Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 23
Myndfrá óvissuferð. Frá árlegri grillveislu í Miðdal. með árlega keppni, Svansprent Open, og hafa starfsmenn spilað við viðskiptavini. Boðslistinn er alltaf að stækka og er þessi keppni búin að festa sig í sessi og mikill áhugi fyrir henni. Svo hafa menn verið að spila fótbolta og okkar lið staðið sig með miklum sóma í gegnum árin og yfirleitt landað einhverjum verðlaunum. Starfsmannafélagið rekur sjoppu og er ágóðinn notaður til utan- landsferðar og árshátíðar innan- lands en einnig leggur Svansprent til jafns við starfsmennina í fé- lagsgjöld, þannig að við höfum getað gert mjög mikið á hverju ári okkur til skemmtunar, enda er mórallinn mjög góður milli fé- lagsmanna. Einstakt skóglendi í Miðdal Slarfsfólk Gutenbergs við gróðursetningu í Miðdal. Gjöf Gutenbergs í tilefni af 100 ára afmæli Gutenbergs ákvað fyrirtækið að minnast tímamótanna með því að gróðursetja 100 tré í landi Félags bókagerðarmanna í Miðdal. Einn góðviðrisdag í sumar fór því hópur starfsmanna, makar og börn og gróðursettu trén og nutu útiveru í margrómuðu umhverfi Miðdals. Valinn var reitur nálægt tjaldsvæðinu sem hugmyndin er að starfsfólk taki að sér að rækta í framtíðinni með plöntun og umhirðu. Útivistarsvæði Félagið keypti hús af Guðjóni Long á lóð sem er við inn- keyrsluna í neðra hverfi við hlið orlofshúss nr. 5. Þar stóð gamalt hús sem var brotið niður og eftir stendur aðeins platan sem mun standa áfram. Lóðin hefur verið grisjuð þ.e. mikill trjágróður er í henni. Komið hefúr verið fyrir borði með áföstum stólum til að fólk geti notið útiveru í lóðinni, en skóglendið minnir einna helst á skóglendi erlendis og hafa tré á lóðinni mælst með hæstu trjám á Útivistarsvœði við orlofshús nr. 5. Suðurlandi. Lóðin er hugsuð sem útivistarsvæði fyrir félagsmenn FBM og gesti í Miðdal. FBM hefúr fengið Odd Hermannsson hjá Landform á Selfossi til að gera tillögur unt uppbyggingu landsins í Miðdal og unnið skv. þeirri áætlun á vinnudögum sem haldnir eru árlega í Miðdal í samstarfi við Miðdalsfélagið. PRENTARINN ■ 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.