Prentarinn - 01.11.2004, Síða 9

Prentarinn - 01.11.2004, Síða 9
100%. Með þessu er tekið tillit til þess að talið er að það sé hlut- fallslega dýrara að búa einn. Rétt er að taka fram að almannatrygg- ingar greiða ýmsar uppbætur á þessar lágmarksupphæðir við sérstakar aðstæður. Lífeyrissjóðir A íslandi gilda lög um iðgjalda- greiðslur og lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og á almennum vinnumarkaði hefur verið samið um iðgjaldagreiðslur í lífeyris- sjóði. Með lögum hefur öllum, jafnt launafólki sem sjálfstæðum atvinnurekendum, verið gert að greiða til lífeyrissjóðs. I sjóðsöfn- unarkerfi opinberra starfsmanna greiða starfsmenn 4% tekna sinna og atvinnurekandi 11,5%, en á almennum markaði eru greiðslur 4% og 6%, sem á næstu árum hækkar í 8%. Opinberir starfs- menn ávinna sér ellilífeyri sem svarar 1,9% af tekjum vegna hvers árs í starfi og á almennum markaði er meginreglan 1,4- 1,65% nú fyrir hækkun iðgjalds. Lífeyriskerfið hefur verið að byggjast upp á undanförnum árum. Meginsamningarnir voru gerðir 1969 og frá 1990 hefur verið greitt af öllu kaupi. Líf- eyrisrétturinn hefur þannig aukist ár frá ári og segja má að upp- bygging kerfisins sé tæplega hálfnuð. í dag er tryggingafræði- legur grunnur lífeyrissjóða á al- mennum markaði um það bil þannig að ellilífeyrir tekur til sín um 76%, örorkulífeyrir 17% og greiðslur vegna maka og barna eru um 7%. Miðað við óbreytta skiptingu og 12% iðgjald færu um 9% iðgjaldsins til ellilífeyris en það má nefna að sjóðsöfnun með 2,5% ávöxtun umfram launabreytingar samsvarar rúm- lega 18% í gegnumstreymiskerfi. Almannatryggingar taka i ríkum mæli mið af tekjum bóta- þega. Ef einstæður ellilífeyrisþegi þiggur lífeyri sem nemur kr. 140.000 á mánuði úr lífeyrissjóði falla allar opinberar tryggingabæt- ur niður, að grunnlífeyrinum undanskildum. Heildartekjur elli- lífeyrisþegans að frádregnum sköttum verða því kr. 126.535. Af 140.000 krónunum fær ellilífeyris- þeginn þannig kr. 37.058 í eigin vasa, en hið opinbera fær kr. 102.942, annars vegar vegna skerðingar ellilífeyris ffá ríkinu og hins vegar skattgreiðslna. Raun- veruleg skattlagning er 74% og ellilífeyrisþeginn fær 26% í sinn hlut. Ráðstöfunartekjur hækka engu að síður um rúmlega 41%. Grunnlífeyrir skerðist ekki vegna greiðslna frá lífeyrissjóð- um en atvinnutekjur og ljár- magnstekjur geta valdið frádrætti. Séreignasparnaður Frá árinu 1999 hefur fólki gefist kostur á að greiða í lífeyrisspamað og er fyrirkomulagið í dag almennt þannig að hver einstaklingur hefur rétt til að greiða allt að 4% tekna sinna í lífeyrisspamað sem dragast frá skattskyldum tekjum. Samn- ingar tryggja almennt að atvinnu- rekandi jaffii greiðslur starfs- mannsins allt að 2% þannig að þeir sem nýta sér kerfíð að fullu fá 6% i lífeyrisspamað. Þetta kerfi hefur ekki verið það lengi við lýði að það setji mark sitt á tekjur elli- lífeyrisþega en svo mun verða í ffamtíðinni þar sem verulegir hagsmunir eru fólgnir í því fyrir einstaklinginn að spara minnst 2% til að tryggja sér mótffamlag atvinnurekandans. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir A árinu 2004 er áætlað að al- mannatryggingar greiði ellilíf- eyrisþegum samtals 20,1 milljarð króna. Af þessari upphæð er grunnlífeyrir tryggingakerfisins tæpur þriðjungur. Greiðslan fellur í skaut um 27 þúsund eliilífeyrisþegum, sem þannig fá hver um sig um 74 þúsund krónur á mánuði. Þar sem heildarfjöldi ellilífeyrisþega er um 31 þúsund þýðir þetta að um 13% fá engan lífeyri frá almann- atryggingum. Mikilvægustu skýringarnar eru að þeir hafi annað hvort atvinnutekjur eða tekjur úr lífeyrissjóðum, ásamt eignum sem gefa af sér þær fjármagnstekjur að grunnlífeyrir fellur niður. Atvinnuþátttaka yngri ellilífeyrisþeganna fer ört minnkandi og því verður fyrri skýringin ekki eins mikilvæg þegar fram í sækir. Vægi hinna tveggja skýringanna fer hins vegar hratt vaxandi. Ef heildar- fjárhæðinni frá almannatrygging- um er skipt á alla 31 þúsund elli- lífeyrisþegana koma að meðaltali 64 þúsund í hvern hlut. Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóð- anna vaxa hratt. Árið 2004 reikna ég með, að lífeyrissjóðir vinnu- markaðarins greiði til ellilífeyris- þega samanlagt um 20,1 milljarð króna eða nánast sömu upphæð og almannatryggingar. Sumir ein- staklingar fá ellilífeyri frá ríkinu, án þess að fá greiðslur úr lífeyris- sjóðum vinnumarkaðarins og öfugt. Eg hef ekki kannað þetta samspil sérstaklega en tölurnar gefa þá niðurstöðu, að 31 þúsund ellilífeyrisþegar fái að meðaltali 128 þúsund króna á mánuði fyrir skatt frá þessum tveimur aðilum. Atvinnutekjur og fjármagnstekjur bætast síðan við þá tölu. Þeir sem nú eru á lífeyri eiga misjafhan lífeyrisrétt hjá lífeyris- sjóðunum. Þeir elstu eiga al- mennt takmarkaðan rétt og þeir yngri mun meiri. Ef meðaltalið er 64 þ.kr. er líklegt að þeir sem nú eru að fara á Hfeyri fái um 95 þ.kr. á mánuði. Um leið og yngri lífeyrisþegarnir fá meira frá líf- eyrissjóðum fá þeir að sama skapi minna frá almannatrygg- ingum. Með aukinni ávinnslu lífeyrisréttinda frá lífeyrissjóði og fráfalli þeirra sem minnstan rétt hafa, vex hlutur lífeyrissjóðanna og hlutur almannatrygginganna minnkar. Árið 2040 eru 50 ár liðin frá því almennt var farið að greiða í lífeyrissjóð af öllum launum. Þeir sem þá fara á lífeyri við 67 ára aldur hafa því greitt til lífeyrissjóðs af öllum atvinnu- tekjum sínum alla starfsævina, íyrst sem námsmenn í sumar- vinnu eða starfi með námi og síð- an jafnt af atvinnu sem atvinnu- leysisbótum. Þeir munu einnig flestir hafa greitt í séreignasparn- að lungann úr sinni starfsævi. Fólk sem ekki hefúr náð á vinnu- markað vegna fötlunar, sinnt ólaunuðum eða tekjulitlum hugð- arefnum eða haldið sig utan vinnumarkaðar vegna heimilis- starfa og ekki gert samkomulag við maka sinn um skiptingu líf- eyrisréttar mun áfram að mestu verða að reiða sig á greiðslur almannatrygginga. í þessari samantekt er ekki gerð tilraun til að greina einstaka hópa eða stöðu PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.