Verktækni - 01.04.2002, Síða 8

Verktækni - 01.04.2002, Síða 8
A? sfjómarborðí SV Vísinda- og starfsmenntunarsjóður hjá Ríki Næsti fundur verður haldinn í lok júní. Sjóðfélagar eru beðnir um að skila um- sóknum fyrir þann tíma. Umsóknareyðu- blöð má nálgast á heimasíðu SV: http://www.sv.is/. Sjóðurinn er mjög sterk- ur og eru því sjóðfélagar enn og aftur hvattir til að sækja um styrki. Umsóknum fjölgaði á síðasta ári og lætur nærri að fjórði hver verkfræðingur sem starfar hjá ríkinu hafi fengið vilyrði um styrk í fyrra. Hægt er að sækja um styrki sem nema allt að kr. 390.000. Árið 2000 var aftur farið að veita styrki til tölvukaupa. Þeir voru þó háðir því að umsækjendur hefðu ekki Tilboð SPRON til félaga í SV Félagsmönnum SV eru boðin sérstök kjör hjá SPRON. Allar nánari ypplýsingar er að finna á heimasíðu Stéttarfélagsins: http://www.sv.is/ fengið slíka styrki áður. Nú hefur verið ákveðið að gefa þeim sem áður hafa hlotið tölvu- styrk kost á að sækja um slíkan styrk aftur. Skilyrt er að minnst fjögur ár líði á milli styrkveitinga. Upphæð tölvustyrkja hefur verið hækkuð í kr. 130.000. Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, kaupa á bókum, tölvum o.s.frv. Starfsmenntunarsjóður hjá Reykjavíkurborg Næsti fundur verður haldinn í lok júní. Sjóðfélagar eru beðnir að skila umsóknum fyrir þann tíma. Búið er að hækka upphæð hámarksstyrkja í kr 390.000. Þá aukast réttindi um kr. 130.000 á ári sem er 30% hækkun. Sjóðfélagar eru hvattir til að sækja um styrki. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu SV: http://www.sv.is/. Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bókum, tölvum o.s.frv. Frá Orlofssjóði SV Sumarúthlutun lokið Sumariitiutun er lokið og tókst að út- hluta flestum sjóðfélögum. Alls bánist 107 umsóknir cn 24 þeirra voru frá fé- lögum SV sem ekki er greitt fyrir í OSV. Það er enn og aftur ítrekað að iðgjald í sjóðinn er ekki innifalið í félagsgjaldi til SV heldur er um að ræða samnings- bundið iðgjald sem vinnuveitandi greiðir og cr gjaldið nú 0,25% at' laun- um. Þetta iðgjald er samningsbundið í kjarasamningum ríkis-, Reykjavíkur- borgar og sveitarfélaga. FRV grciðir ekki fyrir verklfæðinga sem starfa hjá fvrirtækjum í þri félagi. Verkfræðingar á almennum markaði þurfa því sjálfir að ganga úr skugga um að greitt sé tyrir þá í OSV. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu SV. I sumar cr boðið upp á leigu á húsi OSV í Hraunborgum í Grímsnesi, íbúð að Bifröst, íbúð á Súðavík, íbúð á Akur- e)ri og sumarhús við Egilsstaði. Ný- mæli er að félagsmönnum mun bjóð- ast fbúð íVestmannaeyjum og nýr bú- staður í Ölfusi, nálægt Hveragerði. Auk þess verður hægt að kaupa greiðslu- miða á Edduhótel og leigja tjaldvagn. Haust- og vetrarleiga Hinn nýi sumarbústaður OSV í Hraunborgum í Grímsnesi stendur fé- lagsmönnum til boða í haust og næsta vetur. Almenn ánægja er með bústaðinn sem er mjög vel búinn. Bú- staðurinn er til leigu frá fimmtudegi til fimmtudags (á sumrin frá föstudegi til föstudags). Ekki er um sérstök um- sóknareyðublöð að ræða á haustin og vetuma en áhugasamir em bcðnir að snúa sér beint tií skriístofu SV, tölvu- póstfang: svfe sv.is og sími: 568-9986. Leiguverð: Kr. 10.000 -/viku fyrir sjóðfélaga í Orlofssjóði SV Kr. 12.500 -/viku fyrir félagsmenn SV sem ekki eru félagar í Orlotssjóði SV. Úthlutunarreglur eru þær að sa sem fyrstur sækir um viku fær hana að því tilskyldu að hann greiði leigu- gjaldið tveimur dögum eftir úthlut- un. Allar vikur fram að sumarúthlut- un era upppantaðar. Spornfng Hiánaðarfns hjá SV: Hvað er Markaóslaunatafla SV? Svar: Markaðslaunatafla SV byggist á niðurstöðum árlegra kjarakannana meðal verkfræðinga sem gerðar eru í febrúar ár hvert. Eftir að niðurstöður kjarakönnunar SV liggja fyrir er athugað tölfræði- lega hvort forsendur markaðslaunatöflunar séu marktækar, þ.e. starfsaldurshækkanir, menntun og álagsflokkar. Ef töl- fræðilegar forsendur eru fyrir hendi eru upplýsingarnar yfir- færðar í markaðslaunatöfluna. Þessu til viðbótar eru tvisvar á ári skoðaðar forsendur launa- þróunar verkfræðinga og er þar stuðst við opinberar heimildir um þróun kjaramála, auk hækkana sem samið er um. SV gerir í lok hvers árs launakönnun á almenn- um markaði meðal þeirra verkfræðinga sem gera einstaklingssamninga. Markaðslaun era dagvinnulaun og greidd föst yfirvinna sem ekki er unnin, auk annarra greiðslna sem ekki teljast endurgreiðsla á kostnaði. Tilkynning frá SV Mjög mismunandi er hvemig stofnanir raða störfum í launaramma og launa- flokka.Verkfræðingar sem hyggjast ráða sig hjá ríki og Reykjavíkurborg era hvattir til að leita sér upplýsinga um röðun hjá viðkomandi stofnun áður en þeir ráða sig þangað til vinnu. Námskeiö í samningatækni Stéttarfélag verkfræðinga býður félögum stutt og hnitmiðað námskeið um samningatækni. Fyrstu tvö námskeiðin voru haldin í október á síðastliðnu ári. Leiðbeinandi er Þur- íður Magnúsdóttir, frá fræðslu- og ráðgjafarsviði Iðntæknistofnunar. Tilefnið er einkum stofnanasamningar opinberra stofnana. Næsta námskeið verður haldið í lok maí og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við skrifstofu SV til að skrá sig á námskeiðið. Tölvupóstfangið er: sv@v.is og sími: 568-9986.

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.