Prentarinn - 01.11.2004, Side 14

Prentarinn - 01.11.2004, Side 14
Svarta litgreiningin Jón A. Sandholt Formáli Prentfarfarnir í frádrægu grunn- litunum Cyan, Magenta og gulu (CMY) sem notaðir eru við prentun mynda ekki sama þétt- leika í skuggum og er að finna i ljósmyndum. Svarta litnum er því bætt við í litgreiningu og þéttleikasvið prent- unarinnar þannig aukið. Hvar svarti farfinn prentast í prent- myndinni er eitt af lykilatriðunum við gerð góðra prentmynda. Það skiptir því miklu að lit- greiningar séu gerðar á þann hátt að hægt sé að hafa góða stjórn á svarta farfanum. Rétt gerð iitgreining skilar prentmyndum með hlutlausa grá- tóna og dökka skugga. I þessari grein er ætlunin að fjalla um þær aðferðir sem aðal- lega eru notaðar til að stjórna svörtu litgreiningunni, hvenær hinar einstöku aðferðir eiga við og hverjir eru kostir þeirra og gallar. Til hvers þarf svarta prentfarfann? Svartir skuggar og grá svæði í ljósmyndum eru mynduð af jöfn- unt hlutföllum Cyan, Magenta og gulra litarefna (CMY), það er ekkert svart litarefhi í Ijósmynd- um. Jöfn hlutföll Cyan, Magenta og gulra prentfarfa mynda ekki hlutlausa grátóna eða dökka hlut- lausa skugga. Astæðan er ófullkomnir ísogs- og endurkastseiginleikar CMY prentfarfanna.Til að vinna gegn þessum ófullkomleika þarf að bæta svarta farfanum (K) við, þannig að sama sjónræna sverta náist í prentmyndum og í ljós- myndum. Punktastærð svarta prentlitar- ins er reiknuð út frá stærð Cyan, Magenta og gulu prentpunktanna á hverju einstöku svæði myndar- innar eftir ákveðnum formúlum. Stundum er svartur farfi prentað- ur allstaðar þar sem punktagildi CMY fara yfir ákveðið mark, t.d. 50%, og punktastærð svarta prent- litarins aukin samhliða punkta- stærð hinna þriggja. Þá er talað um að svarti farfinn hafi stutt tónsvið og litgreining- araðferðin er stundum kölluð krómatísk eða hefðbundin aðferð. Á hinn bóginn er punktastærð svarta prentlitarins einnig stund- um reiknuð út eftir niagni fyll- ingarlitar í hverjum tilteknum punkti myndar. Þá er tónsvið svarta farfans lengt og er þá gjarnan talað um akrómatískar litgreiningar. Litir í prentun Litir í prentmyndum verða til þegar einn, tveir eða þrír hinna ífádrægu grunnlita CMY eru prentaðir. Litur sem verður til með prentun aðeins eins farfa er kall- aður eintóna eða „monokróma- tískur“. Slíkir litir eru Cyan, Magenta og gulur. Með því að prenta tvo frádræga grunnliti saman í jöfnurn hlutföllum verða til annars stigs grunnlitirnir rauður (M+Y), grænn (C+Y) og blár (M+C). Með því að prenta alla þrjá frádrægu grunnlitina saman í misjöfnum hlutföllum fást frant s.k. „þríkrómatískir" litir. Þrí- krómatískir litir eru líka rauður, grænn og blár ásamt skyldum lita- tónum. í þríkrómatískum litum eru tveir grunnlitir yfirgnæfandi og ráða þeir blæ litarins. Þriðji W aa a r Hvítt Blátt Svart Liti má skilgreina með þremur grunnhugtökum: Blæ (hue), mettun (chroma, saturation) og birtu (value, lightness). Blær aðskilur einn lit frá öðrum og má eins kalla nafn litarins s.s rautt, grænt, blátt, gult o.s.frv. Mettun segir til um styrk litarins eða fyllingu, þ.e.a.s. hversu langt hann er frá hlut- lausum gráum lit. Birta litar segir til um hversu dökkur hann er liturinn, sá sem minnst er af, gerir þríkrómatíska litinn daufari og dekkri en hefur ekki áhrif á litblæ hans. Þessi þriðji prentlitur er fyll- ingarlitur við þríkrómatíska litinn. Sem dæmi má taka að Magenta og gulur mynda litblæ þríkróma- tísks rauðs litar en Cyan er fyll- ingarliturinn sem gerir litinn „óhreinni“og daufari. Þessi veikasti grunnlitur þríkrómatíska litarins og samsvarandi punkta- stærðir hinna tveggja ráðandi grunnlita mynda s.k gráþátt eða akrómatískan hluta litarins. Litgreiningar í myndavélum Þegar litgreint var í myndavélum eða stækkurum, fyrir daga skanna, var svarta litgreiningin gerð þannig að svarti farfinn byrjaði að prentast á miðju tón- skalans (1% punktur við þéttleika u.þ.b. Dl,60 eða samsvarandi u.þ.b 50% punktastærð) og punktastærðin óx síðan jaftit og þétt upp í u.þ.b. 60% í dekkstu skuggum (við þéttleika u.þ.b. D2,00). Þegar litgreint er með þessum hætti prentast svart ein- göngu ofan við miðju tónskalans en ekkert í Ijósari tónum hans. Tónkúrfa svörtu litgreiningarinn- ar er mjög brött, punktagildin eru frá l%-60% frá miðtónum að svörtustu skuggum. Á ensku eru litgreiningar sem þessar oft kallaðar „skeleton black“. Á þeim tíma sem þessi aðferð þróaðist var ekki hægt að litaleið- rétta svörtu litgreiningarfilmuna (þ.e.a.s. fjarlægja svarta farfann úr mettuðum litum) í sjálfu lit- greiningarferlinu. Ef 1% svarti punkturinn prentaðist í ljósari tónum tónskalans og/eða punkta- stærðin í dekkstu skuggum væri aukin myndi svarti farfinn valda því að litir virtust óhreinir og gráleitir. Því varð að hafa tónsvið svarta litarins stutt og þar sem aðeins var þörf á svarta litnum í gráum miðtónum til að hjálpa CMY förfunum við að halda hlutlausri áferð og í svörtum skuggum til að auka þéttleika þeirra var þetta stutta tónsvið svarta litarins nægjanlegt. Rafrænar litgreiningar Með tilkomu skanna og raffænna litgreininga var hægt að litaleið- rétta Cyan, Magenta, gulu lit- greiningarfilmumar á einfaldan 14 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.