Verktækni - 01.04.2002, Blaðsíða 6

Verktækni - 01.04.2002, Blaðsíða 6
/ / / Avarp Hákonar Olafssonar á 90 ára afmælishátíð VFI: Lögöu grunn aö allsnægta þjóöfélagi Ráðherrar, aðrir gestir, verkfræðingar. Níutíu ár eru liðin frá stofnun Verkfræð- ingafélags íslands. Félagið var stofnað 19. apríl 1912. Þá voru níu íslendingar útskrifaðir úr verkfræðinámi en auk þeirra voru tveir byggingameistarar og tveir erlendir verkfræðingar aðilar að stofnun félagsins. Fyrsti formaður var Jón Þorláksson, síðar forsætisráðherra, en auk hans var Thorvaldur Krabbe, landsverkfræðingur á sviði hafnamála aðal hvatamaður að stofnun félagsins. Ytri aðstæður fyrir verkfræðinga á ís- landi á þessum tíma voru erfiðar: litlir peningar til framkvæmda, takmarkaður skilningur á störfum þeirra og léleg laun. Það var heldur ekki auðvelt fyrir íslendinga að klára slíkt nám, einkum vegna lélegs undirbúnings í raungrein- um í menntaskóla. - Stærðfræðideild var ekki komið á við Menntaskólann í Reykjavík fyrr en 1919 og fyrstu nem- endurnir ekki útskrifaðir fyrr en 1922. Verkfræðingafélagið hélt þó strax frá byrjun uppi öflugri starfsemi og var sá vettvangur þar sem tæknileg málefni voru kynnt og rædd og útgáfa Tímarits Verkfræðinga hófst fljótlega. Þróun félagafjölda íVerkfræðingafé- laginu segir mikið um velmegun þjóðar- innar á hverjum tíma en fjármagn til framkvæmda og þróunar er undirstaða starfa verkfræðinga. Þannig voru félagar enn undir 100 þegar seinni heimstyrjöld- in hófst en 1970 voru þeir orðnir 400 og í dag eru félagar alls 1060. Með stolti fyrir hönd stéttarinnar full- yrði ég að verkfræðingar öðrum fremur hafa lagt grundvöll að því allsnægta þjóðfélagi sem við þekkjum í dag. Þótt menn hafi ekki gert sér í upphafi aldar Hákon Ólafsson form. VFÍ. glögga grein fyrir nytsemi verkfræðinga er öldin önnur nú. Starfssviðið hefur stöðugt breikkað og hafa verkfræðingar haslað sér völl á öllum sviðum þjóðfé- lagsins. Þannig gefur verkfræðimenntun góðan grunn fyrir nánast hvaða starf sem er hvar sem er í heiminum. Verk- fræðingar eru eftirsóttir í fjármálaheim- inum vegna þess að þeir geta reiknað og þeir ná gjarnan árangri í fyrirtækja- rekstri. Nýlega var skýrt frá góðri af- komu eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins. Með fréttinni var mynd af for- stjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækisins en báðir eru verkfræðingar og annar gullmerkishafi Verkfræðingafélagsins. Ýmislegt sérstakt verður gert á stóraf- mælisári. Eitt af því, sem ákveðið var að gera, var að fá vísa menn með góða yfir- sýn og þekkingu tif að líta yfir farinn veg og meta, hvað verkfræðingar hafa afrek- að á seinustu öld. Seinasta öld spannar nánast allt þróunarskeið íslendinga frá örbirgð til alsnægta. Seinasta öld var tímabil tækniþróunar á íslandi sem og í öðrum löndum. Skipuð var nefnd til þess að líta yfir þróun á íslandi á seinustu öld og meta hvaða afrek, þar sem verkfræð- ingar áttu verulegan hlut að máli, þættu athyglisverðust. Þar sem aðstæður á ís- landi hafa breyst mjög með hverjum ára- tug var nefndinni falið að velja það verk- fræðiafrek sem þætti athyglisverðast á hverjum áratug. Nefndin hefur lokið störfum og mun Pétur Stefánsson, for- maður nefndarinnar, kynna niðurstöð- urnar hér á eftir. Með Pétri í nefndinni voru: Helgi Hallgrímsson, vegamála- stjóri, ÓlafurTómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, Valdimar K. Jónsson prófessor og nýkjörinn heiðurs- félagi VFÍ og fyrrverandi borgarstjóri Eg- ill Skúli Ingibergsson. Vil ég þakka nefndarmönnum fyrir það mikla starf sem þeir hafa innt af hendi við þetta vandasama verk og bíð spenntur eftir niðurstöðunum. Auk vals verkfræðiafreka seinustu ald- ar mun Verkfræðideild Háskóla íslands verða afhent gjöf en VFf er stuðningsað- ili deildarinnar og telur hana gegna lyk- ilhlutverki fyrir félagið og stéttina. Að lokinni formlegri dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar. Góðir gestir. Ég vona að við getum öll átt ánægjulega stund hér í Listasafni Reykjavíkur. Ég þakka ykkur fyrir að koma og fagna 90 ára afmæli félagsins og þakka tónlistarmönnunum fyrir þeirra framlag. Ég vil þá biðja Pétur Stefánsson að koma hingað og skýra frá niðurstöðum nefndarinnar varðandi verkfræðiafrek á seinustu öld. CAD ehf. - Skúlagata 61 A -105 Reykjavik - s: 552 3990 - www.cad.is - cad@cad.is autodesk authorlztd dealer mechanlcal

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.