Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 11
Útgjöld til ellilífeyris almanna- trygginga munu lækka þrátt fyrir vaxandi fjölda ellilífeyrisþega vegna aukningar í öðrum tekjum ellilífeyrisþeganna, fyrst og fremst vegna tekna frá lífeyris- sjóðum, séreignaspamaði og fjár- magnstekna. Útgjöld hins opinbera til heil- brigðisþjónustu aldraðra munu aukast en ekki fylgja hlutfalls- legri aukningu tjölda aldraðra þar sem þeir sem notendur munu við óbreytt greiðslukerfi axla stærri hluta kostnaðar. Skattgreiðslur aldraðra munu stóraukast vegna aukinna lífeyris- réttinda, útborgunar séreignaspam- aðar og vaxandi fjármagnstekna. Breytingin mun í stuttu máli verða sú að samanborið við að 0,6% landsframleiðslu vantar upp á að aldraðir kosti ellilífeyri al- mannatrygginga og heilbrigðis- þjónustu sína í dag munu þeir árið 2040 skilja 2,5% eftir til annarrar ráðstöfunar í höndum hins opinbera. Niðurstöður Lífeyrisþegar framtíðarinnar munu almennt sjálfir standa straum af framfærslu sinni og með skattgreiðslum munu þeir sem hópur gera meira en standa undir þeirri opinberu þjónustu sem þeir nýta mest. Án úttektar á því hvemig aðrir þjónustuþættir hins opinbera nýtast ellilífeyrisþegum verður ekki einhlítt fullyrt um það hvort þeir muni greiða meira til hins opinbera en það kostar til þeirra vegna. Niðurstaðan að ofan er visbending um að svo verði. Ellilífeyrisþegar framtíðarinnar munu ekki verða samfélaginu byrði heldur þvert á móti. Þeir munu hafa stöðugar tekjur nánast óháð dyntum stjórnvalda á hverjum tíma og óháð hags- veiflum. Framfærsla þeirra verður ekki vandamál í hörðu árferði. Því verður öfúgt farið. Ellilífeyris- þegar rnunu viðhalda eftirspurn á samdráttartímum með reglu- bundnum tekjum sínu. Þeim mun líkt farið og jarðeigendum mið- alda sem lifðu á jarðarrentunni. Eignaaukning og sérstaklega séreignasparnaðurinn munu tryggja mörgum öldruðum frelsi til að taka ákvörðun um starfslok áður en að lífeyrisaldri kemur. Nýti margir aldraðir sér þá aðstöðu lækka tekjur þeirra á ellilífeyrisaldri sem því svarar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa aflétt skuldbindingum af ríkis- sjóði með uppbyggingu lífeyris- sjóðanna. Samspil kjarasamninga og laga og aukin efnaleg vel- megun hafa gefið einstakling- unum tryggingu fyrir traustri afkomu í ellinni og nokkurt sjálfdæmi um það hvenær þeir láta af störfúm. Vegna tengsla lífeyriskerfisins og kjarasamninga hefur umræðan um lífeyrismálin stöðugt verið hluti af almennri kjaramálaum- ræðu og verið skoðuð í heildar- samhengi. í fyrsta lagi hafa báðir aðilar gert sér grein fyrir því að greiðsl- ur í lífeyrissjóð eru á kostnað launa. Það kostar það sama fyrir atvinnurekanda að greiða hærra kaup og greiða samsvarandi iðgjald í lífeyrissjóð. í samninga- viðræðum hafa lífeyrissjóðimir því alltaf verið metnir í saman- burði við kaup, veikindarétt, orlof eða hvaða kostnaðarlið annan við viljum nefna. í öðru lagi hefur alltaf legið fyrir að á almennum markaði geta lífeyrissjóðirnir aldrei til lengdar greitt meira út en nemur iðgjaldagreiðslunum ásamt ávöxtun. Þegar örorkubyrði og langlífi aukast eru einungis tveir kostir tiltækir, að hækka iðgjöld eða skerða réttindi. Samnings- aðilar hafa tekið á málum eftir báóum leiðum. Ellilifeyrir, maka- lífeyrir og örorkulífeyrir hafa verið skertir og það hefúr verið samið um hækkun iðgjalds. Ákvarðanir hafa verið teknar af ábyrgðartilfinningu eftir víðtækar umræður á vettvangi samtakanna. Stjórnkerfi lífeyrissjóðanna þar sem verkalýðsfélögin og atvinnu- rekendur deila áhrifum að jöfnu og tenging við samningaviðræður hafa gert aðlögunina mögulega. Án þeirrar tengingar er vandséð hvernig hefði verið unnt að laga kerfið að breyttum aðstæðum. Ef sjóðirnir hefðu verið sjálfstæð og óháð fyrirtæki hefðu stjórntækin tæplega verið önnur en réttinda- skerðing. Þá er einnig ólíklegt að pólitíska kerfið hefði tryggt nauðsynleg viðbrögð. I því kerfi er réttindaskerðing ekki eins beintengd fjármögnuninni og fjármögnunin ekki í sömu tengsl- um við launaákvarðanir. Séreignasparnaðurinn og aug- lýsingar ijármálafyrirtækjanna sem öll keppast við að fá fjár- muni til ávöxtunar hafa aukið skilning fólks á samhengi sparn- aðar og lífeyris. Séreignasparnað- urinn hefúr þannig sfyrkt lífeyris- sjóðakerfið og það er væntanlega einsdæmi að samið sé um að sparnaðarffamlag atvinnurekenda sé skilyrt því að starfsmaður leggi sjálfur til hliðar. Útreikningurinn hér að framan er mjög einfaldaður og ýmsar ályktanir eru umdeilanlegar. Hér er gert ráð fyrir 3,5% raunvöxt- um, 1 % árlegri raunlauna- hækkun, áframhaldandi Iengingu lífaldurs, að lífeyrissjóðirnir muni viðhalda núverandi rétt- indaávinnslu með þeirri hækkun iðgjalda sem nú hefur verið samið um og reglur almanna- trygginga og um notendagreiðsl- ur í heilbrigðiskerfinu breytist ekki. Það er ekki gert ráð fyrir því að ellilífeyrisþegar sem árið 2040 verða fjórðungur kjósenda beiti atkvæðum sínum til að breyta kerfinu sér í hag. Allt þetta og raunar fleira í saman- tektinni orkar tvímælis. Eg held hins vegar að sú grundvallar- niðurstaða standi að ellilífeyris- þegar munu í framtíðinni búa við trausta afkomu og verða óháðir vilja vinnandi fólks til að sjá þeim farborða og veita þeim þjónustu. Útgjöld hins opinbera vegna ellilífeyris 2004 2,3% 2040 1,3% Útgjöld hins opinbera vegna hjúkrunar- þjónustu aldraðra 2000 3,0% 2040 4,8% Heildarútgjöld vegna þessara tveggja þátta 2004 5,3% 2040 6,1% Hlutur skattgreiðslna aldraðra 2004 4,7% 2040 8,6% 7/7 ráðstöfunar til annarra útgjalda 2004 -0,6% 2040 2,5% PRENTARINN ■ 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.