Dagfari - 01.02.1979, Page 18

Dagfari - 01.02.1979, Page 18
18 AKUREYRI Böðvar Guðmundsson les upp á fund- inum 3. desember — Á myndinni til hægri er Erlingur Sigurðsson í ræðustól. Starf SHA á Akureyri hefur á undan- förnum árum verið litið sem ekkert. í haust tók sig til hópur fólks og gej;ði þar á bragarbót. Fyrsta verkefni hópsins var að gangast fyrir fundi á Hótel KEA í tilefni fullveldisafmælisins. 1 dreifibréfi sem gefið var út af því tilefni segir m.a.: Á takteinum SHA—Ak. er að halda uppi reglubundnu starfi hér á Akureyri í framtíðinni. Starf þetta mun felast m.a. í fræðslu- og bar- áttufundum, umræðum um starf og stefnu o.fl. þ.h., auk þess sem við munum kynna starf okkar hér á Akureyri og e.t.v. víðar. Nauðsyn baráttu okkar, fólksins I land- inu, verður sífellt deginum ljósari því reynslan segir okkur að ekki er hægt að treysta á þá misvitru stjórnmálamenn sem telja sig vera herstöðvaandstæðinga. Það er ekki síður mikilvægt að við, Akureyr- ingar, fylkjum liði til baráttu gegn herstöð inni og NATO því þetta er mál allra Ís- lendinga, sama hversu langt er til Miðnes- heiðar þar sem herinn hreiðrar um sig. Það er Ijóst að herinn hreyfir sig ekki fyrr en krafa fólksins: Ísland úr NATO — herinn burt, — bergmáli i öllum fjöllum þessa lands. öll gerum við okkur grein fyrir því að valdið getur verið í höndum fjöldans. — Þess vegna er mikilvægt að hver og einn herstöðvaandstæðingur hér á Akureyri fylgist með og taki þátt í starfi samtaka sinna. Á fyrrnefndum fundi sem haldinn var 3. desember voru flutt ávörp, söngur og samlestur og Tröllaslagur hinn nýi var frumfluttur. Fundur þessi var vel sóttur og ekki annað að sjá en bjart væri fram- undan. Laugardaginn 27. janúar var svo boðað til fundar i Alþýðubandalagshúsinu við Eiðsvallargötu. Þann dag geisuðu nyrðra veður vond og varð því fundurinn fá- mennari en skyldi. Þá féllu flugsamgöngur niður svo ekkert varö af norðurför for- manns miðnefndar, Ásmundar Ásmunds- sonar. Fundurinn ákvað að næsta verk- efni hópsins yrði að endurnýja félagatal herstöðvaandstæðinga á Akureyri og hefja undirbúning dagskrár til flutnings 30. mars. Einnig var ákveðið að efna til annars fundar á næstunni. stéttarinnar á Iglandi og um alla ver- STÉTTABARATTAN - VIKULEGT MALGAGN KOMMUNISTAFLOKKS ÍSLANDS/ML. Arsáskriít: 3600 kr. öld ? Þá lest þú STETTABARATTUNA - eina kommúníska vikublaðið á Isiandif Hálfsárs : 1800 kr. . f , Arsfjórðungs• 1000 kr. Vilt þu fylgjast með vexti kommun Baráttuáskr. : 5000 kr. ísku hreyfingarinnar á Islandi? | Lesið og breiðið út blað verkalýðsins | -stéttabarAttuna: k.-------....... Þá kaupir þú STFTTABARATTUNA - eina<kommúnIska vikublaðið á Islandi.'

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.