Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 17
Á myndunum hér að ofan má sjá hversu miklu meiri áhrif flökt í farfagjöf getur haft á hefðbundnar litgreiningar en þær sem gerðar eru með t.a.m, GCR aðferð. Efri myndirnar tvær eru litgreindar á hefðbundinn hátt en í þeirri til hægri er magenta aukið um 5%. Neðri myndirnar tvær eru litgreindar með GCR aðferð og í myndinni til hægri er magenta sömuleiðis aukið um 5%. Eins og sjá má eru áhrif aukningarinnar á magenta-farfanum miklu minni á GCR myndinni (neðst til hægri) en á þeirri sem litgreind er með hefðbundinni aðferð (efst til hægri). Ef GCR litgreiningar eru not- aðar eykst hættan á að litir í myndum verði „óhreinir“ þegar þekja svarta farfans er aukin. Því þarf oft að minnka þekju svarta farfans til að koma í veg fyrir mengun lita sem þá aftur bitnar á svertu letursins. Möguleikamir á að breyta lit- áferð mynda í prentun með því breyta farfaþekjunni minnka til mikilla muna þegar GCR er beitt. Gráþáttaruppbót hentar því best fyrir verkefni þar sem aðaláherslan er lögð á stöðugleika og endur- takanlega útkomu og þar sem mikið farfamagn getur orðið til vandræða en ef viðskiptavinurinn þarf hins vegar eða vill gera miklar breytingar á prentvélinni, t.a.m. þegar verið er að prenta listaverka- bækur o.þ.h. er ekki skynsamlegt að nota GCR í litgreiningum. Undirlitarviðbót (Under Color Addition - UCA) Þegar gráþáttaruppbót er notuð við litgreiningu virðast skuggar prentmynda oft of ljósir eða gráir. Astæðan er sú að svarti prent- farfinn hefúr ekki nægjanlega svertu til að viðhalda sama sjón- ræna þéttleika og næst með sam- prentun CMY farfanna sem hann kemur í staðinn fyrir. Til að bæta úr þessu þarf því oft að auka CMY punktagildin í skuggum og grátónum eða á akrómatískum svæðum mynda án þess að hafa áhrif á þríkróma- tíska liti. Þetta er gert með með s.k. undirlitarviðbót (Under Color Addition - UCA). Heimildir: Color and its reproduction 2nd edition Gary G. Field GATF press 1999 Understanding digital color Phil Green GATF press 1995 Undercolor removal A color reproduction consideration Thomas A. Whiteman GATF second sight nr. 59 Knatlspyrnumót FBM r m á. Gulllið Kassagerðarinnar, A-Iið. Knattspyrnumótið fór fram í Egilshöll laugardaginn 24. apríl 2004. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er spilað á gervigrasi. Tíu lið mættu til leiks. Keppt var í tveimur riðlum og síðan fór fram úrslitakeppni þar sem átta lið kepptu. Kassagerðin A lið stóð uppi sem sigurvegari en liðið sigraði einnig á síðasta móti. Keppendur gerðu góðan róm að aðstöðunni og mótið gekk fljótt og vel fyrir sig við glæsilegar aðstæður í Egilshöll. Umsjón- armenn mótsins voru: Georg Páll Skúiason, Sigurjón Kristjánsson og Ómar Brunó Ólafsson dómari. Fjögurra liða úrslit: Kassagerðin A - Litlaprent-Prenttækni 3-0 Kassagerðin Ö - Vörumerking 0-1 Þriðja sætið: Litlaprent-Prenttækni - Kassagerðin Ö 0-2 Úrslit: Kassagerðin A - Vörumerking 1 -0 PRENTARINN ■ 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.