Dagfari - 01.02.1979, Page 3

Dagfari - 01.02.1979, Page 3
3 Ár. Hreinar gjald- Fjöldi íslend- eyristekjur af inga sem störf- hernum, sem uðu hjá hern- hlutfall af við- um og fyrir- skiptatekjum. tækjum tengd- (%). um hernum. 1951 1,01 344 1952 10,25 571 1953 19,91 2530 1954 16,56 2334 1955 17,28 1892 1956 12,73 1472 1957 8,94 917 1958 11,49 1287 1959 11,38 1015 1960 8,67 1069 1961 8,36 1056 1962 6,99 1090 1963 5,03 1044 1964 3,67 777 1965 3,72 875 1966 4,57 904 1967 7,87 997 1968 6,09 1010 1969 5,45 1089 1970 5,36 1154 1971 5,79 1105 1972 5,48 1207 1973 4,91 1276 1974 4,59 1087 1975 5,80 — 1976 5,87 — 1977 6,12 — Þegar þessi lafla er skoðuð, þá bcr þess að gæta, að hér höfum við borið saman ann- ars vegar hreinar gjaldeyristekjur islenskra aðila, eftir að erlendur kostnaður (útgjöld i gjaldeyri) hefur verið dreginn frá og hins vegar brúttó gjaldeyristekjur af útflutningi vöru og þjónustu. Raunvcrulegt mikil- vægi hersins i gjaldeyrisöfluninni er því meira en tölurnar i töflunni gefa til kynna. (Sennilega unt 40—50% nieira). Taflan hér fyri ofan sýnir Ijóslega að herinn skipti sköpum fyrir gjaldeyrisöflun íslenska efnahagslífsins á árununt 1952— 61. Eftir það minnkar mikilvægi hersins, en er þó all verulegt enn þann dag I dag. Það væri hægt að bcnda á fjölmörg atriði varðandi tengsl þessarar þróunar gjaldeyristekna af þjónustu við herinn og þróun efnahagsmála — og jafnvcl stjórn niála — hór á landi. H6r læt ég nægja að vekja sérstaklega athygli á þcirri breyt- ingu, sem verður árið 1957, en það ár eru hreinar gjaldeyristekjur af þjónustu við herinn einungis 56% af þvi sent þær voru árið 1956. Þessi minnkun gjaldeyristckna af þjónustu við herinn nam um 80% af minnkun viðskiptateknanna milli þcssarra tveggja ára og átti þannig verulcgan þátt i þeint mikla halla scm varð á utanrikisvið- skiptunum árið 1957. Þess ber að gæta að vinstri stjórnin (1956—58) hafði strax á árinu 1956 fallið frá áformum sínum um að láta bandariska herinn hvcrfa á brott frá landinu. 1 töflunni sést einnig fjöldi lslendinga sem störfuðu hjá hern- um, verktökum hans og þjónustufyrir- tækjum hans. Eins og vænta mátti er þró unin svipuð og þróun gjaldeyristeknanna á þessu tímabili. Ef við athugum hversu stór hluti lslend- inga vann beinlínis i þjónustu hersins, þá kemur í Ijós að þegar þetta hlutfall var stærst, árið 1953, þá störfuðu 4,1% áætl- aðs heildarmannafla í landinu í þjónustu hersins. Árið 1974 er þetta hlutfall ein- ungis 1,2%. Það er þannig ljóst að bandaríska her- stöðin hefur í dag tiltölulega lítil áhrif á at- vinnu i landinu i heild. Sania má segja um hlutdeild tekna af þjónustu við herinn í þjóðartekjunum, en þetta hlutfall er svip- að og hlutfall hervinnunnar í heildar- mannaflanum. Það væri aftur ámóti rangt að nota þetta lága hlutfall sem mæli- kvarða á mikilvægi hersins fyrir efnahags- lífið hér á landi. í þeim efnuni gefa tölurn- ar um tekjur af þjónustu við herinn sem hlutfall af viðskiptatekjunum raunhæfari mynd. Ástæðan er einfaldelga sú að tekjur af hernum koma inn i landið í formi gjald- eyris. 1 þessunt efnum gildir það sama um tekjurnar af þjónustu við herinn og tekjurnar af sjávarútveginum. Mikilvægi sjávarútvegsins sést fyrst og fremst af þvi að 70—75% af vöruútflutningnum eru fiskafurðir, en ekki því að einungis 13% af vinnandi fólki vinnur við fiskveiðar og fiskiðnað. Það gildir um sérhvert ríki — en sér- staklega unt riki sem likt og ísland hefur fábreytt náttúrugæði og hefur af þeirri ástæðu m.a. nijög takmarkaða frani- leiðslumöguleika og er því mjög háð utan- ríkisverslun — að efnahagsþróunin er mjög háð þróun þeirra greina sem afla gjaldeyris. Þetta sést greinilega cf cinstaka hagsveiflur eru athugaðar, en þær eiga undantekningarlaust upptök sin i þróun utanríkisverslunarinnar. Sérhvert land verður að laga efnahags- þróun sína að því að ákveðið jafnvægi vcrður að ríkja í utanríkisviðskiptunum. Ef útflutningur eykst, þá streyma inn i landið peningar, þjóðartekjurnar aukast og eftirspurn i þjóðfélaginu eykst. Sam- timis hefur einnig skapast svigrúm í þjóð- félaginu fyrir aukna eftirspurn (þessi eftir- spurn beinist að innfluttum vörum og þjónustu og innlendum vörum og þjón- ustu, sem að verulegu leyti krefjast inn fluttra aðfanga.) án þess að halli myndist i utanríkisviðskiptunum. Jafnskjótt og út flutningstekjurnar minnka, þá sjáum við aftur á móti hvernig ríkisvaldið verður að leggja allt kapp á að draga úr eftirspurn innanlands til að skapa aftur jafnvægi í utanríkisviðskiptunum. (Að ríkisvaldið ræðst alltaf á launin til að ná þessum markmiðum er önnur saga sem við slepp- um hér.) Undanfarna áratugi hefur meginvanda mál íslenska auðvaldsins verið að tryggja aukningu útflutningstekna, sem gæti skapað svigrúm fyrir áframhaldandi þró- un efnahagslífsins. Ýmsar leiðir hafa verið rcyndar og tekist misjafnlega. Það sem bjargað hefur mestu á undanförnum 10— 15 árum er sérstaklega hagstæð þróun við- skiptakjara, sem gert hefur íslenska auð- valdinu kleift að auka innflutninginn, án þess að útflutningurinn hafi aukist að sama skapi. Upphæð erlendra lána sýnir þó Ijóslega að vandamálið er enn að veru- legu leyti óleyst. Það er i þessu samhengi sem ntikilvægi hersins fyrir íslenskt efnahagslíf kentur i Ijós. Af framansögðu ntá einnig ráða að sú röskun, sem fylgdi brottför hersins felst ekki fyrst og fremst i þvi að þjóðartekjurn- ar minnkuðu beint um 1 —2%, eða að 1 — 1,5% af heildarmannaflanum missti at vinnu sína. Veigamesta röskunin felst i minnkun gjaldeyristeknanna, sem hefði umfangsntiklar óbeinar afleiðingar. Eða með öðrum orðum: Islenska efnahagslifið verður að aðlaga sig nýjum aðstæðum i hinni alþjóðlegu verkaskiptingu eftir brottför hersins. 1 stað þess að byggja að verulegu leyti á þjónustu við herafla heimsvaldasinna, sent greidd er með hluta

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.