smá í bílskúrsböndum og frétti ein- hvern veginn af djassdeild FÍH, fór að veita djassi eftirtekt. - Hverjir hafa verið þinir helstu áhrifavaldar í djassinum? Til að byija með hlustaði ég mikið á Bill Evans og Keith Jarrett og vann mig svo aftur i tímann, Wynton Kelly, Red Garland, Erroll Garner. Evrópskir spilarar eins og Bobo Stenson og John Taylor höfðuðu líka mikið til mín. En í raun held ég að allt hafi áhrif á mann. Ég held að ungir djass- leikarar leiti efniviðar í tónlist sem þeir ólust upp við og bræði þetta svo saman í eitthvað sem er þeirra eigið. - Fylgistu eitthvað með djass- lífmu á Islandi? Já, ég fæ djassfréttir frá Frið- riki Theodórssyni. - Nú hafa diskarnir þínir feng- ið glimrandi fina dóma í öllum djasstímaritum og á netinu er Jjallað mjög lofsamlega um þá. Ertu stöðugt að semja? Já, þetta kemur svona í kippum. Stundum er það líka bara spurning um að gefa sér tíma. - Nú er ekki algengt að konur séu í djassi nema þá sem söng- konur og mjögfátítt að þœr reki hljómsveit undir eigin nafni. Hvernig gengur þér að eiga við karlana í bandinu, rœður þú öllu? Ég ræð öllu ... en er samt ekki jafhslæm og Chick Corea sem reynir víst að snúa sínum mönn- um til Vísindakirkjunnar og bannar þeim að fara út eftir kl 10 á kvöldin. Þetta eru svo ljúfir strákar sem ég spila með, enda nenni ég ekki að vera að fást við prímadonnur og karlrembur. Ég hef einu sinni þurft að hóta því að skilja einn eftir á rútustöð í miðri tónleikaferð. En svona er nú bara bransinn í dag ... þetta er mitt band, ég sem tónlistina, bóka tónleikana, ber ábyrgð á öllu og borga stundum úr eigin vasa. Strákarnir eru í raun bara verk- takar en þeir fá að segja sitt álit. Ég hefði ekkert á móti því að einhver annar sæi um að skipu- leggja tónleikaferðir, svo að ég gæti einbeitt mér að tónlistinni. - Þú hefur líka verið að fást við dagskrárgerð jyrir útvarp og gerðirfina þœtti á Rás I sem hétu Jazz Gallerí í New York ef ég man rétt. Verður eitthvert framhald á þessu? Já, það er þáttasyrpa einu sinni á ári og von á nýrri seríu næsta ár. - Nú voru þetta engir smákall- ar sem þú varst að tala við. Nœg- ir að nefna trompetistann Dave Douglas, saxófónleikarann Lee Konitz og gítarleikarann John Abercrombie. Hvernig eru þessar stórstjörnur í viðkynningu? Þetta eru allt indælis strákar, nema kannski Konitz sem hefur orð á sér fyrir að vera frekar fýlu- gjarn. Mér fannst ég ekki ætla að ná heilli setningu upp úr mannin- um. Hann vildi bara svara já eða nei. Ég hélt að honum lægi svo á að losna við mig en þegar viðtal- inu lauk vildi hann endilega grípa í eitt lag með mér og var hinn ljúfasti. Annars er alls ekkert auðvelt líf að vera djassleikari í Bandaríkjunum og flestir þeirra sem ég hef talað við eru ekki með neina prímadonnu-komplexa hvað viðtölum viðkemur. - Þú kemur reglulega til íslands til að spila. Hvenœr megum við eiga von á þér nœst? 2005. - Viltu segja eitthvað að lokum? Skil ekki hvernig fólk getur kosið George „Wrong“ Bush. «SS£ S J Ó l\| 29 Mai ki lfí 1 ST°RA SAL BORGARLEIKHÚSINí miðaverð 3000 \ tSÆtöSSb'*'- Midasala f Bankastræti 2, sfmi S52 8588 O Skrifstofa KR PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.