Dagfari - 01.02.1979, Qupperneq 17

Dagfari - 01.02.1979, Qupperneq 17
17 Olíumeftaður jaróvegur en enginn vissi neitt: í sept.sl. fundu starfsinenn hja islenskum aðalverktökum olíumettac an jarðveg þá er þeir voru að grafa í nánd við stærsta flugskýlið á Keflavíkurnugvelli. I ljós kom að um var að ræða úrgangsolíu frá flueskvlinu. Deildarstjóri Varnamáladeildar Utanríkisráðuneytisins iýsti vfir að"enginn hvorki islenskur né bandarískur aðili vissi að olíu eða öðrum efnum úr flugskýli hersins á planinu fvrir framan væri veitt útí skurð". ytanrfkisráðherra verður fyrir svörum: í fynrspurnartíma á Alþingi, 24. okt, s. 1. sagði utanríkisráðherra m.a.um "olíufundinn":"Segir sig sjálft að varnarliðinu hlýtur að vera það jafnmikið kappsmál og öðrum að drykkjarvatn mengist ekki. . . " ennfremur að: (ég)"get ekki nema rök verði fvrir því færð.fallist á að varnarliðið feli olíu eða aðra mengunarvalda í íslenskri jörð" Utanríkisráðherra vissi sem sagt ekki: Að árið 1970 kaus hreppsnefnd Ytri-Njarðvfkurhrepps nefnd til að kanna olíumengun frá Keflavíkurflugvelli. Nefnd þessi skilaði áliti 1972. Þar kemur m.a. fram að rétt fyrir ofan vatnsból Njarðvflcur- bæjar og Keflavíkur eru niðurgrafnir olíutankar og leiðslur-líklega allt frá árinu 195l-og enginn veit hve mikil olía hefur lekið úr þessum tönkum síðan þá. 0g heldur ekki að HeiIbrigðisráðuneytið hafði skrifað Heibrígðiseftirlitinu sem hafði skrifað.............. Suðurnesjatiðindi birtu grein um olfumengunina 16. mars 1973 23. mars s.ár skrifaði Heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðiseftirliti ríkisins bréf og vakti athygli á greininni. Heilbrigðiseftirlitið hafði samband við varnamáladeild og gekk svo á bréfaskriftum milli þessara aðila (með löngum hleum) þangað til f október 1974, að Heilbrigðisráðuneyt- ið óskaði eftir því að könnun yrði gerð á olíumengun á Keflavíkur- svæðinu (Þá hafði birst ný grein í Suðurnesjatíðindum): Og heidur ekki að M var lýst yfir hættuástandi Niðurstaða könnunarinnar barst ráðuneytinu 19. febrúar 1975. Þar kemur m. a. fram(og hér a eftir er vitnað beint f ræðu þáv. heilbrigðis- máiaráðherra sem hann hélt á Alþingi skömmu siðar, heimild:Suóur- nesjatíðindi 16. maí 1975) "að í Ijós hafi komið að mikil olía og fljót- andi eldsneyti hafi farið niður í jarðveg á öllu þessu svæði og sums- staðar hafi komið fram olíumengun í neysluvatni og þvottavatni, eins «sg t.d. við Hraðfrystihúsið í Keflavík.en þar hafi orðið að leggja niður borholu af þessum sökum. Þá skýrir Heilbrigðiseftirlitið frá því, að á sjálfu flugvallarsvæðinu hafi borholur mengast og hafi flug- vallarmenn, t.d. varnarliðið. orðið að flytja nokkrar borholur út fvrir vallarsvæðið. Niðurstaða Heilbrigðiseftirlitsins er sú,að í raun ríki hættuástand á þessu svæði og hugsanlegt sé að grunnvatn, sem eri notkun,kunni að mengast fyrr eða siðar". (undirstr. okkar) Hvað gerist ef grunnvatnið mengast? JÓn JÓnsson, jarðfræðingur komst svo að orði um þetta efni á um- hverfismálaráðstefnu í Stapa 7. -8. maí 1975 (Heimild: Suðurnesja- tíðindi 16. maíl975) "Það má segja.að ef svo fe.r,að olía fer niður í grunnvatnið,þá er það vatnsból eyðilagt um alla framtíð"....og: "Ef olfa hefur farið niður í jarðveginn.getur hún komið fram eftir áratugi.....". Hefur ekkert verio gert í þessu máli síoan 1974? Með hliðsjón afþví sem kemur fram í skýrslu Heilbrigðiseftirlits- ins hér aff ofan hefði flestum fundist eðlilegt og sjálfeagt að gerð jTði rækileg úttekt á olfumenguninni og viðeigandi ráðstafanir. Að þvf er best verður séð hefur ekkert verið gert eftir að skýrsla Heilbrigðis- eftirlitsins var lögð fram. LÍtur út fyrir að frekari könnun hafi strar.dað a kostnaðarhliðinni. Baldur Jchnsen, formaður Heilbrigðis- eftirlitsins sagði á fyrrnefndri ráðstefnu í Stapa: ". . . nú rétt áður en ég fór hingað.til þess að fá alira síðustu fréttir af þessu máli.þá sagði Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri mér.að þeir væru nú ekkert alltof léttir yfir því að þurfa að fara að leggja fram peninga til þessara rannsókna og þessara framkvæmda.......og þeir eiga að sjálfsögðu að kosta sem borið hafa ábyrgð á hernum á þessu svæði. " (Suðurnesjatíðindi 23. maí 1975.). ISAFJORÐUR ísfirðingar hafa ekki setið auðuni hönd- um i vetur. 9. desember s.l. var haldinn al- mennur stuðningsmannafundur, þar sem Guðmundur Rúnar Heiðarsson verka- maður flutti ræði um herstöðvamálið og NATO. Þá var rætt ýtarlega um uppbygg- ingu og starf hópsins á tsafirði, ákveð- ið að efna til fundar aðra helgi í janúar og leggja þar fram starfsáætlun og kjósa 3ja manna stjórn sem beri ábyrgð á starfinu. Meðal þeirra sem sátu fundinn var einn al- þingismanna kjördæmisins, Kjartan Ölafs- son. 13. janúar var slegið upp fundi eins og ráðgert hafði verið. Veðurguðirnir komu i veg fyrir að Ásmundur Ásmundsson formaður Miðnefndar gæti mætt til fund- arins. Þrír félagar lögðu þar fram tillögur um skipulag SHA á tsafirði og voru þær samþykktar. t tillögunum felst að kosin er 3ja manna stjóm sem situr eitt ár í senn, en kosin ný að hausti. Stjórninni ber að kalla saman fundi og undirbúa þá, hafa eftirlit með starfi hópa, hafa tengsl við Miðnefnd, sjá um félagatal, geymslu gagna og fjármál. Stjórnin ber í stórum dráttum ábyrgð á starfseminni. í stjórn voru kosnir: Grettir Engilbertsson, Ólafur Guðmundsson og Guðmundur Rúnar Heiðarsson. Þá var kosin sérstök 30. mars nefnd, er sjá mun um undirbúning og skipulag kvöldvöku, og annarra aðgerða á þeim degi. Ennfremur var kosin 3ja manna fjöl- miðlanefnd sem hefur það verkefni að sjá um skrif í landsmálablöðin þar vestra, sjá um dreifirit fyrir 30. mars, svo og stærra verkefni, sem verður 4ra siðna blað í dag- blaðsbroti. Blað þetta mundi fjalla um her- stöðvamálið og NATO og verða dreift um alla Vestfirði. Fyrsta verkefni hinnar nýju stjórnar vcrður að halda fund laugardaginn 10. febrúar og mun Ásmundur Ásmundsson mæta þar ef veðurguðir leyfa.

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.