Verktækni - 01.04.2002, Page 3
Samlokufundur
Samlokufundir eru að jafnaði haldnir
fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, kl.
12:00 íVerkfræðingahúsi Engjateigi 9.
Félagsmenn fá samlokur og drykki án
endurgjalds en utanfélagsmenn geta
keypt veitingar á vægu verði. Samloku-
fundir eru auglýstir á heimasíðumVFÍ
ogTFÍ.
Tölvupóstföng
Félagsmenn eru minntir á að senda
upplýsingar um tölvupóstföng sín til
skrifstofunnar, audur@vfi.is eða
audur@tfi.is Einungis þeir sem það vilja
eru settir á póstlista og minntir sérstak-
lega á viðburði á vegum félaganna.
Skilafrestur
Næsta tölublað Verktækni kemur út í
lok maímánaðar. Skilafrestur er til 21.
maí. Þeir sem vilja koma efni í blaðið
og/eða skilaboðum til ritstjóra eru beðn-
ir um að senda tölvupóst á sigrun@vfi.is
eða sigrun@tfi.is.
Tölvupóstföng félaganna
Verkfræðingafélag íslands: vfi@vfi.is
Tæknifræðingafélag íslands: tfi@tfi.is
Stéttarfélag verkfræðinga: sv@sv.is
LEIÐARINN
Að vekja áhuga
Tæknidagar VFI ogTFI vom haldnir í
Smáralind dagana 8. -12. apríl s.l. Sam-
kvæmt talningarkerfi hússins sóttu um
300 manns fýrirlestrana. Auk þess mættu
um eitt hundrað nemendur úr Linda-
skóla og hlýddu á kynningu á viðfangs-
efnum verkfræðinga og tæknifræðinga.
Síðla árs 2000 skilaði vinnuhópurVFÍ
og TFI niðurstöðum sínum varðandi
það hvemig félögin gætu stutt kennslu
í stærðfræði og raungreinum. f greinar-
gerð hópsins kom m.a. fram að í efri
bekkjum grunnskólanna er aðeins um
þriðjungur þeirra kennara sem kenna
stærðfræði með sérmenntun á því
sviði. í raungreinum, sérstaklega eðlis-
og efnafræði er ástandið enn verra.
Einnig kom frarn að nauðsynlegt væri
að breyta viðhorfi foreldra til kennslu í
þessum greinum í grunnskólum og
gera þá meðvitaða um nauðsyn þess
að sú kennsla sem böm þeirra fá sé
nægilega góð og standist þær kröfur
sem gerðar eru í nútíma skólastarfi.
Árið 1996 var gerð athugun á stöðu
raungreinakennslu í framhaldsskólum.
Þar kom m.a. fram að of fáir nemendur
velja raungreinar, skólastefna verkar
letjandi á nemendur og uppeldis- og
kennslufræði veldur erfiðleikum þegar
ráða á fólk tíl kennslustarfa í sinni sér-
grein. í greinargerð vinnuhópsins kemur
fram að ekki verði séð að breyting hafi
orðið frá því athugunin var gerð.Til
dæmis hafi raungreinanám verið minnk-
að um helming á málabrautum, félags-
brautum og listabrautum á síðustu árum.
Félög verkfræðinga og tæknifræðinga
vilja styðja kennslu í stærðfræði og raun-
greinum á grunn- og framhaldsskólastigi
og stuðla að því að fleiri leggi fyrir sig
nám í tæknigreinum. Má því búast við
að kynning eins og sú sem reynd var í
Smáralindinni verði endurtekin. Mark-
miðið er að leiða nemendum fyrir sjónir
að raungreinar opna dyr að skapandi og
gefandi störfum og að nauðsynlegt er að
hafa trausta undirstöðu úr námi.
RÁÐSTEFNA ÆTLUÐ RÁÐGJÖFUM
Framkvæmdasýsla ríkisins stendur fyrir heilsdagsráðstefnu
miðvikudaginn 29. maí 2002 á Grand Hótel.
Hún er sérstaklega ætluð ráðgjöfum á sviði mannvirkjagerðar.
Kynnt verður m.a.:
• Nýútkomið leiðbeiningarit: „Kaup á ráðgjöf'
• Nýútkomnar verklagsreglur um skipan opinberra framkvæmda
• Nýtt fyrirkomulag hönnunarsamkeppna
Munið að taka daginn frá. Skráning á fsr@fsr.is.
Verð kr. 7.500 með hádegisverði og ítarlegum ráðstefnugögnum.
VERKTÆKNI
Engjateigi 9 • 105 Reykjavik
Sími: 568 8510 • Simbréf: 568 9703 •
Tölvupóstur: sigrun@vfi.is • sigrun@tfT.is
Btaðið VERKTÆKNI er gefiö út af Verkfræðingafélagi íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein.
Blaðnefnd: Einar H. Jónsson (Tfí), Ámi Geir Sigurðsson (SV) og Kristinn Andersen (VFÍ) auk ritstjóra.
Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram i blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda.
Prentvinnsla: Gutenberg • Mynd af Pertunni á fbrsiðu: Rafn Sigurbjörnsson • Aðstoð við útgáfu: Hænir sf. Simi: 533 1850 ■ Fax: 533 1855 utgafa@haenir.is