Verktækni - 01.04.2002, Qupperneq 12

Verktækni - 01.04.2002, Qupperneq 12
» BURFELL KRAFTANLÆG Krafblaiion Thioi U Elv. ’alarU Fyrsta áætlun um virkjun Þjórsár við Búrfell kom fram 1917. Á árunum 1939-43 var lögð hitaveita í mestan hluta þáverandi byggðar í höfuð- staðnum ásamt aðalæð frá Reykjum. Safn- geymar voru reistir á Öskjuhlíð og dælu- stöðvar að Reykjum og í Reykjavík. Hinn 17. júní 1943 var hitaveituvatni frá Reykj- um hleypt á fyrsta húsið, Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti. Bæjarstjóm Reykjavíkur minntist þess með samkvæmi 1. mars 1945 að aðalframkvæmdum við hitaveituna frá Reykjum var lokið. Hugmyndin um hitaveitu var íslensk og komin til af mikilli nauðsyn þess að leysa eitt stærsta vandamál íbúanna, að fá að- gang að ódýrri og umhverfisvænni orku. Efnahagsleg áhrif Hitaveitu Reykjavíkur vom gríðarleg, auk þess sem hún varð fyr- irmynd annarra hitaveitna. Þá urðu menn- ingarleg áhrif langtum meiri en nokkum óraði fyrir í byrjun. Einnig tilefnd: Rafvæðing dreifbýlis og Verkfræðikennsla við Háskóla íslands. 1951-1960 Áburöarverksmiöjan Eftir nokkurra ára aðdraganda voru lög um áburðarverksmiðju á íslandi sam- þykkt 1949. Ári síðar var stofnað hluta- félag, Áburðarverksmiðjan hf. til að reisa og reka áburðarverksmiðju. Um svipað leyti kom Marshallaðstoðin til skjalanna og fékkst með henni grundvöllur fyrir fjármögnun fyrirtækisins. Leitað var til bandarískra verkfræðinga um skipu- lagningu verksmiðjunnar og hönnun framleiðsluferla, en Almenna bygginga- félagið hf. sá um verkfræðilega hönnun allra mannvirkja og annaðist bygginga- framkvæmdir. Ákveðið var að reisa verksmiðju sem framleiddi eingildan köfnunarefnisáburð, ammóníum nítrat. Áburðarverksmiðjan skiptist í vetnisverksmiðju, köfnunarefn- isverksmiðju, ammóníaksverksmiðju, verksmiðju fyrir saltpéturssýru og loks verksmiðju sem framleiðir áburðinnn úr ammóníaki og saltpéturssýru. Verksmiðj- an tók til starfa 1954 og fékk áburðurinn söluheitið KJARNI. Hráefni verksmiðj- unnar er eingöngu loft og vatn ásamt mikilli raforku Áburðarverksmiðjan er dæmi um nýja tækni sem ítrekað hefur flutst til lands- ins með samvinnu erlendra og innlendra verkfræðinga. Með Áburðarverksmiðj - unni var brotið blað í atvinnusögu þjóð- arinnar. Hún er fyrsti vísirinn að stóriðju á íslandi, sem byggir á orkulindum landsins. Einnig tilnefnd:, Miklabraut í Reykjavík og Sementsverksmiðjan. 1961-1970 Búrfellsvirkjun Fyrsta áætlun um virkjun Þjórsár við Búrfell kom fram hjá Fossafélagi Einars Benedikts- sonar árið 1917. Á 7. áratugnum, var ákveðið að hér yrði reist álbræðsla og Þjórsá virkjuð við Búrfell. Landsvirkjun var stofnuð og leiddi framkvæmdir. Þá var allt uppsett afl raforkuvera á landinu um 150 MW en við- bótin í Búrfelli var 210-240 MW. Fram- kvæmdir við fyrri áfanga stóðu yfir á ámnum 1966-1970 en síðari áfanga var lokið 1972. Meðalrennsli til virkjunarinnar er 340m_/s, en virkjað er 260m_/s með 115 m fallhæð. Hverflar virkjunarinnar eru sex, hver þeirra 40,8 MW að afli. Aðrennslisgöng em 1.546 m. og stífla yfir Þjórsá 370 m löng. Harza Engineering frá Chicago sá um hönn- un og útboð en Fosskraft, sem var sam- steypa Almenna Byggingarfélagsins, Phil & Sön og Skanska, var aðalverktaki. Fyrsta vél var ræst um mitt ár 1969 og stöðin vígð 5. maí 1970, daginn áður en Heklugos byijaði. Búrfellsvirkjun er fyrsta virkjun í heiminum í jökulvatni. Til þess að tryggja rekstur hennar vom gerð ís-fleyti mannvirki til þess að flytja þann ís sem myndaðist í ánni við ákveðin veðurskilyrði fram hjá inntaksmannvirkjun- um. Þessi mannvirki áttu sér enga fyrirmynd. Seinni hluti virkjunarframkvæmdanna var al- farið í höndum íslendinga, og þar með var fengin viðurkenning Alþjóðabankans á þekk- ingu og getu landsmanna til að standa fyrir verkum af þessari stærð. Einnig tilnefnd: Reykjanesbraut, Hafn- arfjörður - Keflavík og Laugardalshöll. 1971-1980 Svartsengi Segja má að Hitaveita Suðumesja hafi ver- ið komin í burðarliðinn þegar hreppsnefnd Grindavíkur samþykkti 1969 að hefja reynsluboranir við Svartsengi. Niðurstaðan var jákvæð, og 1973 birti Orkustofnun skýrslu „Varmaveita frá Svartsengi", sem var frumáætlun um varmaveitu til þéttbýlis á Suðurnesjum og Keflavíkurflugvallar. Lög vom samþykkt 18. des. 1974 um Hitaveitu Suðumesja. í október 1975 var dreifikerfi í Grindavík boðið út og 1. nóvem- ber 1976 var gangsett bráðabirgðastöð við Svartsengi og fyrsta húsið fékk vatn 6. nóv- ember 1976. í orkuverinu vom varma- skiptarásir sem samtals gátu skilað um 25 MW varmaorku, miðað við að vam færi frá notendum um 40° C. í orkuverinu vom tveir hverflar 1 MW hvor, til rafmagnsframleiðslu fyrir eigin not virkjunarinnar, en í dag er raf- magnsframleiðslugetan að nálgast 40 MW. Orkuverið í Svartsengi var fyrsta orkuver sinnar gerðar í heiminum. Það að nota heitan jarðsjó til upphitunar á ferskvami sem síðan er notað til upphimnar á sér ekki hliðstæðu, og finna þurfti lausn á flóknum tæknilegum vandamálum. Orkuverið er að öllu leyti byggt á hugviti, rannsóknum, þró- un og hönnun íslenskra tæknimanna. Einnig tilefnd: Skyggnir ásamt milli- landasímstöð og Brýr á Skeiðarársandi.

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.