Dagfari - 01.02.1979, Síða 23

Dagfari - 01.02.1979, Síða 23
23 Þrítugasta mars n.k. eru sem kunnugt er þrjátíu ár liðin frá inngöngu íslands í NATO. SHA munu af þessu tilefni gang- ast fyrir veglegri listavöku. Undanfarna mánuði hefur fjölmenn undirbúnings- nefnd verið starfandi og er fyrirbærið - 30. MARS 1979 - farið að taka á sig nokkra mynd. Verður hér greint lauslega frá því helsta sem í býgerð er: 1. Myndlistasýningar verða tvenns kon- ar. Annars vegar yfirlitssýning á verk- um sem tengjast hersetunni og NATO og gerð hafa verið á undanförnum ára- tugum. Hins vegar ný verk unnin sér- staklega að þessu tilefni. 2. Ljósmyndasýning verður sett upp. Er hún hugsuð sem sögulegt yfirlit yfir aðgerðir hers og herstöðvaandstæðinga allt frá hernámi Breta til þessa dags. Sýn- ing þessi mun þannig úr garði gerð að hægt verður að senda hana út um landið. 3. Skáldavökur verða með hefðbundnu sniði. Lesin verða upp ljóð og sögur og er hugmyndin að vinna þessar dagskrár nokkru leiti í samvinnu við tónlistar- menn. 4. Tónlistardagskrár verða með tvenn- um hætti: í fyrsta lagi dagskrár þar sem troðið verður upp með marvíslegt efni; trúbadúra, klassíska tónlist, sönghópa, hljómsveitir o.s.f.v. í öðru lagi verða haldnir tónleikar (í Háskólabíói 30. mars) þar sem meginuppistaðan verður baráttu- söngvar herstöðvaandstæðinga, útsettir fyrir stóra hljómsveit. Plötuútgáfa hefur | verið nefnd í þessu sambandi, en það er þó óráðið enn. 5. Lciklist. Alþýðuleikhúsið er með kabarett i burðarliðnum sem sýndur verð- ur af þessu tilefni. 6. Kvikmyndasýningar. Fyrirhugað er að efna til kvikmyndaviku. Þar verða á boð- stólnum u.þ.b. tíu myndir sem tengjast baráttunni gegn heimsvaldastefnunni. 7. Útgáfumál. Að tilhlutan SHA mun Mál og Menning gefa út safn ljóða sem tengjast baráttumálum okkar. Dagfari verður gefin út í byrjun mars í stóru upplagi og dreift í hvert hús á landinu. Sem sjá má á framansögðu er ýmislegt á prjónunum. Ljóst er að þetta útheimt- ir mikla vinnu. Ef einhverjir hafa áhuga á að taka þátt í undirbúningi menningar- vökunnar eru þeir beðnir að snúa sér til skrifstofu SHA. Húsnæðismálin eru enn í deiglunni og of snemmt að segja nokk- uð ákveðið þar um. Þegar línurnar skýr- ast frekar verður efnt til blaðamanna- fundar og greint nánar frá dagskrárliðum í smáatriðum. Þess má að lokum geta, að herstöðvaandstæðingar á ísafirði, Akur- eyri, í Mývatnssveit og víðar eru með í undirbúningi sérstakar dagskrár fyrir 30. mars 1979. UM ÞJCBARATKVÆBI Á fundi Stúdentaráós Háskóla Is- lands 23. nóvember s.l. var gerð svo- hljóóandi samþykkt: Sllí fagnar þeirri samþykkt Sam- taka herstöóvaandstæðinga þar sem hvatt er til þjöóaratkvæóagreióslu uiti lierinn og veru íslands I NATO og styóur hana heilshugar. Bendir SHÍ á að þjóóin liefur aldrei verið spuró um fyrrgreind mál og að afstaða manna til þeirra er eng- an vcginn alltaf á sömu iund og opin- ber afstaða þeirra flokka er þeir kjósa í þingkosningum. Því fagnar SHÍ þeirri baráttu sent nú er Itafin fyrir þjóóaratkvæóa- greiðslu um hcrinn og vcru íslands í NATO. Á fundi Alþýðubandalagsins á Akranesi og nágrenni sem haldinn var í Rein mánudaginn 22. janúar s.l. var samþykkt cftirfarandi álykt- un: „Við teljum, að þrátt fyrir aug- Ijósa erfiðleika í samstarfi núverandi stjórnarflokka, hafi náðst umtals- verður árangur í cfnahagsmálum þjóðarinnar, sem réttlæti aðild Alþýðubandalagsins að núverandi rikisstjórn það sem af er. En nú, þegar cndurskoðun stjórn- arsáttmálans stendur fyrir dyrum, viljum við lcggja áherslu á, að þing- flokkur Alþýðubandalagsins og for usta þess knýi á um aðgerðir í her- stöðvamálinu. Eari svo, að ekki náist viðunandi samstaða um þetta mál innan stjórn- arflokkanna, lcggjum við til að þingmenn Alþýðubandalagsins beri Á jólafundi Sambands Islenskra Námsmanna Erlendis 4. janúar s.l. var eftirfarandi samþykkt gerð I einu hljóði: „Jólafundur S.I.N.E. lýsir cin- drcgnum stuðningi sínum við þá fyrirætlan Samtaka Herstöðvaand- stæðinga, að efna til hcrfcrðar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hcrset- una og aóild tslands að N.A.T.O.” Þá hafa bæði stærstu samtök námsmanna samþykkt stuðning við þessa kröfu Samtaka Herstöðvaand stæðinga, og ætti að vera mönnum hvatning að fara að hefjast handa við undirbúning herferðarinnar. fram á Alþingi kröfu um þjóðarat- kvæðagreiðslu um hersetuna, og verði þannig reynt á raunverulega afstöðu þings og þjóðar til málsins”. 4 f

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.