Verktækni - 01.04.2002, Blaðsíða 27

Verktækni - 01.04.2002, Blaðsíða 27
ÍSISl gBmni ilillllll wmm wm zsm&8$ o®So®BS«nSo"2S9:s^S"‘' lliil iw*norft®ra0 I H I I t\ Niðurlag: Nú er því ekki haldið fram hér að þessi út- koma sé kórrétt. Til þess að svo megi verða þarf að kafa dýpra í málið, en vísbending- amar em þess eðlis að framhjá þeim verð- ur ekki litið. Pað alvarlega í málinu er sem sé það, að raforkunotkun loftræstisamstæða er ekki metin til fjár með fyrirfram skilgreindum (sýnilegan bjóðendum) hætti við samanburð tilboða. Af- leiðingin er oflitlar samstæður og allt ofhár rekstrarkostnaður. Þessi staða er raunar illskiljanleg, þegar . haft er í huga, að t.d. raforkunotkun dæla í hitaveitum, vatnsveitum og fráveitum er eitt aðalatriðið í samanburði hlboða, ásamt gæðum. Dæluverðið sjálft er í þriðja sæti. Þetta em hönnuðir jafnt sem verkkaupar vel meðvitaðir um. I loftræstikerfum er þessu einhvem veg- inn þveröfugt farið, þótt málið sé í eðli sínu öldungis hliðstætt. Hvemig stendur á þessu ? Ástæðan er líklega meðfram sú að þegar loftræstikerfi em annars vegar þá er verk- kaupinn ósjaldan ríki eða sveitarfélag og þar er eiginlega enginn í stafni sem lætur sig rekstrarkostnaðinn neinu varða, fyrr en þá kannski eftirá, þegar borga þarf raf- magnsreikninginn. Undirritaður hefur til dæmis haft samband við Framkvæmda- sýslu rfkisins og reynt að vekja athygli á máli, án nokkurs árangurs. Þar á bæ vísa menn til útboðslýsingarinnar og segja það í verkahring hönnuðanna að ráða verk- kaupa heilt og eftir því sé farið. Punktur. Hér er því spurt, hvort ekki sé löngu tímabært að breyta um verklag við hönn- un og útboð svo tekið verði fullt tillit til heildarkostnaðar, fjárfestingar + reksturs? Hver er rökstuðningurinn ef svarið er nei ? Það er sáraeinfalt að útbúa samanburðar- formúlu í útboðsgögnin, sem inniheldur bæði kaupverð og rekstur og gera bjóðend- um þar með kleift að gera eins hagstæð tíl- boð og þeir eiga hver um sig framast kost á. Hver verkkaupi (húseigandi, húsrekandi) verður hins vegar að gjöra svo vel og setja fram sínar fjárhagsforsendur (raforkuverð, notkunartíma, endurgreiðslutíma fjárfest- ingar / „pay-back" tíma og vexti). Varmaverk ehf. selur loftræstisamstæður frá NOVENCO og lætur hönnuðum í té forrit tíl að auðvelda val á samstæðum; stærðum, blásaragerðum, mótoragerðum og í þessu forrití er reyndar þessi rekstrar- formúla, sem sýnir í sjónhendingu núvirði (fjárfesting + rekstur), bæði að því er varð- ar hitaveitukostnað og rafmagnskostnað. Svipað bjóða samkeppnisaðilar okkar, sumir hverjir, þannig að það er ekkert að vanbúnaði. Það tekur einungis örfáar mín- útur að velja og teikna hagkvæmustu sam- stæðuna þegar allar forsendur liggja fyrir. Það fer hins vegar ekki hjá því að spjótin standa á okkar ágætu loftræstíhönnuðum, að þeir hafi nú forgöngu um að skoða þessi mál ofan í kjölinn í samvinnu við sína skjólstæðinga og færi síðan vonandi sem fýrst til betri vegar. Þeir þurfa á aukn- um skilningi arkitekta og verkkaupa að halda, hvað varðar stærð tæknirýma, þannig að þeir getí komið fyrir stærri og hagkvæmari loftræstisamstæðum. Með þessari frómu áskorun fylgja óskir um gleðilegt sumar með blóm í haga og heilnæmt, ódýrt, loft. Hafnarfirði, apríl 2002 VARMAVERK ehf http://www.varmaverk. is Jónas Matthíasson, verkfræðingur. jonas@varmaverk. is SIIMC3RI Viö byggingu húsa getur margborgaö sig að sækja sem mest efni til sama aðiia. Marel kaus að nota eftirtalið frá Sindra í nýbyggingu sína í Garðabæ: Framleiðsluhús, skrifstofuhús, iðnaðarhurðir, glugga, stiga, girðingar, hlaupaketti, blástursklefa, loftpressur og loftlagnir. Klettagörðum 12 • 104 Reykjavík ■ sími 575 0000 fax 575 0010 www.sindri.is

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.