Verktækni - 01.04.2002, Blaðsíða 21

Verktækni - 01.04.2002, Blaðsíða 21
» markmið og aðgerðir til að tryggja starfs- mönnum þau réttindi sem kveðið er á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnréttisáætlanir virðast enn sem komið er þó vera fágætar en nokkur fyrirtæki eru þar til fyrirmyndar og er Baugur þeirra á meðal. Baugur hefur undanfarið unnið að gerð jafnréttisáætlunar. Við undirbúning þessar- ar vinnu hefur Baúgur látið gera jafn- réttiskönnun meðal starfsfólks. Niðurstöð- ur sem komnar eru fram sýna 20-30% launamun milli kynja, þær sýna líka að starfsmenn upplifa jafnvægi milli vinnu og heimilis mismikið eftir stöðu og kyni. Stjómendur upplifa þetta jafnvægi sem minna en aðrir starfsmenn og karlar rem minna en konur. Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem ábyrgð kvenna á heimilis- rekstrinum er yfirleitt meiri en karla. Það getur þó skýrst að einhverju leiti af því að fleiri konur eru í hlutastöðum heldur en karlar. En þetta kemur einnig fram í tengslum við mismikla atvinnuþáttöku kynjanna og mismikla þátttöku í rekstri heimilisins. Upp úr niðurstöðum jafn- réttiskönnunarinnar hefur Baugur mótað stefnu þar sem lögð er áhersla á jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar. Þeim ár- angri má t.d. ná með því að ákveða áður Atvinnuþátttaka 16-74 ára 90 , iiii 86 84 82 80 78 76 74 72 70 75 , a/»* karlar ? 78.6 ? 743 , 1991 2000 Konur I fullu starfl °/o (25-54 ára) 70 65 60 55 50 45 40 68,5 bamlausar 68.7 „-?51,6 ^Z^- «-43,7 en ráðið er í stöðuna hver launin eigi að vera í því skyni að koma í yeg fyrir að kyn hafi áhrif á launagreiðslur. Baugur leggur áherslu á að kerfi til að hækka í launum eða stöðu sé mjög gegnsætt, þannig að hver og einn geti gengið að því sem vísu hvað þurfi til að fá hærri laun eða betri stöðu innan fyrirtækisins. Einnig er lögð áhersla á að réttindi séu virt, t.d. með áherslum á viðhorf til fæðingarorlofs og mótun vinnuferla vegna áreitis. Til dæmis eru stjórnendur hvattir til að sýna gott for- dæmi með því að riýta sér rétt sinn til fæð- ingarorlofs. Auk jafnréttis í launamálum leggur Baugur í jafnréttisstefnu sinni áherslu á að tekið sé á málefnum starfs- manna af erlendum uppruna og að einelti eða áreiti sé ekki ásættanlegt á þeirra vinnustöðumi. Svæðisbundinn launamunur Launamunur á landsbyggð og höfuðborg- arsvæði er talsverður, bæði hjá körlum og konum, en launamunur kynja er meiri á landsbyggðinni. Lítið er til af upplýsingum og rannsóknum um af hverju launamunur kynja er meiri á landsbyggð en í höfuð- borg. Með því að skoða samsetningu íbúa- á landsbyggðinni má sjá að þar vantar konur á aldrinum 20-30 ára og er líkleg- asta skýringin sú að þær séu á höfuðborg- arsvæðinu að mennta sig og fái þokkaleg laun fyrir sína vinnu. Formgerð fyrirtækja * á landsbyggðinni hefur áhrif á þann launamun sem er. Fyrirtæki á landsbyggð- inni eru frekar útibú og því færri forstjórar og yfirmenn staðsettir þar og einnig eru fyrirtækin smærri. Menning er öðruvísi á landsbyggðinni, þar er það rótgrónara að karlmaðurinn á heimilinu sé „fyrirvinnan" og að konur „eigi ekki" að vera í fullu starfi heldur hlutastarfi. „Hið góða líf" á sér fleiri málsvara úti á landi þar sem menn líta á það sem gott líf að geta farið heim í hádeginu með tilheyrandi aðhlynn- ingu og hádegismat. Atvinnuuppbygging þarf að byggjast á rannsóknum þar sem skoðað er hver við erum og hvað við gerum. Síðan þarf að horfa til framtíðar og velta því upp við hvað fólk vill vinna eftir 20-50 ár. Það er áhugavert að skoða hverjir vinna við at- vinnuþróun en það eru alls 25 störf sem skiptast þannig: Framkvæmdastjóri Ráðgjafí Ferðamál Annað Karl 7 5 2 Kona 1 6 2 2 Sjálfstraust og sjálfsstyrkur KannanirVR sýna að: • Atvinnurekendur greiða konum lægri laun en körlum. • Viðhorf til launa eru mismunandi eftir kyni. • Karlar eiga meiri möguleika á starfs- frama og eru frekar í stjórnunarstöðum. • Karlar og konur vinna ólík störf. Konur eru frekar í hlutastarfi eða hætta vinnu vegna fjölskylduábyrgðar og lakari laun eru greidd fyrir hlutastörf en fullt starf. í könnun- umVR hefur komið fram að konur eru dug- legri að sækja sér endurmenntun en karlar en engin mæling er til á samhengi milli end- urmenntunar og aukinna tekna. Það verður því fróðlegt að sjá í svörum við Kjarakönnun SV hvort hægt er að sjá einhvern slíkan mun hjá verkfræðingum, en nú er í fyrsta sinn spurt um endurmenntun í Kjarakönnuninni. VR hefur gert ýmislegt tQ að ýta undir sjálfs- öryggj kvenna og vinna að jöfnum launakjör- um kynjanna. Jafnréttisstefna VR er öllum að- gengileg á heimasíðu félagsins. Auglýsingar VR í sjónvarpi eru stöðug áminning um rétt launþega og launakjör kvenna. Helstu atriði sem VR stendur fyrir varðandi laun og launa- jafnrétti eru: • Kjarasamningar. • Árleg launakönnun. • Námskeið þar sem kennt er að semja um laun. • Námskeið um starfsmannaviðtal enVR hyggst setja upp netnámskeið á heima- síðu sinni. • Sérstök námskeið fyrir konur • Tjáning og tækifæri • Konur til forystu • Starfs- og námsráðgjöf Auk þess tekur VR þátt í samstarfi um jafnréttisverkefni. Samkvæmt kjarakönn- unumVR hefur launamunur milli kynja minnkað um 5% á þremur árum og ef tek- ið er tillit til starfs, menntunar ofl. hefði hann minnkað um 2 %. Stéttarfélag verkfræðinga vinnur á sama hátt að rétti launþega með gerð kjara- samninga og launakönnunar. Á vegum Verkfræðingafélags fslands er verið að vinna jafnréttisstefnu og innan félagsins er starfandi Kvennanefnd sem m.a. tekur þátt í samstarfi um jafnréttisverkefni. Rauðu strikin í fjölskyldulífinu íslendingar eiga Evrópumet í barneignum, hér er meðaltalið 1,99 börn á hverja konu en er í Evrópu 1,4 börn. Þrátt fyrir þetta vinna Islendingar mun meira en Evrópu- búar almennt. Hvort sem litið er til vinnu alls, vinnu kvenna eða vinnu karla.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.