Prentarinn - 01.11.2004, Side 7

Prentarinn - 01.11.2004, Side 7
Frá vígslu vélarinnar í lok október. prentsmiðju fer í dag í gegnum skrifstofurnar hjá viðkomandi fyrirtæki. Þar með hefur dregið úr ýmiskonar smáprentverki sem áður var framkvæmt í prentsmiðj- um. í sumum tilfellum er svo verið að prenta út hluti sem menn myndu annars ekki gera, og það er þá hrein viðbót. Þetta er bara eðlileg þróun sem á eftir að verða enn meiri á þessu sviði. Þó þetta sé þróunin, þá hafa um leið skap- ast nýjar þarfir. Það er því alls ekki svo að prentverkið sé að lognast út af. Menn spáðu því svo sem líka að bíóin myndu lognast út af við vídeóvæðinguna og bókinni var spáð dauða fýrir mörgum árum. Þetta hefur þó ekki gerst. Allt lifir þetta enn góðu lífi og er heldur að eflast frekar en hitt.“ Þorgeir segir að þrátt fyrir að fyrirtæki séu í auknum mæli að framleiða sína eigin prentgripi í dýrum og fínum litljósritunarvél- um, þá sé ekki sjálfgefið að fyrir- tækin séu að spara sér þar pening í stað þess að fara með verkið í prentsmiðju. Um þetta sé þó erfitt að alhæfa. Prentsmiðjur hafi reynt að laga sig að þessari þörf m.a. með því að bjóða upp á hraðvirka staffæna prentun sem skili meiri gæðum en ljósritunar- vélarnar. Oddi hefur einnig reynt að þjónusta þennan hluta mark- aðarins. Hann nefnir annan þátt í þessu sambandi sem eru gíróseðlar og greiðsluseðlar. Fyrirtækin eru þar að færa þessa hluti æ meir yfir í rafræn viðskipti sín á milli og við bankana. Allt spari þetta pappír, en Oddi hefúr verið nær einráður í framleiðslu á gíró- seðlum hérlendis um árabil. Verulegur samdráttur hefur orðið í framleiðslu fyrirtækisins á gíróseðlum, en prentun á öðrum greiðsluseðlum hefur komið þar talsvert á móti. Eðlileg þróun „Við horfum ekki á þetta sem einhverja hnignun, heldur er þarna um að ræða breytta tækni og við fylgjum henni eftir. Eg get alveg séð fyrir mér að fyrirtækið þróist meira í útvíkkun á starf- seminni. Prentverkið i heild er þó ekki að dragast saman. Við erum að horfa á 10% aukningu á prent- verki á þessu ári og getum því alveg séð fyrir okkur aukningu á öðrum sviðum jafnhliða, því auðvitað reyna menn alltaf að vaxa.“ Oddi kaupir útgáfufélag I ágúst á þessu ári voru kynnt kaup Torgs ehf. á öllu hlutafé i útgáfufyrirtækinu Fróða hf. af Magnúsi Hreggviðssyni. Torg ehf. er að fullu í eigu Prentsmiðj- unnar Odda hf. og segir Þorgeir að þessi viðskipti hafi fyrst og fremst verið gerð með það i huga að tryggja prentviðskipti sem voru við þetta útgáfufyrirtæki. Voru kaupin gerð eftir að danskt útgáfufélag, sem jafnframt ræður yfir eigin prentverki, hafði sýnt áhuga á að kaupa Fróða. Þar með hefði Oddi getað misst umtals- verð viðskipti, en Fróði gefur m.a. út tímaritin Vikuna, Nýtt Líf, Séð og heyrt, B og B, Hús og híbýli, Gestgjafann og Mannlíf. Útgáfan í hendur annarra „Þetta var liður í því að halda prentverkinu i landinu. Við vilj- um bara sjá fyrirtækið í öruggum höndum. Við sinnum prentverk- inu, en það eiga aðrir að sjá um útgáfuhliðina. Við erum ekki að huga að þróun yfir á útgáfusvið- ið. Við teljum að það fari ekki saman að vera að keppa við okk- ar viðskiptamenn, slíkt gengur ekki til lengdar. Við höfum því ekki verið að hugleiða að útvíkka okkur á útgáfusviðinu, en erum fyrst og fremst að reyna að halda í prentverkið. Við munum reyna að koma þessu í hendur annarra sem geta sinnt útgáfustarfseminni svo fremi að við getum haldið áfram að prenta. Við sleppum hins vegar ekki hendinni af Fróða fyrr en þetta er komið í nokkuð öruggan farveg.“ Þorgeir segir að eflaust sé blaðamarkaðurinn almennt nokk- uð yfirkeyrður líkt og prent- smiðjuiðnaðurinn. Þetta valdi tilheyrandi samkeppni á auglýs- ingamarkaði. Spurningin sé kannski hversu lengi auglýsinga- markaðurinn beri alla þessa út- gáfu. Hins vegar telur hann fulla þörf á ákveðnum tegundum tíma- rita. Því segist Þorgeir vera bjart- sýnn á að tímaritamarkaðurinn eigi eftir að vaxa og daíha hér- lendis og þá örugglega með fleiri tegundum tímarita en nú eru gefin út. Óbreytt bókaútgáfa Þessa dagana er prentun jólabók- anna komin á fullt skrið. „Það hefur ekki dregið úr bókaprentun- inni hjá okkur þrátt fyrir sam- keppni m.a. erlendis frá. Mér sýnist að hún verði með svipuð- um hætti nú og verið hefúr und- anfarin ár.“ Þorgeir segir að það sé einna helst í samkeppni um prentun á bókum í kiljuformi sem erlendar sérhæfðar kiljuprent- smiðjur hafi vinninginn. Það sé einfaldlega ekki markaður íyrir sérhæfðan búnað til þeirra hluta hér á landi. „Við náum aldrei að halda öllum þáttum sjálfir og ég sé ekkert óeðlilegt við það. Við eigum hins vegar að vinna það hér innanlands sem við ráðum við og borgar sig að vinna. Við eigum líka möguleika á ýmsum sviðum þar sem við getum sér- hæft okkur,“ segir Þorgeir Baldursson. Viðtalið tók Hörður Kristjánsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, en það birtist 15. október 2004. Prentarinn þakkar góðfúslegt leyfi til að birta greinina. PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.