Verktækni - 01.04.2002, Síða 18
Knattspyrnuhúsið í Grafarvogi
Miðvikudaginn 3. apríl s.l. fór um 40
manna hópur úr Byggingarverkfræðideild
VFÍ í skoðunarferð í Knattspymuhúsið í
Grafarvogi.
Heimsóknin hófst á því að Níels Ind-
riðason, yfirverkfræðingur hjá VST/kynnti
þátt Reykjavíkurborgar í verkefríinu en Ní-
els hefur verið eftirlitsfulltrúi leigutaka á
byggingartímanum.
Knattspymuhúsið var boðið út sem einka-
framkvæmd á vegum Reykjavíkurborgar.
Fjómm hópum var boðið að taj<a þátt í út-
boðinu. Gefin var einkunn fyrír annars veg-
ar tæknilegt tilboð og hins vegár verðtilboð.
Eftir yfirferð tilboða reyndust fyrirtækin Jám-
bending ehf. ogTrésmiðja Snorra Hjaltason-
ar, sem stóðu saman að einu tilboðanna,
vera með hagstæðasta tilboðið.
Fyrirtækin tvö stofnuðu með sér bygging-
ar- og rekstrarfélagið Fossaleyni ehf. en húsið
stendur við samnefnda götu. Fossaleyni ehf.
tók því að sér að byggja og reka knattspymu-
hús í 25 ár ásamt annarri íþróttaaðstöðu og
leigja Reykjavíkurborg í ákveðinn fjölda tíma.
Fossaleyni ehf. kemur til með að leigja
öðmm aðilum húsið þann
tíma sem Reykja-
víkurborg
nýtirþað
ekki.
Eftir kynningu Níelsar tók Bjarni Már
Bjamason til máls en hann er hönnunar-
og byggingarstjóri hússins. Fyrsta
skóflustunga að húsinu var tekin þann 16.
mars 2001, jarðvinna hófst í maí og upp-
steypa hússins hófst í júní 2001.
Fullbúið samanstendur húsið af um
10.800m2 knattspymusal, 1700m2 hliðar-
byggingu og 10.500m2 þverbyggingu fram-
an við knattspyrnusalinn. Alls verður hús-
ið um 23.000m2 að stærð.
Segja má að húsið sé byggt í tveimur áföng-
um. Fyrri áfanginn, sem nú er að klárast, fel-
ur í sér byggingu knattspymusalar ásamt
búningsklefum í hluta hliðarbyggingar.
Síðari áfanginn felur í sér að ljúka um
400m2 skólaíþróttasal og gistiaðstöðu fyrir
á annað hundrað manns í hliðarbygg-
ingunni ásamt því að reisa þverbygg-
ingu framan við knattspymusalinn.
Knattspymusalurinn er 120 x
90m að stærð. Hann er með stað-
steyptum veggjum og spymum
en þakvjrki er byggt úr stálgitter-
bitum. Ofan á þakbitana em
settar gataðar trapisuplötur en
þar ofan á steinullareinangmn,
rakasperra og loks gúmmídúkur.
Þakið er bogalaga með um
tveggja metra þykkum þakkanti.
Knattspymuvöllurinn er 105 x 68m
með um 20m lofthæð yfir miðlínu.
Á vellinum er þriðju kynslóðar gervi-
gras, Monoslide 20 - 50 frá fyrirtækinu
Fblytan í Þýskalandi. Um 22 mm
gúmmfmotta er lögð á jafnað malarlag, því
næst sjálft grasið lagt og það fyllt með
Helstu aðilar hönnunar vom eftirfarandi:
Arkitektar: ALARK arkitektar sf.
Burðarþol og lagnir: Verkfræðistofa Er-
lends Birgissonar
Loftræsihönnun: Verkfræðistofan Vík ehf
Raflagnahönnun: Verkfræðistofan Afl ehf
Brunahönnun: Verkfræðistofa Snorra
Ingimarssonar ehf
Eftirlit leigutaka: Verkfræðistofa Sig-
urðar Thoroddsen hf.
Eftir kynningu á húsinu fór hópurinn í
skoðunarferð um húsið í fylgd Bjarna Más,
byggingarstjóra. Fjölmargar spurningar og
umræður spunnust milli manna og var
ferðin hin skemmtilegasta.
Veitt var kaffi og kakó á meðan farið var
yfir kynningu á húsinu. Heimsóknin stóð frá
kl. 8.30 til ki, 9.45. Stjóm BVFl vill þakka
Fossaleyni ehf. fyrir góðar mótttökur.
Arl Guðmundsson, ritnri BVFÍ
sandi og gúmmíkurli. Völlurinn stenst
stærðarkröfur í öllum alþjóðlegum mótum.
í þverbyggingunni verður 3000 m;
skautasvell, Kkamsræktarstöð, keilusalur,
svæði fyrir skotíþróttir og æfingasaiur fyrir
júdó, karate, taikvondo og glímu. Einnig
verður þar aðal anddyri hússins með veit-
ingaaðstöðu og íþróttatengdri þjónustu, s.s.
sjúkraþjálfun, nuddi, snyrtistofu, sportvöm-
verslun, skrifstofuaðstöðu fýrir íþróttafélög
ásamt smærri íþrótta- og danssölum. Vinna
er að hefjast við þverbygginguna en hún
verður að öllu leyti staðsteypt og mikið gler
notað í hliðar hennar.
Fyrri áfangi hússins var tekinn í notkun
nýverið en síðari hlutar hússins í áföngum
til haustsins 2003.