Verktækni - 01.04.2002, Side 16
Mikill vöxtur í starfsemi SV
Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga
var haldinn föstudaginn 12. apríl s.l. Á
fundinum lá fyrir tillaga stjómar að
breyta lögum félagsins á þann veg að
heimilt yrði að veita þeim sem lokið
hafa B.Sc. prófi í verkfræði frá Verk-
fræðideild HÍ, eða sambærilegu prófi
frá öðrum skólum, inngöngu í félagið.
Rökstuðningur fyrir þessari breytingu
er sá að tilvonandi verkfræðingar með
B.Sc. próf hafa ekki önnur stéttarfélög
að snúa sér til. Tillagan var felld. Til-
laga um að þeir sem hafa lokið hafa
B.Sc prófi í verkfræði frá verkræðideild
HÍ eða sambærilegu prófi frá öðmm
skólum geti orðið aukafélagar, var hins
vegar samþykt.
Einnig voru lagðar fram tillögur um
lagabreytingar er varða stjómarkjör. Hl að
ná auknum stöðugleika í starf félagsins var
lagt til að formaður verði kjörinn til tveggja
ára formennsku eftir tveggja ára varafor-
mannstíð og embætti fráfarandi formanns
lagt niður. Tillagan var felld en fundarmenn
voru sammála um að beina því til stjómar
skoða bæri aðra möguleika á breytingum
fyrir næsta aðalfund
Helstu þættir úr ársskýrslu
Fjármálin. Rekstur SV á árinu var í sam-
ræmi við áætlanir. Tekjur umfram gjöld
voru um 520 þúsund krónur. Að teknu til-
liti til fjármunatekna var hagnaður ársins
um 1,7 milljónir króna.
Félagafjöldi og félagsgjöld. Á árinu
hlutu alls 46 verkfræðingar inngöngu í fé-
lagið. Þrír sögðu sig úr félaginu. Um 120
félagar vinna á verkfræðistofum, um 210
hjá ríkinu, 50 hjá Reykjavíkurborg og um
440 á almennum markaði. Aukafélagar em
skráðir um 120.
Á aðalfundinum var samþykkt að hækka
félagsgjöldin um 1.200 krónur.Verða þau
nú 14.400 krónur á ári. Þessi hækkun nær
ekki að vega upp þær verðlagshækkanir
sem orðið hafa. Þrátt fyrir að ítrasta aðhalds
sé gætt í rekstri varð ekki hjá því komist að
hækka félagsgjöldin. Hækkunin mun skila
sér í betri þjónustu til félagsmanna SV.
Kom fram að SV er eitt örfárra stéttarfélaga
þar sem árgjaldið er fast en ekki hlutfall af
launum, sem þýðir mun lægra árgjald en
gengur og gerist hjá öðmm stéttarfélögum.
Tillaga um að SV veiti sambærilegan afslátt
ogVFÍ til félagsmanna sem em í báðum fé-
lögunum var felld.
F.v. Arni B. Björnsson framkv.stj. og Kristján M. Ólafsson formaöur.
Heimasíða SV (www.sv.is) Á heimasíðu
félagsins er aðgangur að miklu magni upp-
lýsinga og er síðan mikið notuð af félags-
mönnum. Á síðasta starfsári var byrjað á
vinnu við að lagfæra og endurbæta síðuna
og verður áfram unnið að því verkefni á
næsta starfsári.
Útgáfa. Gerður var nýr samningur við
við Grafík-Gutenberg sem nær til bæði
prentunar og útsendingarVerktækni. Gegn
sölu auglýsinga sér prentsmiðjan nú um
báða þessa kostnaðarliði. Áður greiddu fé-
lögin fyrir útsendingu blaðsins en sá
kostnaður er á bilinu 600-700 þúsund á ári,
sem nú sparast.
Kjarakönnunin er fastur liður í starf-
semi SV. Svömn er áhyggjuefni en hún var
óvenju léleg í síðustu könnun. Stjórn SV
mun leita leiða til að bæta svömnina. Út-
gáfa launatöflunnar er einn af hornsteinum
starfsins og hefur löngu sannað gildi sitt.
Upplýsingar í töflunni byggja á Kjarakönn-
nuninni og nokkmm öðmm minni könn-
unum og kjarasamningum. Markaðslauna-
taflan er eitt beittasta vopn stórs hluta fé-
lagsmanna í sókn að bættum kjömm. Hún
nýtist sérstaklega vel meðal þeirra félgs-
manna SV sem starfa á almennum mark-
aði en fyrir þann hóp gerir félagið ekki al-
menna kjarasamninga.
Stéttarfélag tölvunarfræðinga. SV hef-
ur í rúmt ár séð um rekstur Stéttarfélags
tölvunarfræðinga. Nú hafa 16 tölvunar-
fræðingar gengið í stéttarfélagið sem er
nokkuð færri einstaklingar en stjórn fél-
gasins hafði vonað. Félag tölvunarfræðinga
vinnur að löggildingarmálum stéttarinnar
og vonast er til að við þann áfanga aukist
áhugi á stéttarfélaginu.
Orlofsmál
Orlofssjóður SV hefur starfað á fimmta
ár. Mikill og vaxandi áhugi er á starfsemi
sjóðsins. Félagar í Orlofssjóðnum em þeir
félagsmenn SV sem greitt er fyrir í sjóðinn.
í sjóðinn er nú greitt fyrir verkfræðinga hjá
Ríki og Reykjavíkurborg auk flestra á al-
mennum markaði að undanskildum verk-
fræðistofum en þær skila í undantekning-
artilfellum greiðslum í sjóðinn. Á síðasta
starfsári tók Orlofssjóðurinn í notkun
fyrsta sumarbústaðinn sem er í hans eigu.
Dómsmál
Lögfræðikostnaður SV á árinu var rúmar 1,7
milljónir króna. Kristján M. Ólafsson, formað-
ur SV, sagði það nokkuð hærri upphæð en
áður. Þetta væri til marks um góða þjónustu
félagsins en málaferli vegna meintra brota á
félögum í SV em algengari nú en áður.
Stjórnarkjör
Úr stjóm gengu Ingveldur Jónsdóttir, Jónas
G. Jónasson og Elísabet Pálmadóttir.
Magnús H. Gíslason gaf kost á sér til
áframhaldandi setu í stjórn. Auk hans vom
kosin í stjóm SV Sigurður Egill Guttorms-
son og Hulda Guðmundsdóttir. Aðrir í
stjóm em: Kristján M. Ólafsson, formaður,
Eysteinn Einarsson, varaformaður, Baldur
Grétarsson, Amar Gestsson og Þórir Guð-
mundsson, varamaður.