Verktækni - 01.04.2002, Blaðsíða 13

Verktækni - 01.04.2002, Blaðsíða 13
Búrfellsvirkjun. 1981-1990 Flugstöö Leifs Eiríkssonar Allt frá upphafi millilandaflugs íslendinga á árinu 1947 og fram á 9. áratug 20. aldar bjó millilandaflugið við mjög ófullkomnar aðstæður hvað varðar þjónustu við farþega og afgreiðslu flugvéla. Fyrstu árin var far- þegaafgreiðsla í hermannabragga á Reykjavíkurflugvelli en síðan í flugstöð Bandaríkjahers í Keflavík. í byrjun árs 1980 hófst hönnun nýrrar flugstöðvar í Keflavfk, en þá lá fyrir sam- komulag milli íslenskra og bandarískra stjómvalda um hönnun og byggingu flug- stöðvarinnar. Samið var við embætti Húsameistara ríkisins um mótun mann- virkisins í samvinnu við bandarískt ráð- gjafafyrirtæki varðandi fyrirkomulag og flæði í byggingunni. Önnur tækniþjónusta var unnin af innlendum verkfræðistofum. Hin nýja flugstöð er kjallari, tvær hæðir og þakhæð ásamt Iandgangi og sex flugvéla- brúm. Byggingin er formsterk, með svip- miklu þaki og voldugum þakbörðum. Hún þykir í senn taka mót af hlutverki sínu og fara einkar vel í auðninni þar sem hún er staðsett. Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð og tekin í notkun árið 1987. Rugstöðin gjörbreytti allri aðstöðu fyrir millilandaflug íslendinga. Hún er glæsilegt mannvirki og gott dæmi um verkmenn- ingu þjóðarinnar. Einnig tilnefnd: Nesjavallavirkjun og Sundahöfn. 1991-2000 Hvalfjarðargöng Hvalfjörður hefur löngum verið farartálmi í augum fólks.Tengingyfir utanverðan fjörð- inn var því á dagskrá með reglulegu mUli- bili. AthuganirVegagerðarinnar 1987- 1990 leiddu í Ijós að jarðgöng undir fjörðinn væri vænlegur kostur. Um sama leyti var hlutafé- lagið Spölur stofnað að frumkvæði nokkurra aðila norðan Hvalfjarðar. Félaginu var síðan heimilað að fjármagna, hanna, grafa og reka veggöng undir Hvalfjörð gegn gjaldtöku af vegfarendum um tiltekinn tíma. Spölur hf. hófst þegar handa við undirbún- ing verkefnisins, sem var bæði margþætt og flókið. Framkvæmdir hófust 1996 og göngin voru opnuð fyrir umferð í júlí 1998. Verktaki var Fossvirki sf., sameignarfélag Skanska AB, E. PhU & Sön AS og ístaks hf, en það fyrir- tæki stjómaði ffamkvæmdum. Lengd ganga er 5,77 km að vegskálum meðtöldum. Göng- in fára dýpst 165 m undir sjávarmál. Kostnað- ur við göngin og fjármögnun þeirra varð 4.630 milljónir króna á verðlagi í febrúar 1996. Hvalfjarðargöng em mannvirki í hæsta gæðaflokki, sem gjörbreytti samgöngu- möguleUcum mikils hluta landsmanna. Vegfarendur kunna vel að meta jarðgöng- in, og hefur umferð vaxið mun meira en reiknað var með. Gerð ganganna er fyrsta einkaframkvæmd í samgöngum á íslandi og ein hin fyrsta á Norðurlöndum. Mörg nýmæli vom reynd við undirbún- ing og framkvæmd verksins. Einnig tilnefnd: Perlan og Stafræn fjar- skiptakerfi.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.