Prentarinn - 01.11.2004, Side 16

Prentarinn - 01.11.2004, Side 16
Mismunandi litgreiningaraðferðir M/ndirnar hér að ofan hafa verið litgreindar með mismunandi litgreiningaraðferðum. Þrátt fyrir að lítill sem enginn sjáanlegur munur sé á litum þessara mynda er litgreining þeirra mjög mismunandi. Efsta myndin til vinstri er litgreind með hefðbundinni aðferð, þar við hliðina sést mynd litgreind með UCR aðferð og í neðri röðinni má sjá tvær mismunandi stillingar á GCR litgreiningum. GCR myndirnar tvær eru gerðar með tiltölulega lítilli virkni GCR annars vegar (vinstri myndin) og með mikilli virkni GCR hinsvegar (hægri myndin). Takið eftir muninum milli litgreininganna í akrómatískum svæðum myndarinnan þ.e. andliti konunnar og skuggasvæðum myndarinnar.Takið eftir muninum á svörtu litgreiningunum milli myndanna sem gerðar eru með UCR annarsvegar og GCR hinsvegar.Takið eftir miklu fyllra tónsviði svörtu litgreiningarinnar í GCR myndinní samanborið við UCR myndina. A hægri GCR myndinni er augljóst að notkun lit- uðu farfanna er miklum mun minni en í þeirri til vinstri.Takið td. eftir hvernig Cyan vantar alveg í andlit konunnar á hægri myndinni en um leið eykst svart mjög. áhrif á mettaða liti. I hefðbund- inni litgreiningu leikur svarti farfinn fremur lítið hlutverk en í UCR litgreiningum verður hlut- verk hans miklu meira. Fræðilega er hægt að fjarlægja alveg CMY prentlitina úr skugg- um og nota einungis svart í þeirra stað. I raun myndi þó þéttleiki skugganna ekki verða nægilega mikill, til þess hefur svarti farfinn einfaldlega ekki nægilega svertu. Þessi litgreiningaraðferð minnk- ar heildar-farfamagn í prentun (TIC) úr u.þ.b. 320-350% niður í 250%-300% án þess að gæði prentmyndanna rýrni að neinu marki. Þar sem vægi CMY farf- anna í skuggum og hlutlausum tónum minnkar þegar UCR er notað hefur breytileg farfagjöf i prentun minni áhrif á grájafnvæg- ið en þegar litgreint er með hefðbundnum aðferðum. Brott- nám undirlitarins bætir líka viðloðun (trapping) farfanna þegar þeir leggjast hver ofan á annan í prentuninni. Samkvæmt fræðunum á UCR að þýða ódýrari prentun þar sem minna er notað af dýrari CMY förfum og meira af tiltölulega ódýrum svörtum farfa en í hefð- bundinni prentun. I raun er sparnaðurinn þó ekki eins mikill og oft er látið í veðri vaka. UCR getur minnkað skil prent- mynda og smáatriði í skuggum geta einnig minnkað örlítið þegar litgreint er með þessum hætti. UCR er mjög vinsæl litgreining- araðferð í dag, hugsanlega vegna þess að hún er önnur tveggja aðferða sem Photoshop býður uppá. Þess misskilnings verður oft vart, sérstaklega hjá „skjáborðs kynslóðinni“ sem aðeins hefur kynnst litgreiningu í Photoshop, að UCR tryggi betri litgreiningu en heföbundin litgreiningaraðferð. Sannleikurinn er hinsvegar sá að þó UCR sé notadrjúg aðferð sem getur minnkað mörg vandamál er tengjast miklu heildarfarfamagni þá er heföbundin litgreining gerð af alúð og nákvæmni ekki verri og oft reyndar betri. Gráþáttaruppbót (Gray Component Replacement - GCR). Gráþáttaruppbót (GCR) kom fýrst fram í kringum 1940 en komst ekki í almenna notkun í litgreiningum fyrr en skannar urðu algengir í kringum 1980. UCR hefiir áhrif aðeins í hlut- lausum gráum og svörtum litatón- um (akrómatískum litum) og má því líta á hana sem brottnám grá- þáttarins að hluta. Það er hægt að beita UCR í litgreiningu án þess að nota GCR en ekki er hægt að nota GCR án þess að nota einnig UCR. GCR litgreining er ekki bundin við hlutlausa gráa og svarta tóna heldur alla þríkrómatiska liti á öllu tónsviðinu og því má kalla hana fullkomið gráþáttarbrottnám. GCR hefur engin áhrif á eintóna liti eða annars stigs grunnliti (RGB) ein- faldlega vegna þess að þar er engan gráþátt að finna. Mest er virkni GCR í brúnum litatónum þvi þeir eru samsettir af því sem næst jafhmiklu af öllum CMY förfunum. Gráþáttaruppbót auðveldar prenturum að halda góðu grá- jafnvægi við erfið skilyrði eins og í dagblaðaprentun, þurrktími styttist og farfaloðun (trapping) verður betri. Hætta á móra- mynstri minnkar vegna þess að þeir tónar sem viðkvæmastir eru fýrir móra eru gerðir af tveimur staðallitum og svörtu en ekki fjórum staðallitum eins og þegar litgreint er með hefðbundnum hætti. Auk þess lækkar farfa- kostnaður þar sem minna er notað af „lituðu" förfunum en þeir eru alla jafna dýrari en sá svarti. Þriggja lita rastagrunnar geta oft verið erfiðir í prentun en með því að fjarlægja gráþátt þeirra alveg og setja svart í staðinn, þannig að grunnarnir séu byggðir upp af tveimur litum og svörtum, verður auðveldara að halda þeim stöðugum í prentun. Gráþáttaruppbót getur bætt mettun þríkrómatískra lita ef hinir ríkjandi litir eru ekki fjar- lægðir í of miklum mæli. Fræðilega er hægt að nota 100% gráþáttaruppbót, þ.e.a.s fjarlægja alveg alla prentpunkta þess prentlitar sem minnst er af í þríkrómatískum lit og samsvar- andi punktagildi hinna tveggja prentlitanna og setja sömu punkta- gildi svarts prentfarfa í staðinn án þess að breyta litblæ þríkróma- tíska litarins. Það ætti hinsvegar að nota GCR með gát og hafa ætti í huga að í slíkum litgreiningum er svarti farfinn í lykilhlutverki og i raun með fullt tónsvið, andstætt því sem er í UCR eða hefö- bundinni litgreiningu. Það gefur besta raun að fjarlægja u.þ.b 40-60% gráþáttarins. Kostimir við GCR litgreiningu geta í fljótu bragði sýnst þýða að þetta sé besta litgreiningarað- ferðin en ýmsar ástæður eru þó fýrir því að ekki em allir ginn- keyptir fýrir þessari aðferð. Það er algengt að þekja (den- sity) svarta farfans í prentun sé höfð mikil til þess að svart letur verði nægjanlega dökkt. 16 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.