Verktækni - 01.04.2002, Side 11
Fulttrúar verðlaunahafa ásamt Loga Kristjánssyni framkv.stj. VFÍ, Hákoni Ólafssyni formanni VFÍ og Pétri Stefánssyni formanni nefndarinnar sem útnefndi verkfræðiafrekin.
sig bar 50 tonn. Meðal búnaðarins var
eimlest, járnbrautarvagnar, járnbrautar-
spor, kranar og timbur í bryggjugerð.
Grjót í hafnargarðana var sótt í Öskju-
hlíð en möl í Skólavörðuhæð. Lögð voru
járnbrautarspor alls um 12 km. til að
undirbúa efnisflutningana en við þá
voru notaðar tvær eimlestir með samtals
60 járnbrautarvagna. Hafnargerðin fólst
einkum í byggingu Grandagarðs,
Örfiriseyjagarðs og Batteríisgarðs ásamt
trébryggjum og steyptum kerjum er
mynda innsiglingu í höfnina. Þá var rek-
ið stálþil og gerð uppfylling meðfram
Hafnarstræti og höfnin dýpkuð. Verkinu
stjórnaði ungur danskur verkfræðingur
N.P. Kirk. Eftirlit með hafnargerðinni
hafði Knud Zimsen borgarstjóri og verk-
fræðingur. Hinn 16. nóvember 1917 af-
henti N.P.Kirk fyrir hönd N.C. Monberg
öll mannvirki hafnarinnar.
Gerð Reykjavíkurhafnar var tæknilegt
þrekvirki við erfiðar aðstæður. Hin nýja
Reykjavíkurhöfn gjörbreytti allri aðstöðu til
vöruflutninga að og frá íslandi.
Einnig tilnefnd: Holræsi Reykjavíkur
og Loftskeytastöðin í Reykjavík.
1921-1930
Brú á Hvító í Borgarfiröi
Uppbygging samgöngukerfis á landi varð
fljótt eitt af helstu viðfangsefnum íslenskra
verkfræðinga. Brýr voru fáar á landinu
fram á annan áratug tuttugustu aldar og
hinar stærri hannaðar og byggðar af út-
lendingum. Um það bil sem Verkfræðinga-
félag íslands var stofnað verður mikil
breyting á þessu og flestar brýr hannaðar
og byggðar af íslendingum.
Brúin á Hvítá hjá Ferjukoti í Borgar-
firði er byggð árið 1928. Þetta er boga-
brú í tveim höfum sem hvort er 51 metri
og heildarlengd brúarinnar 106 metrar.
Árni Pálsson, verkfræðingur hjá Vega-
gerðinni hannaði brúna og vinnuflokkur
Vegagerðarinnar byggði hana. Verkið
hófst í apríl og brúin var vígð 1. nóvem-
ber og var byggingartími því aðeins um
sex og hálfur mánuður. Kostnaður við
framkvæmdina var 165 þús. kr.
Hvítárbrú er sérlega fallegt mannvirki,
sem setur mikinn svip á umhverfi sitt. Aðal-
samgönguleiðin frá Reykjavík tilVestur-
lands, Vestfjarða og Norðurlands lá um
brúna í rúmlega fimmtíu ár. Brúin hefur ný-
lega verið gerð upp og mun hún bera höf-
undum sínum fagurt vitni um langa hríð.
Einnig tilnefnd: Síldarverksmiðja ríkis-
ins á Siglufirði og Ríkisútvarpið.
1931-1940
Talsamband við útlönd
Tæplega þrjátíu árum eftir að ritsíma-
samband við umheiminn komst á árið
1906 var farið að huga að talsambandi
við útlönd á stuttbylgjum. Þegar ritsím-
inn var lagður var eitt af hlutverkum
hans að flytja veðurfregnir frá íslandi til
annarra landa. Þessi veðurfregnaflutning-
ur með sæsímanum þótti ófullkominn,
einnig voru bilanir tíðar á sæstrengnum
eða loftlínum beggja vegna hafsins og
engin varaleið. Því var óskað eftir að ís-
land reisti öfluga radíóstöð.
Fyrsta ágúst 1935 var talsamband við
útlönd opnað á einnar rásar stuttbylgju-
sambandi við London og Kaupmanna-
höfn. Tvær radióstöðvar voru byggðar,
sendistöð á Vatnsenda og móttökustöð í
Gufunesi. Reist voru fimm loftnet á hvor-
um stað. Lot'tnetin þurftu að vera þetta
mörg vegna þess að skipta varð um loft-
net eftir því á hvaða bylgjulengd var sent,
í hvaða átt og á hvaða tíma. Afgreiðslan
sjálf fór fram í Landssímahúsinu við
Austurvöll sem tengdist radíóstöðvunum
með jarðstrengjum. Umsjón með verkinu
höfðu verkfræðingamir Guðmundur
Hlíðdal og Gunnlaugur Briem.
Með talsambandinu við útlönd var stigið
risaskref í samskiptum við umheiminn. Ný
samskiptaleið opnaðist til útlanda til
ómælds hagræðis fyrir fréttastofur, við-
skiptalífið og einstaklinga.
Einnig tilnefnd: Sundhöllin í Reykja-
vík og Ljósafossvirkjun.
1941-1950
Hitaveita Reykjavíkur
Talið er að um 1830 hafi notkun heits
vatns í Þvottalaugunum verið orðin
nokkuð almenn. Það er svo nokkru eftir
1920 að farið var að huga að frekari
notkun fyrir heimilin í borginni að á-
eggjan Jóns Þorlákssonar verkfræðings,
en hann tengdist flestum tækniframför-
um í landinu á fyrsta þriðjungi aldarinn-
ar, ýmist sem verkfræðingur eða stjórn-
málamaður.
Árið 1928 em hafnar tilraunaboranir við
Þvottalaugarnar, sem gáfu góða raun. Árið
1933 samdi bæjarstjóm um kaup hitarétt-
inda að Reykjum í Mosfellssveit og var
byrjað að bora það ár.