Verktækni - 01.04.2002, Síða 20

Verktækni - 01.04.2002, Síða 20
20 Launamunur kynjanna: leit aö lausn 61% þeirra sem afla sér háskólamennt- unar eru konur og þær eru í meirihluta í öllum deildum Háskóla íslands nema verkfræði, hagfræði og tölvuvísindum. Ýmislegt bendir til þess að jafnrétti kynja sé ekki einungis spuming um réttlæti heldur einnig um arðsemi. Kannanir sýna að fyrirtæki sem vinna markvisst eftir jafn- réttissinnaðri starfsmannastefnu em arð- samari en þau sem frekar láta reka á reið- anum á þessu sviði. Sérstaklega virðist skipta miklu máli að bæði kynin séu til staðar á öllum þrepum stjómunar til þess að auka arðsemi fyrirtækja. ímyndir og raunveruleiki Eins og kunnugt er er það skylda fyrir- tækja og stofnana þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að gera jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti kvenna og karla í starfsmannastefnu sinni. Skal sérstaklega kveðið á um Staðan á íslandi Árið 1996 var fsland valið til rannsókna af sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagn- vart konum. Niðurstaða nefndar- innar var hagstæð að undanskild- um tveimur atriðum: réttleysi sveitakvenna og kynbundnum launamun. Árið 2002 var ísland aft- ur tekið til §koðunar og voru gerðar athugasemdir við launamun kynjanna og dóma í kynferðisafbrotamálum. Svo virðist sem þær leiðir sem famar hafa ver- ið, eins og starfsmatsleið, hafi ekki skilað nægilegum árangri. Fæðingarorlofslögin vom stórt skref til að eyða kynbundnum launamun, þar sem því fer fjarri að atvinnurekandi geti litið á karl sem ömggari starfskraft en konu. Karlar geta verið fjarverandi tímabundið ekkert síður en konur vegna bameigna eða sjúkra barna. Reynslan af fæðingar- og foreldraorlofinu er góð, langflestir feður nýta sér rétt sinn. Launamunur kynjanna er samfélagslegt vandamál á íslandi eins og annars staðar. Þó svo þokast hafi jafn- ræðisátt er enn vemlega langt í Iand enda vandinn flókinn og margþættur. Félags- málaráðherra skipaði í júlí 2001 nefnd sem falið var að skipuleggja málþing um launa- mun kynjanna. Um er að ræða samstarfs- verkefni félagsmálaráðuneytis,Vinnumála- stofnunar, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu. Til að ræða lausnir á þessum vanda var efnt til málþings 28. febrúar s.l. Félags- málaráðherra setti málþingið og kom fram í máli hans að stjómvöld vilja gera breyt- ingar og bauð hann verkalýðshreyfinguna velkomna í samstarf við stjómvöld um þessi mál.

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.