Dagfari - 01.02.1979, Page 12

Dagfari - 01.02.1979, Page 12
Settdinefndin íslenzka. Talið frá vinstri: Hálfdán Sveinsson, Helgi Hannesson, Finnur Jónsson lngimundur Gests- son, Guðmundur Sigtryggsson og Sæmundur Ólafsson. Lengst til vinstri stendur Mc Callister. 12 ekki eiga ábatasamt svartamarkaðsbrask við Ameríkumenn. Gagnkvæmar heimsóknir ..Ráöstafanir a. Að hvetja verkalýðssamtök á Norð- urlöndum til að senda fulltrúa til Íslands til að benda á leiðir til að sigrast á komm- únistum í íslenskum verkalýðsfélögum og til að tryggja aðild þeirra að hinu nýja al- þjóðasambandi verkalýðsins. b. Að hvetja verkalýðsfélög í Banda- ríkjunum til að bjóða og borga kostnað af heimsókn hóps úr islenskri verkalýðs- hreyfingu til Bandaríkjanna til að fræðast um kjör verkalýðsins í Bandarikjunum. Kostnað af þessari ráðstöfun má greiða úr sjóði Marshallstofnunarinnar”. Fjallað verður nánar aftar í greininni um þessar merku áætlanir. Það væri víst að æra óstöðugan að benda á þær mý- mörgu yfirlýsingar herstöðvasinna og her- málgagnanna hér á landi að Bandarikja- menn séu hér til að verja íslendinga. Þetta kemur þó ekki fram í skýrslunum, heldur segja þeir „c. Keflavik verði okkur áfram tæk og útbúnaður þar og fyrirkomulag sem varn- armálaráðuneytið telur bráðnauðsynlegt til notkunar fyrir Bandarikin og önnur ríki Nato cf stríð skcllur á að veita vcrnd gegn skcmmdarstarfsemi og valdatöku geri kommúnistar byltingu cða ef óvinveitt ríki gerir innrás þá þarf að samræma slíka vernd — og viðhalda henni, þar til herafli er tiltækur. d. Að koma á fjarskiptum til að sjá bandarisku herliði fyrir njósnaupplýsing- um sem nauðsynlegar gætu talist við ein hverjar aðstæður”. Að vestan kemur hann Marshall Og þá er það blessuð Marshallaðstoð in og hin óeigingjama hlið á hinni stór- mannlegu bandarísku aðstoð við stríðs- þjáðar þjóðir eins og Islendinga. ..Efnahagsráðstafanir a. Efnahagsstofnunin. (þ.e. Marshall- stofnunin). Framkvæmdastjóri Efnahags- stofnunarinnar ætti að minna á það með bréfi að hafa bcr í huga scrstaka hagsmuni okkar á íslandi viðvikjandi allar áatlanir okkar um Marshallaðstoð við ísland. b. Hinn ameríski yfirmaður herafla í Vestur Þýskalandi ætti að fá fyrirmæli að styðja tilraunir Íslendinga til að selja fisk í Vestur Þýskalandi”. Æskilegt er frá sjónarmiði Bandarikj- anna að Vestur Þýskaland, sem er Marshallaðstoðarsvæði og herstöðva svæði Bandaríkjanna, verði markaðssvæði fyrir íslenskan fisk, enda yrðu viðskipta- samningar við Austur-Evrópuriki þá síður endurnýjaðir, en markaður ótryggur i Bretlandi. Hver á stefnan að vera? „Stefnuyfirlýsin/'frá utanrikisráöuneyl- inu Leyniskjal Washinf’ton, 15. maí 1950 ísland Markmiö q Markmið stefnu Bandaríkjanna gagn- vart íslandi er að hcrnaðarþörfum okkar verði fullnægt á cyjunni, náin og vinsamleg samskipti milli lslands og Bandaríkjanna þróist áfram, og að ísland verði áfram frjálst og lýðræðislegt ríki”. Ekki er minnst á varnir íslands. Þeir ítreka það sem fram kom í skýrslunum 1949 að Ísland sem hafi skipt þá litlu máli fyrir 1939, sé nú orðið þýðingarmikið fyrir Bandaríkin. „En vegna síðari hcimsstyrjaldar var nauðsynlcgt fyrir okkur að endurmeta af- stöðu okkar til Islands I ljósi þeirrar þýð- ingar sem Ísland hefur vegna varna Vest- urlanda”. Það megi síðan fyrst sjá i verki með samkomulaginu við ríkisstjórn Íslands í júlí 1941. Minnst cr á að nauðsynlegt hafi verið að gera Kcflavíkursamninginn 1946 vegna þess að ríkisstjórnin hafi ekki viljað samþykkja „varanlega hernaðarhagsmuni okkar 1945 (herstöðvar til 99 ára). Islendingar meö en á móti Minnst er á það margfræga atriði að við undirritun Atlantshafssamningsins 1949 hafi íslendingar tekið fram að þeir vildu ekki hafa hér her undir neinum kringum stæðum. Síðan segir í skýrslum: „Tekið var tillit til yfirlýsinga íslend inga og þcgjandi samþykktum við afstöðu þeirra. En samt sem áður höfðu íslending- ar mikinn áhuga á getu Bandarikjanna og vilja til að verja eyjuna verði á hana ráð- ist”. Her er komin þversögn. Athugum hvernig Bandarikjamenn telja að íslend- ingar hafi hagnýtt sér hana”. Þessi þver- sögn að íslendingar vilja ekki gera neinar ráðstafanir til eigin varna annars vegar en óska eftir vörnum hins vegar, hefur komið fram i afstöðunni til Keflavíkurflugvallar. Þar sem ríkisstjórnin hefur viðurkennt hernaðarlegt mikilvægi lians hefur hún fallist á að hann verði þar áfram — og hún hefur notað hann sem samningsatriði til að fá fram fjárstuðning og aðra aðstoö cins og þeir hafa óskað”. Hér er hreinlega gefið i skyn að íslenskir ráðamenn hafi notfært sér „nauðsyn” Bandaríkjanna til að hafa hér herstöðvar til að betla fé og annað, en Marshallaðstoð er i fullum gangi á þessum árunt. Benedikt Gröndal er þvi litið annað en sporgöngu maður þeirra ráðamanna sent áður höfðu tekiðupp betlistaf. Síðan bcnda þcir i skýrslunt á aðra þver sögn: Islendingar vilji taka að fullu við rekstri Keflavíkurflugvallar, þó að fjár- hagur þeirra leyfi það ekki og þeir Itafi ekki tæknikunnáttu til þess. íslenskt varnarlið „Stefna okkai cr að reyna að halda stjórn á flugvellinunt í okkar höndum, þó að hún sé i endurskoðun í Ijósi almennrar þróunar. Þcss vcgna gegnum við skyldunt okkar við þjálfun og vcituni vinnu Islend- ingunt, en við hvctjum stjórnina ekki til að hraða þjálfunaráætluninni eða konta fleiri Íslcndingunt í vinnu. Samtímis er það stefna okkar, ef viðcigandi tækifæri gefast, að leitast við að fá islendingu til að stíga einhver skref i þá átt að koma á fót nokkru

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.