Dagfari - 01.02.1979, Qupperneq 9

Dagfari - 01.02.1979, Qupperneq 9
gera betta að okkar aðalmáli. Arni: En hvaða leiðir eru færar til að koma þessu í almenna umræðu? GuAinundur: Sú hugmynd hefur komið frarn að safna undirskriftum urn þjóðarat- kvæðagreiðslu og ég held að það gæti verið ágæt aðferð til að vekja athygli á ntálinu og virkja starfshópana i það. Reynslan sýnir að það er hægt að hóa saman fólki og fá það til að vinna svona að afmörkuðu verkefni — þegar eitthvað stórt stendur til — þótt erfitt sé að halda uppi samfelldu starfi hér, rétt eins og í öðru félagsstarfi. Þá er nauðsynlcgt að efla erindrekstur og kynna þetta og ræða við fólk um framkvæmdir í málinu, en það hefur brugðist hingað til því miður. Bragi: Undirskriftasöfnun er nú varla næsta skrefið. Fyrst þarf að taka þetta mál upp sem viðast. Ef það gengur vel þá getur hins vegar orðið grundvöllur fyrir undirskriftasönfun siðar rncir. Guðmundur: Já, það er þetta sent Jónas segir að hugsanlcgt væri að herstöðvasinn ar sæju sér hag í þvi að samþykkja þjóðar- atkvæðagreiðslu með lillum fyrirvara svo að allir yrðu illa við þvi búnir að taka þátt í slíku. Ég held að það sé nú litil hætta á því, krafan var sett frani 1949 og það er vitað i andstæðingaflokkunum að krafan hefur verið samþykkt núna. Þess var gctið í fjölmiðlunt og samtökin hafa alltaf verið lilynnt þessari kröfu og enn hafa andstæð- ingarnir ekki tekið sig til og gengið að kröfunni. Ég er kannski heldur bjartsýnn en ég held að við höfum nteira fylgi en menn vilja vera láta og jafnvel i Sjálfs- stæðisflokknum eru nienn sem eru andvigir hernum þótt þeir kjósi flokkinn, en treysta sér ekki til aö stíga það rökrétta skref að vera líka á móti NATO. Það er spurning hvort ekki sé hægt að nýta scr vissa óánægju með herntang og hermangs- gróða í þessu santbandi. afstada flokkanna Hallgrímur: Já, herstöðvasinnar geta náttúrulega alltaf tekið þetta upp þótt viö séum ekki með það og því er betra, að við séum búnir að búa okkur undir það. Sókn er besta vörnin. Jónas: Það hefur annars ekki komið stafur um þetta i Morgunblaðinu, ckki einu sinni þegar samþykktin var gerð og bcndir til þess að þeir kæri sig ekkert um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þorsteinn: Þeir kjósa auðvitað frckar aðferð cins og VL-undirskriftirnar. Þar sem ntenn skrifuðu undir fyrir sinn at- vinnurekanda eða yfirmenn. Þarna höfðu þcir miklu nteiri möguleika til áhrifa en í leynilegri atkvæðagreiðslu. Svo er annað sent við þurfunt að taka upp. Við verðum að gera okkur grein fyrir þeirri bláköldu staðreynd, að fólk kýs ekki yfir sig at- vinnulcysi. Við getum ekki heldur farið fram á að fólk geri það. Við þurfum að finna lausn á atvinnumálum þeirra sem vinna á Vellinum. Guðmundur: Við verðum vissulega að sinna þessu, cnda var gerð samþykkt í haust unt það. Alþýðubandalagið hefur unið að áætlun um atvinnuuppbyggingu á þessu sviði. Jónas: Það eru tvær hliðar á þessu máli, annars vegar þeir sem þarna hafa sína at- vinnu. beir vilja auðvitað síður missa liana og a.nt.k. fá eitthvað annað í stað- inn. Hins vegar er það stærri hópur, sem óttast alntennar afleiðingar þess aö herinn fari. Þeir telja hann svo ntikilvægan efna- hagslífi landsins að það skipti máli ef hann færi. Ég álit þetta ástæðulaust og ef við eigum að vera sjálfstæðir, þá verðunt við að vera efnahagslega sjálfstæðir, og því þarf að efla atvinnuvegi landsins almennt. Þannig eigunt við að hrekja þetta. En það er kannski annað stærra mál, allt hið efna- hagslega vald sem stjórnar okkur í þessunt heimshluta, Alþjóðabankinn og þvilikar stofnanir. Við verðuntaðduga eða drepast og vera eins óháðir og við getum. Nú það er merkilegt rannsóknarefni hvers vcgna þingflokkur Alþýðubandalagsins er ekki fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu og nauð- synlegt að frckari umræður fari frant unt þetta. Hér var vikið að þvi áðan að menn búast ekki við að þetta nái fram að ganga á næstunni. Ég á frekar von á þvi að ýms- ar brcytingar séu i vændurn, löggjöf um þjóðaratkvæðagrciðslu og lækkaður kosn- ingaaldur, sem er okkur i vil og þctta muni breyta aðstæðum gersamlega. Þá ntá vera að breytingar i alþjóðamálunt geri það að verkum að meirihluti fáist gegn aðildinni að NATO, sem ég held að sé ekki fyrir hendi núna, þótt meirihluti þjóðarinnar sé hins vegar vafalaust í hjarta sér andvigur þvi að hér sé her á friðartimum. Bragi: Við getum alls ekki leitt þessi at- vinnuleysisvandamál hjá okkur, en hins vegar er crfitt að taka þetta mál upp á vett- vangi SHA. Menn konia úr ýrnsunt stjórn- málaflokkunt og crfitt að ná samstöðu um einhverja áætlun unt atvinnumál á Suður- nesjum. En það hlýtur að vera verkefni herstöðvaandstæðinga innan sinna stjórn- málaflokka að berjast fyrir því, að þeir setji frant einhverja lausn á þessum vanda. Nú, andstæðingarnir eiga mjögerfitt með að beita þessunt efnaahgslegu rökum, þvi þeir hafa alltaf látið lita svo út að þeir vildu Itafa hcrinn af cinhverjum hugsjóna- ástæðum, cn ef þcir fara að beita þessum rökunt cru þcir unt leið að samsinna því, sem herstöðvaandstæðingar hafa verið að segja gegnum árin, að við getum ekki verið sjálfstæð þjóð meðan her er Itérna. Jónas: Það erfiðasta sem hægt er að hugsa sér er að fá stjórnmálaforingja til að viðurkenna að þarna séu efnahagslcg rök og það er kannski ástæðan fyrir því að 9 fæstir af leiðtogum Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt aronskuna. Hallgrínuir: Varðandi atvinnumálin, þá hefur fólk dregist hér á suðvesturho'rnið úr sveitunt landsins m.a. vegna vinnu í tengslum við það. Hins vegar er það ekk- ert gefið að þessi þróun verði að halda áfram, straumurinn gæti allt eins legið í hina áttina og engin nauðsyn á því að fólk sem starfar fyrir herinn þurfi endilega að fá vinnu á Suðurnesjum. Þorsteinn: Það er ekki bara fólkið , sem vinnur á Vellinum heldur líka aðstandend- ur þess og fólkið allt á Suðurnesjum. sern er undir áhrifunt af þessu ntáli. Guðmundur: Já, það er raunar eins víst að ef herinn ætlaði að fara, þá mundu ís- lensk stjórnvöld biðja hann að vera vegna þcssa. Bctliför utanríkisráðherra er til vitnis um það. Það er ekki nóg að byggja upp almennt, það verður að huga að sérvanda Suðurnesja, þama á fólkið heima og þar vill það vafalaust vera. Hallgrtmur: Meiningin með tillögunni um atvinnuástand í sambandi við herinn, sent var samþykkt í haust er einmitt þetta: að kanna hversu margir þyrftu að fá vinnu þegar herinn fer og hvað margir munu vinna áfram við flugvöllinn, hversu stórt vandantálið sé i rauninni. Haukur: En aðrir valkostir við þjóðarat- kvæði t.d. einangrun hcrsins? Bragi: Mín afstaða til þessa mál s er sú, að krafan unt einangrun hersins sé hættu- leg að því leyti, að okkar meginbaráttumál kunni að falla í skuggann. Ég fæ heldur ekki séð, að krafan um einangrun hersins sé raunsærri en bara hreint út krafan her- inn burt. Hvernig er hægt að einangra her- inn, — Það hljóta alltaf að vera ákveðin

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.