Dagfari - 01.11.1998, Side 4

Dagfari - 01.11.1998, Side 4
verið langsíst, enda söguþráðurinn með eindæmum fráleitur. í Star Trek 5 fer Stjömuflotinn nefnilega niður til jarðar í því skyni að bjarga hval frá blóðþyrstum íslenskum eða norskum hvalveiðimönnum. Hvalur þessi var þeirrar náttúru að gefa frá sér óvenjuleg hátíðnihljóð sem bjargað gátu heimsmenning- unni frá glötun. - Þetta þótti kvikmyndagagnrýnendum afleitt og bentu á að vonlaust væri að bera virðingu fyrir herveldum sem legðu sig niður við að bjarga hvölum. Það er því kaldhæðnislegt að þessi fjarstæðukenndasta hasarmynd kalda stríðsins, hafi þegar öllu var á botninn hvolflt reynst sannspá. í dag blasir sú staðreynd við okkur íslendingum að bandaríski herinn er búinn að hella sér út í hvalaflutn- ingabransann og virðist ekki einu sinni takast að gera það stór- áfallalaust. Því stöndum við frammi fyrir spumingunni, er nokkur leið að bera virðingu fyrir svona her? Og kannski enn fremur, hvemig getum við herstöðvaandstæðingar á íslandi árið 1998 barist gegn honum? Herstöðvaandstaða í tómarúmi Herstöðvamálið og spurningin um aðildina að Nató hafa verið í ákveðnu tómarúmi frá því kalda stríðinu lauk. Eftir að dagblöðin hættu að birta reglulega fréttatilkynningar frá risa- veldunum um það hve oft væri unnt að útrýma öllu lífi á jörð- inni með kjarnorkuvopnum heimsins, virðast ýmsir andstæð- ingar hermennsku og hernaðarbrölts hafa fyllst svo mikilli öryggistilfinningu, að þeir hafa gleymt að reka flóttann. Og spyrja jafhvel í forundran hvers vegna verið sé að vekja upp gamla drauga, eins og herstöðvarmálið. Hlutunum er síðan gjörsamlega snúið á hvolf. Nú, þegar kalda stríðinu er lokið og hinir hræðilegu Rússar sem Vesturlöndum stóð öll þessi ógn af em gjaldþrota, eignalausir og vonlausir - og eina hættan sem menn sjá í uppsiglingu, eru

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.