Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 18
I Sameiningar félaga Sæmundur Árnason Ársfundur Nordisk Grafisk Union var þetta árið haldinn í Mariehamn á Álandseyjum dagana 14. til 16. júní 2004. Fulltrúar FBM á þinginu voru þeir Sæmundur Árnason og Pétur Ágústsson og túlkur Magnús Einar Sigurðsson. Ársfundurinn hófst þann 14. júní með fyrirlestri í Ráð- húsinu í Mariehamn þar sem fulltrúi heimastjómar sagði frá stöðu og pólitík á eyjunum. Fulltrúi frá finnska alþýðusam- bandinu, Markku Jaaskelainen, sagði frá samskiptum þeirra við verkalýðsfélögin í austrinu. Flann sagði m.a. að Samstaða væri eina verkalýðsfélagið í Póllandi sem væri aðili að evrópskum samtök- um en annað, mjög hægri sinnað, félag væri ekki með og pólskar raddir heyrðust Htið í Evrópu. I Póllandi er 21% atvinnuleysi. Þá væri Eistland mjög veikt í verkalýðsmálum en um 15% em í verkalýðsfélögum, svipuð staða væri í Lettlandi og Litháen. Laun í þessum löndum væru nálægt 40% af finnskum launum. 1 Tékk- landi og Ungverjalandi er félags- þátttaka um 40%. Þar eru fimm sambönd sem taka þátt í evrópsku samstarfi. Það hversu lág prósenta fólks vill vera í verkalýðsfélögum er alfarið arfúr frá þeim tíma er allir vom skyldaðir til að vera með og fólk setur þetta í sam- hengi við stjóm kommúnista á verkalýðshreyfingunni í þessum löndum. Nú vill fólk frelsi, vera einstaklingar og lítur til USA sem þess er best er í heiminum. Miklar untræður urðu unt flutn- ing starfa á milli landa en áhyggju- efni er íyrir okkur á Norðurlönd- um hve kaup og kjör em léleg í þessum löndum. Odýrt vinnuafl flæðir yfir þar sem flestir fara í Pétur Ágústsson arafíska Pétur Agústsson og Sœmundur Árnason formaður FBM. svarta vinnu og mafian í þessum löndum er mjög virk í að stjóma vinnuaflinu á milli landa. Mikil hætta er framundan í Finnlandi og Sviþjóð þar sem auðvelt er að færa vinnuna og stutt á milli landa. Formaður finnska félagsins taldi nauðsynlegt að Uni Network lnternational fengi skilaboð frá NGU um það hvað bæri að gera og við ættum jafnvel að vera með tillögur fyrir næsta UNI þing. Eftir hádegi þann 14. júní setti formaður NGU Pertti Raitoharju ársfundinn sagði að fyrsta árið hjá sér hefði farið í að læra á starfið. Pertti sagði að skýrsla hefði borist frá jafnréttisráðstefn- unni er var í Finnlandi í apríl 2004 og væri hún til umfjöllunar í stjórn og yrði tekin fyrir á næsta ársfundi. Haustráðstefnan yrði í Danmörku og mundi fjalla um umbúðaiðnaðinn. Stjórn NGU hefur fjallað um formannsstöð- una í Uni Graphical en Réne van Tilburg hættir í haust. Við vorum með tillögu um Jens Pors en hann hefúr dregið sig til baka. Svo það gæti orðið samstaða með Suður- Evrópu um franskan fulltrúa. Nefnd sem NGU hefur verið í forsvari fýrir um grunn- og eftir- menntun hefur ekki skilað árangri því lítill áhugi er utan landa í Norður-Evrópu, skilaboð NGU eru að við höfum lítinn áhuga á að vinna í óvirkum nefndum. Þá þarf NGU að mynda sér skoðun á evrópskum vinnu- markaðsfyrirmælum. Síðan er stóra spurningin hver verður þróun NGU - breytist það - hvert stefnir? I skýrslu stjórnar kemur fram að félögum innan NGU hefur fækkað um 5990 frá síðasta ári, eina landið sem hefur fjölgað félagsmönnum er ísland. Skýrsla stjórnar samþykkt. Reikningar voru samþykktir með halla uppá 389.798 d.kr. Samþykkt að félagsgjaldið yrði óbreytt, þ.e. 16 kr. sænskar á félaga. Stjórn NGU er þannig skipuð: Formaður Pertti Raito- harju, Finnlandi, Bjarne Nilsson, Danmörku, Jan Österlind, Sví- þjóð, Roger Andersen, Noregi. Roger Andersen formaður Norsk Grafisk Forbund fer á eftirlaun í byrjun næsta árs og hættir þá í stjórn NGU. Anders Skattkjær tekur sæti hans í stjórn NGU. Formaður FBM er vara- fulltrúi í aðalstjórn og fastanefnd Uni Network International. Þriðjudag 15. júní voru fluttar skýrslur landanna, það helsta sem kom fram var meðal annars að Grafisk Forbund í Danmörku hætti endanlega á árinu sem sjálfstætt félag og er nú í HK privat. En HK samanstendur af fimm sjálf- stæðum deildum. Á árinu varð 2% hækkun launa í Danmörku. Finnar eru að reyna að fá fimm vikna orlof og kæmi þá viðbótar- vikan sem vetrarorlof, stóra vanda- málið er svört vinna frá Eistlandi. I skýrslu FBM sagði ég frá inngöngu okkar í ASÍ og nýgerð- um kjarasamningi. Einnig því hver prósentuhækkunin væri á taxtalaunum nær greiddu kaupi. Pertti sagði að við mættum ekki greina frá svona háum prósent- um, það væri áfall fyrir aðra. Fulltrúi Færeyja ræddi mest stöðu fiskvinnslunnar sem er nei- kvæð og kemur niður á almenn- um launum, færeyska félagið er í viðræðum við blaðamenn um samstarf eða sameiningu.. I Noregi er 9% atvinnuleysi en 14% í forvinnslunni. Norsk Gra- fisk Forbund hefúr ákveðið að stefna að samruna við Fællesfor- bundet. NGF hefur misst um 3000 félaga á 4 árum. Þess vegna er fjárhagsstaðan slæm og eru þeir að ganga á höfuðstólinn, sem getur ekki gengið lengur og ekki um annað að gera en að ganga til samstarfs við Fælles. Þar verður ekki hægt að starfa sem deild vegna fjárhagsins, því mun NGF verða lagt niður með inngöngu í 18 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.