Prentarinn - 01.11.2004, Page 15

Prentarinn - 01.11.2004, Page 15
Þegar hæstu punktagildi allra prentfarfanna eru lögð saman fæst s.k. heildar-farfamagn (Total Ink Coverage eðaTIC).Þegar krómatískum lit- greiningum er beitt verður heildar-farfamagnið oft á bilinu 340-360%. Þetta skilar dökkum skuggum og skapar oftast ekki vandamál í prentun nema ef prentað er á lélegan pappír og/eða þegar mikið er af dökkum skuggum í m/ndum en þá getur svo hátt farfamagn valdið ýmsum erfiðleikum s.s. vegna smits og lengri þurrktíma. Með akrómatískum litgreiningar-aðferðum má minnka heildar-farfa- magnið niður í 240-320% án þess að gæði prentmyndanna rýrni og þannig losna við þau vandamál sem geta fýlgt miklu heildar-farfamagni. Á gráskölunum þremur á þessari mynd má sjá hvernig heildar farfaþekjan breytist eftir þvf hvaða litgreiningaraðferð er beitt enda þótt sverta skugganna virðist hin sama. Lengst til vinstri má sjá hefðbundna litgreiningu, næst kemur UCR litgreining og að síðustu GCR litgreining. Rauðu krossarnir á myndunum sýna þann stað á gráskalanum þar sem svarti farfinn byrjar að prentast (I % svart). Þegar litgreint er með hefðbundnum hætti byrjar svartur farfinn að prentast í 3/4 tónum (I % punktur) og eykst síðan smám saman í 80% f skuggum. Svarti farfinn er sagður stutt tónsvið og heildar- farfaþekjan er 355%. Þegar UCR er notað er 1% svarti punkturinn í 1/4 tónum en magn svarta farfans er aukið i' miðtónum, 3/4 tónum og skuggum til að endurheimta þéttleikann sem orsakast af minnkun cyan, magenta og gulu i' miðtónum og skuggum. Heildar-farfamagnið er nú 300%. Þegar GCR er notað er 1% svarti punkturinn færður frá 1/4 tónum nær háljósunum og eykst frá þeim punkti yfir skugga þar sem punktastærð svarta farfans er 95%. Þetta gerist vegna þess að öll CMY punktagildin á öllum gráskalanum minnka um umbeðna GCR prósentu. Heildar-farfamagnið er hér sem fyrr 300% máta og því hægt að fjarlægja svarta litinn þaðan sem hann átti ekki erindi án teljandi áhrifa á aðra litaflokka. Það var því hægt að lengja tónsvið svörtu filmunar verulega og láta svarta prent- farfann enn frekar hjálpa CMY förfunum við að halda hlutlausu grájafhvægi og ná meiri þéttleika í svörtustu skuggum þannig að prentmyndir líktust ljósmyndum enn meir. í rafrænum litgreiningum byrj- ar svart oftast að prentast í 1/4 tónum og punktastærð svarta prentlitarins í skuggununt er aukin. Stærsti svarti prentpunkt- urinn er breytilegur eftir eðli fyrirmynda en oftast eru þeir þó á bilinu 70-80%. Á myndinni hér að ofan má sjá áhrif gráþáttar-uppbótar (GCR) á þrikrómatíska liti. I efstu röðinni má sjá samsetningu CMY farfanna f rauðum, grænum og bláum lit. I næstu röð má sjá hvernig samsetningin yrði eftir að allur gráþáttur væri fjarlægður (100% GCR). I þriðju röð hefur svörtum farfa verið bætt við i' sömu hlutföllum og gráþátturinn sem fjarlægður var Neðsta röðin sýnir hvernig samsetning litanna yrði ef einungis helmingur gráþáttarins væri fjarlægður og svörtum farfa bætt við f hlutföllum við það (50% GCR). Punktastærð Cyan, Magenta og gula farfans er frekar mikil í skuggum, oft um 90-95% og heildar-farfamagn, þ.e.a.s. summa hæstu punktaprósenta allra lita, því um 340-360%. Þetta mikla heildar-farfamagn getur valdið ýmsum vandamálum í prentun, sérstaklega í streng- prentun (web offset) eða þegar prentað er á gljúpan pappír eins og í dagblaðaprentun. Mikil notkun á Cyan, Magenta og gulum förfum er líka nokkuð kostnaðarsöm, en þeir eru dýrari en svarti farfinn. I litgreiningu er hinsvegar hægt að minnka verulega punkta- stærð CMY farfanna í skuggum og þríkrómatískum litum en auka um leið punktastærð svarta farf- ans sem minnkar hættuna á prentvandamálum. Það má nefni- lega fjarlægja fyllingarlitinn, að miklu eða öllu leyti, úr þríkróma- tískum litum og setja svartan farfa með sama sjónræna þétt- leika í stað hans án þess að hafa áhrif á litblæ þríkrómatíska lit- arins. Þetta er kenningin að baki undirlitar-brottnámi (Under Color Removal - UCR) sem er ein- skorðað við skugga og hlutlausa grátóna og gráþáttar-uppbót (Gray Component Replacement - GCR) sem verkar á öllu tónsvið- inu. Undirlitar-brottnám (Under Color Removal - UCR) Undirlitar-brottnám (UCR) felur í sér að hluti af Cyan, Magenta og gulu prentförfunum er fjarlægður á hlutlausum eða nærri hlutlaus- um tónsvæðum og svörtum prentfarfa bætt við í staðinn. UCR hefst vanalega í 1/4 tónum (við u.þ.b 25% punktagildi) en hefur mest áhrif í skuggum og hlutlausum efri miðtónum en lítil PRENTARINN ■ 15

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.