Dagfari - 01.02.1979, Qupperneq 21

Dagfari - 01.02.1979, Qupperneq 21
21 ekki unninn i herstöðvamálinu einu sér. Það er ómögulegt að segja um það nú. hvernig sigrar alþýðunnar á komandi árunt verða staðfestir — kannski verður það gcrt nteð þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt er víst að þeir verða alltaf árangur af sant stöðubaráttu, skipulagningu og fræðslu- starfi alþýðunnar. Lcngi hefur verið alið á þeirri draumsýn að knappur meirihluti á Alþingi dygði til þess að reka herinn af höndunt sér — og það jafnvel þótt einhver atkvæði þar fengjust með hrossakaupum við þá sent eru hálfvolgir í málinu eða tæplega það. Þetta er — helber sjálfsblekking eins og best sést af örlögum þeirra ríkisstjórna sent hafa haft brottför hersinsá stefnuskrá sinni. Könunum og leppum þeirra Itefur alltaf tekist að sundra þeim án nokkurrar fyrirhafnar. Maður veit það auðvitað ekki, en í fljótu bragði virðist ekki einu sinni hafa þurft að gripa til þeirra ráða sem eru USA svo töm oe beitt hefur verið svo víða nteð árangri: Morða og fangelsana. Að- ferðin sent dugað hefur hér er í þvi fólgin að loka öllum lýðræðislegum leiðunt til þess að taka upp málið. Öllum klaufum íhaldsins og rikisvaldsins er spyrnt við. Kaupsýslustéttin, bankavaldið og embætt- isntannakcrfið — allir leggja sitt af mörkum, i bróðurlegu samstarfi við „al- þjóðlcgar” stofnanir auðvaldsins, til þcss að skapa trúnaðarkreppu og efnahagslegt öngþveiti og þá er nú heldur litill hljónt grunnur fyrir herstöðvaandstöðuna. Frek- ar hitt að ófáir alþýðumenn hafa litið til herstöðvanna í von um ölmusu. Þegar barist er fyrir brottflutningi hersins verður að lita á, hvað banda- riski herinn er kominn til að vcrja og hvað valdastéttin í landinu vill að hann verji: Markaðskcrfi auð valdsins og forréttindi yfirstéttarinnar. Sem er það sama og að draga úr sjálfsfor- ræði og pólitískum völdum íslenskrar al- þýðu. — Það er að snúa hlutunum alger lega við, að ímynda sér, að alþýðan geti öðlast þessi völd i þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt er sönnu nær, að þá eru lýðræðislegar aðstæður til þjóðaratkvæðagreiðslu um herinn, þegar pólitísk völd verkalýðsins eru afgerandi og herinn farinn. Menn mega i þessu sambandi minnast þess að kosningar og þjóðaratkvæða greiðslur eru að verða fastur liður hjá mörgurn gangsterstjórnum sem njóta stuðnings USA. Eins konar risaleiksýning- ar undir stjórn herforingjanna: Chile, Namibia, Zimbabwc (Ródesia). Þaðskiptir litlu rnáli þótt fólk fái að greiða atkvæði ef atkvæðagreiðslan erbara kvöldskemmt- uneinhverra valdsmanna. í herstöðvamálinu vinnast engir sigrar ef leikið er cftir reglum andstæðinganna. Þeir einir geta rekið herinn burt sent geta stjórnað landinu í þágu vinnandi fólk og varist með árangri þeim refsiaðgerðum sem innlcnt og erlent auðvald gripur óhjá- kvæmilega til — jafnvel um leið og málið kemst á dagskrá. Þvi þarf ekki aðcins al- ntennari og víötækari samstöðu, en við höfunt séð, i herstöðvaniálinu, heldur einnig umfangsmikla pólitíska samstöðu unt róttækar samfélagsúrbætur og skipu- lagða, markvissa baráttu fyrir þeint. Gils Gudm. Frh af bls 5 sköp og þingvenjur.” „Það ert þú, sent allt af brýtur þingsköp,” sagði forsætisr&ð- herra. „Atkvæði!” hrópaði forseti. Einar mælti: „Ég vil biðja forseta að vera róleg an og láta forsætisráðherra þegja, svo að ég geti lokið minni greinargerð.” „Þetta er alltof löng greinargerð,” sagði forseti. „Ég ræð minni greinargerð sjálfur,” sagði Einar, „hér er Alþingi Íslendinga, en ekki stofnun Bandaríkjaleppa.” „Þingmaður- inn hlýðir ekki þingsköpum, það á að láta hann út,” sagi Emil Jónsson samgöngu- ráðherra. Einar hélt áfram „Ég er að Ijúka minni greinargcrð, en fæ það ekki fyrir ráðherrum, sem eru orðnir vitlausir menn, sr hafa tekið við mútum frá Bandaríkj- i ,)i m og krafist þess, að ég yrði settur hér Ég vil biðja skrifara alveg sérstaklega að bóka það.” Nú hrópaði Steingrimur Steinþórsson: „Ég legg til, að þingmaður- inn sé bara látinn út, ef hann hlýðir ekki fundarsköpum.” „Út með hann!” sagði forsætisráðherra. „Ég óska enn eftir, að ráðherrar þegi, meðan ég lýk máli mínu,” sagði Einar. Lauk hann því næst greinar- gerð sinni, þrátt fyrir allmikla háreysti í þingsalnum. Aðildin að Nató samþykkt Hér verða sjálfar umræðurnar ekki raktar, og því siður |ieir atburðir sem gerðust utan þinghússins þennan örlaga- rika dag. Á tilsettum tíma, um kl. 2, var uniræðu lokið og gengið til atkvæða. Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu var felld, og greiddu henni atkvæði auk tiu þingmanna Sósíalistaflokksins fjórir Framsóknarmenn og tveir Alþýðuflokks- menn. Að þvi búnu var þingsályktunartil- laga stjórnarinnar um aðild að Atlants- hafsbandalaginu samþykkt með 37 at- kvæðum gegn 13. Eini þingmaður Fram- sóknarflokksins, sem greiddi atkvæði gegn tillögunni, var Páll Zóphóniasson. Hann gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu: „Herra forseti. Með þvi að búið er að fella tillögu á þingskjali 508 og þar með að neita að lofa þjóðinni að segja álit sitt á samningi þessum, svo og að neita að gera við hann viðauka, er tryggi rétt okkar Is- lendinga, þá get ég ekki verið með sam- þykkt þessarar tillögu . . . Það er sagt, að einn einvaldur sögunnar hafi sagt: „Þjóðin, það er ég”. ... Ég óttast, að næsta aldarfimmtung getum við átt marg- ar stjórnir, sem segi: „Þjóðin, það er ég,” og spyrji þjóðina því ekki um, viö hvaða óskum og kröfum frá þjóðasamsteypu þeirri, er að samningnum stendur, hún verður. Hún segir: „Þjóðin, það er ég,” og spyr þjóðina ekki. — Því segi ég nei.”

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.